Gylfi: Algjör skandall fyrir Portúgal ef þeir tapa stigum á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 12:00 „Það væri fínt að vinna einhverja leiki," segir Gylfi Þór Sigurðsson aðspurður um hvað hann vilji sjá íslenska landsliðið gera á Evrópumótinu í Frakklandi. EM hefst á morgun en fyrsti leikur Íslands er á þriðjudaginn kemur. „Auðvitað er þetta erfiður riðill og við byrjum á mjög erfiðum leik á móti Portúgal. Það er þannig séð engin pressa á okkur í fyrsta leik sem gæti nýst okkur. Það yrði algjör skandall ef Portúgal myndi tapa einhverjum stigum í þeim leik," segir Gylfi í viðtali sem Knattspyrnusamband Íslands setti inn á Youtube-rásina sína. „Við þurfum að verjast mjög vel á móti Portúgal og gera sömu hluti og við gerðum í undankeppninni," segir Gylfi en hvað með alla þessa umræðu um hversu fámenn þjóð við erum? „Það eru jafnmargir inn á vellinum þegar við spilum á þriðjudaginn en við þurfum að spila mjög vel, berjast fyrir hvern annan og vonast til að ná í stig," segir Gylfi. Hvernig portúgölsku liði er Ísland að fara að mæta í fyrsta leiknum á Evrópumótinu í Frakklandi? „Við erum að fara að mæta frábæru sóknarliði eins og sást í leiknum í gær á móti Eistlandi. Þeir eru með frábæra einstaklinga sem geta skorað mörk upp úr engu. Það er skemmtilegt að horfa á þá því þeir eru tæknilega mjög góðir og spila boltanum vel á milli sín," segir Gylfi en bætir við: „Þeir eru nokkuð þéttir varnarlega síðan að þeir skiptu um þjálfara. Þetta verður því erfiður leikur en við höfum sýnt það á móti góðu liðunum að við erum meira en nógu góðir til að spila á móti þeim," segir Gylfi. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Gylfa í myndbandinu hér fyrir neðan.9juni Gylfi Thor Sigurdsson EM 2016: https://t.co/dXg1QPVBDj frá @YouTube— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 9, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Það væri fínt að vinna einhverja leiki," segir Gylfi Þór Sigurðsson aðspurður um hvað hann vilji sjá íslenska landsliðið gera á Evrópumótinu í Frakklandi. EM hefst á morgun en fyrsti leikur Íslands er á þriðjudaginn kemur. „Auðvitað er þetta erfiður riðill og við byrjum á mjög erfiðum leik á móti Portúgal. Það er þannig séð engin pressa á okkur í fyrsta leik sem gæti nýst okkur. Það yrði algjör skandall ef Portúgal myndi tapa einhverjum stigum í þeim leik," segir Gylfi í viðtali sem Knattspyrnusamband Íslands setti inn á Youtube-rásina sína. „Við þurfum að verjast mjög vel á móti Portúgal og gera sömu hluti og við gerðum í undankeppninni," segir Gylfi en hvað með alla þessa umræðu um hversu fámenn þjóð við erum? „Það eru jafnmargir inn á vellinum þegar við spilum á þriðjudaginn en við þurfum að spila mjög vel, berjast fyrir hvern annan og vonast til að ná í stig," segir Gylfi. Hvernig portúgölsku liði er Ísland að fara að mæta í fyrsta leiknum á Evrópumótinu í Frakklandi? „Við erum að fara að mæta frábæru sóknarliði eins og sást í leiknum í gær á móti Eistlandi. Þeir eru með frábæra einstaklinga sem geta skorað mörk upp úr engu. Það er skemmtilegt að horfa á þá því þeir eru tæknilega mjög góðir og spila boltanum vel á milli sín," segir Gylfi en bætir við: „Þeir eru nokkuð þéttir varnarlega síðan að þeir skiptu um þjálfara. Þetta verður því erfiður leikur en við höfum sýnt það á móti góðu liðunum að við erum meira en nógu góðir til að spila á móti þeim," segir Gylfi. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Gylfa í myndbandinu hér fyrir neðan.9juni Gylfi Thor Sigurdsson EM 2016: https://t.co/dXg1QPVBDj frá @YouTube— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 9, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira