Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júní 2016 09:00 Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. Verði hún forseti verður hennar fyrsta verk að opna Bessastaðakirkju og halda þar reglulegar bænastundir til að biðja fyrir þjóðinni. Guðrún Margrét er fyrsti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Rætur þjóðarinnar liggi í kristninni Eitt af því sem Guðrún Margrét hefur lagt áherslu á í sinni kosningabaráttu er að Íslendingar gleymi ekki kristnu arfleiðinni. Hún segir að þetta sé mikilvægt þar sem kristin trú sé ein af rótum þjóðarinnar, líkt og tungumálið. „Við erum kristin þjóð og verið það í yfir þúsund ár. Fyrstu landnemarnir á undan hefðbundnu landnámi voru náttúrulega írsku munkarnir sem voru hér og komu hér að biðja fyrir landinu. Ég held að við þurfum að leggja mikla áherslu á að glata ekki þessum rótum af því að það að eiga trú og eiga svona rætur það er mjög mikilvægt. Öll gildin okkar eru úr þessum rótum, hátíðisdagarnir, þjóðsöngurinn, fáninn tímatalið okkar við erum samofin þessum rótum og ef við ætlum að týna rótunum þá erum við svolítið eins og rótlaus,“ segir Guðrún Margrét.Ætlar að biðja fyrir þjóðinni Aðspurð hvort hún telji mikilvægt að forsetinn sé í þjóðkirkjunni svarar hún játandi en það liggur fyrir að sá frambjóðandi sem mest fylgis nýtur samkvæmt skoðanakönnunum stendur utan trúfélaga. „Mér finnst það mikilvægt af því að samkvæmt stjórnarskránni er hann verndari kirkjunnar og á að styðja hana sem hluti af ríkisvaldinu. Að sjálfsögðu getur hann gert það án þess að vera skráður í þjóðkirkjuna en sem sameiningartákn þá finnst mér það mikilvægt.“ Guðrún Margrét segir að hennar fyrsta verk ef hún yrði kjörin forseti væri að þakka traustið en síðan myndi hún vilja opna Bessastaðakirkju. „Ég myndi vilja hafa þar bænastund og jafnvel reglulegar bænastundir þar sem beðið er fyrir þjóðinni. Ég veit að það er mjög margt fólk sem biður fyrir þjóðinni og það er alltaf gott að koma saman og biðja fyrir þjóðinni. Eins og ég sé það er mikil þörf og mörgum sem líður mjög illa á þessu landi. Kvíði og þunglyndi er vaxandi og fólk er fast í alls konar í fíknum. Það veitir ekki af því að biðja fyrir því,“ segir Guðrún Margrét.Viðtalið við Guðrúnu Margréti má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. Verði hún forseti verður hennar fyrsta verk að opna Bessastaðakirkju og halda þar reglulegar bænastundir til að biðja fyrir þjóðinni. Guðrún Margrét er fyrsti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Rætur þjóðarinnar liggi í kristninni Eitt af því sem Guðrún Margrét hefur lagt áherslu á í sinni kosningabaráttu er að Íslendingar gleymi ekki kristnu arfleiðinni. Hún segir að þetta sé mikilvægt þar sem kristin trú sé ein af rótum þjóðarinnar, líkt og tungumálið. „Við erum kristin þjóð og verið það í yfir þúsund ár. Fyrstu landnemarnir á undan hefðbundnu landnámi voru náttúrulega írsku munkarnir sem voru hér og komu hér að biðja fyrir landinu. Ég held að við þurfum að leggja mikla áherslu á að glata ekki þessum rótum af því að það að eiga trú og eiga svona rætur það er mjög mikilvægt. Öll gildin okkar eru úr þessum rótum, hátíðisdagarnir, þjóðsöngurinn, fáninn tímatalið okkar við erum samofin þessum rótum og ef við ætlum að týna rótunum þá erum við svolítið eins og rótlaus,“ segir Guðrún Margrét.Ætlar að biðja fyrir þjóðinni Aðspurð hvort hún telji mikilvægt að forsetinn sé í þjóðkirkjunni svarar hún játandi en það liggur fyrir að sá frambjóðandi sem mest fylgis nýtur samkvæmt skoðanakönnunum stendur utan trúfélaga. „Mér finnst það mikilvægt af því að samkvæmt stjórnarskránni er hann verndari kirkjunnar og á að styðja hana sem hluti af ríkisvaldinu. Að sjálfsögðu getur hann gert það án þess að vera skráður í þjóðkirkjuna en sem sameiningartákn þá finnst mér það mikilvægt.“ Guðrún Margrét segir að hennar fyrsta verk ef hún yrði kjörin forseti væri að þakka traustið en síðan myndi hún vilja opna Bessastaðakirkju. „Ég myndi vilja hafa þar bænastund og jafnvel reglulegar bænastundir þar sem beðið er fyrir þjóðinni. Ég veit að það er mjög margt fólk sem biður fyrir þjóðinni og það er alltaf gott að koma saman og biðja fyrir þjóðinni. Eins og ég sé það er mikil þörf og mörgum sem líður mjög illa á þessu landi. Kvíði og þunglyndi er vaxandi og fólk er fast í alls konar í fíknum. Það veitir ekki af því að biðja fyrir því,“ segir Guðrún Margrét.Viðtalið við Guðrúnu Margréti má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira