Alþingi enn undir hæl Danakonungs? Ragnar Aðalsteinsson skrifar 2. júní 2016 07:00 Óumdeilt er að frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur frumuppspretta ríkisvaldsins verið hjá þjóðinni. Þjóðin hefur rétt til að setja setja sér stjórnarskrá. Valdhafarnir sækja vald sitt til þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur þjóðinni ekki tekist að setja sér sína eigin stjórnarskrá, enda þótt valdið til þess hafi verið hjá henni í meira en 70 ár. Hér verður leitast við að svara því hvað því veldur. Lýðveldisstjórnarskráin frá 1944 er að meginstefnu til stjórnarskráin sem konungur afhenti þjóðinni árið 1874 eftir að hafa synjað staðfestingar á stjórnarskrártillögum Alþingis. Þetta er athyglivert í ljósi þess að meðallíftími stjórnarskráa á heimsvísu er aðeins 19 ár. Alþingi samþykkti árið 1942 að ekki skyldu gerðar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, „sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. Forseti kom í stað konungs, þó þannig að synjunarvald hans var takmarkaðra en konungs. Í stjórnarskránni 1874 er ákvæði um aðferð við breytingu á stjórnarskránni og felst hún í samþykki Alþingis, almennum þingkosningum og staðfestingu hins nýkjörna þings auk staðfestingar konungs. Ákvæðið er efnislega óbreytt í gildandi stjórnarskrá að því undanskildu að staðfestingar konungs er ekki krafist. Þjóðin býr því enn við þá einhliða ákvörðun konungs frá 1874, að afskipti þjóðarinnar af endurskoðun stjórnarskrárinnar skuli takmarkast við þátttöku í almennum þingkosningum, sem snúast ekki um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Árin 1994-1995 var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar endurskoðaður. Þá var því haldið leyndu hver eða hverjir hefðu samið tillögurnar en þær voru bornar fram af þeim stjórnmálaflokkum sem þá áttu fulltrúa á þingi. Hin fullvalda þjóð, sem Alþingi sækir vald sitt til og á rétt á að setja sér stjórnarskrá, fékk þrjár vikur til að koma að athugasemdum sínum við frumvarpið. Tilefni þess að þetta er rifjað upp hér er að minna á þá ríku tilhneigingu stjórnmálaflokkanna á þingi að líta svo á að þeir og þeir einir séu vörslumenn stjórnarskrárinnar og hún komi vart öðrum við. Vegna þess að frumkvæðið að breytingum á stjórnarskránni er í höndum Alþingis er örðugt að sjá fyrir sér hvernig þjóðin geti náð til sín löghelguðu valdi sínu sem hinn óskoraði stjórnarskrárgjafi. Hlutverk stjórnarskrár er m.a. að kveða á um meðferð ríkisvalds og dreifingu þess og temprun. Hún setur valdhöfunum margvíslegar skorður við meðferð valdsins. Þeir sem fara með ríkisvald munu eðli málsins samkvæmt í lengstu lög leggjast gegn breytingum á stjórnarskránni, sem takmarka vald þeirra. Þetta viðhorf skýrir að verulegu leyti hin þinglegu afdrif tillagna stjórnlagaráðsins frá 2011. Þær tillögur horfðu mjög til aukinnar þátttöku og aukinna áhrifa almennings á þjóðmálin, þ.e. til aukins lýðræðis. Aukin afskipti almennings af þjóðmálum meðal annars með kröfum um þjóðaratkvæði hafa óhjákvæmilega í för með sér að hinir kjörnu fulltrúar verða að taka tillit til skoðana almennings, ekki aðeins í aðdraganda kosninga, heldur einnig samfellt á milli kosninga. Gangi meiri hluti þingsins gegn almannaviljanum á hann það á hættu að fram komi krafa um þjóðaratkvæði, sem kann að leiða til falls þeirrar ríkisstjórnar, sem þingmeirihlutinn styður. Eina færa leiðin til að ná þeim rétti til þjóðarinnar að setja sér sjálf stjórnarskrá er að meirihluti þingsins fallist á að gera breytingar á fyrirmælum Danakonungs frá 1874 um það hvernig breyta megi stjórnarskránni, þannig að framvegis verði valdið til þess hjá þjóðinni, sem ákveður aðferðina við að semja stjórnarskrá og fullgilda hana að undangengnu lýðræðislegu ferli með þátttöku almennings ekki ósvipuðu því sem stjórnlagráð tíðkaði við samningu tillagnanna frá 2011. Hafa verður í huga að Alþingi setur almenn lög, en í stjórnarskrá er að finna þau lög sem þjóðin setur og binda þingið, sem er vanhæft til að ákveða valdmörk sín og leikreglur. Fari svo að Alþingi beiti sér ekki fyrir þeirri breytingu á fyrirmælunum frá Danakonungi frá 1874 þá má segja að áhrifavald konungsins vari enn á Alþingi þrátt fyrir lýðveldisstofnunina og þingið sæki vald sitt til konungsins til að svipta fullvalda þjóðina valdi sínu til að setja sér stjórnarskrá. Þingið er þá enn undir hæl konungsins. Þjóðin þarf að finna leið til að losa þingið undan hæl hans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Óumdeilt er að frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur frumuppspretta ríkisvaldsins verið hjá þjóðinni. Þjóðin hefur rétt til að setja setja sér stjórnarskrá. Valdhafarnir sækja vald sitt til þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur þjóðinni ekki tekist að setja sér sína eigin stjórnarskrá, enda þótt valdið til þess hafi verið hjá henni í meira en 70 ár. Hér verður leitast við að svara því hvað því veldur. Lýðveldisstjórnarskráin frá 1944 er að meginstefnu til stjórnarskráin sem konungur afhenti þjóðinni árið 1874 eftir að hafa synjað staðfestingar á stjórnarskrártillögum Alþingis. Þetta er athyglivert í ljósi þess að meðallíftími stjórnarskráa á heimsvísu er aðeins 19 ár. Alþingi samþykkti árið 1942 að ekki skyldu gerðar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, „sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. Forseti kom í stað konungs, þó þannig að synjunarvald hans var takmarkaðra en konungs. Í stjórnarskránni 1874 er ákvæði um aðferð við breytingu á stjórnarskránni og felst hún í samþykki Alþingis, almennum þingkosningum og staðfestingu hins nýkjörna þings auk staðfestingar konungs. Ákvæðið er efnislega óbreytt í gildandi stjórnarskrá að því undanskildu að staðfestingar konungs er ekki krafist. Þjóðin býr því enn við þá einhliða ákvörðun konungs frá 1874, að afskipti þjóðarinnar af endurskoðun stjórnarskrárinnar skuli takmarkast við þátttöku í almennum þingkosningum, sem snúast ekki um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Árin 1994-1995 var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar endurskoðaður. Þá var því haldið leyndu hver eða hverjir hefðu samið tillögurnar en þær voru bornar fram af þeim stjórnmálaflokkum sem þá áttu fulltrúa á þingi. Hin fullvalda þjóð, sem Alþingi sækir vald sitt til og á rétt á að setja sér stjórnarskrá, fékk þrjár vikur til að koma að athugasemdum sínum við frumvarpið. Tilefni þess að þetta er rifjað upp hér er að minna á þá ríku tilhneigingu stjórnmálaflokkanna á þingi að líta svo á að þeir og þeir einir séu vörslumenn stjórnarskrárinnar og hún komi vart öðrum við. Vegna þess að frumkvæðið að breytingum á stjórnarskránni er í höndum Alþingis er örðugt að sjá fyrir sér hvernig þjóðin geti náð til sín löghelguðu valdi sínu sem hinn óskoraði stjórnarskrárgjafi. Hlutverk stjórnarskrár er m.a. að kveða á um meðferð ríkisvalds og dreifingu þess og temprun. Hún setur valdhöfunum margvíslegar skorður við meðferð valdsins. Þeir sem fara með ríkisvald munu eðli málsins samkvæmt í lengstu lög leggjast gegn breytingum á stjórnarskránni, sem takmarka vald þeirra. Þetta viðhorf skýrir að verulegu leyti hin þinglegu afdrif tillagna stjórnlagaráðsins frá 2011. Þær tillögur horfðu mjög til aukinnar þátttöku og aukinna áhrifa almennings á þjóðmálin, þ.e. til aukins lýðræðis. Aukin afskipti almennings af þjóðmálum meðal annars með kröfum um þjóðaratkvæði hafa óhjákvæmilega í för með sér að hinir kjörnu fulltrúar verða að taka tillit til skoðana almennings, ekki aðeins í aðdraganda kosninga, heldur einnig samfellt á milli kosninga. Gangi meiri hluti þingsins gegn almannaviljanum á hann það á hættu að fram komi krafa um þjóðaratkvæði, sem kann að leiða til falls þeirrar ríkisstjórnar, sem þingmeirihlutinn styður. Eina færa leiðin til að ná þeim rétti til þjóðarinnar að setja sér sjálf stjórnarskrá er að meirihluti þingsins fallist á að gera breytingar á fyrirmælum Danakonungs frá 1874 um það hvernig breyta megi stjórnarskránni, þannig að framvegis verði valdið til þess hjá þjóðinni, sem ákveður aðferðina við að semja stjórnarskrá og fullgilda hana að undangengnu lýðræðislegu ferli með þátttöku almennings ekki ósvipuðu því sem stjórnlagráð tíðkaði við samningu tillagnanna frá 2011. Hafa verður í huga að Alþingi setur almenn lög, en í stjórnarskrá er að finna þau lög sem þjóðin setur og binda þingið, sem er vanhæft til að ákveða valdmörk sín og leikreglur. Fari svo að Alþingi beiti sér ekki fyrir þeirri breytingu á fyrirmælunum frá Danakonungi frá 1874 þá má segja að áhrifavald konungsins vari enn á Alþingi þrátt fyrir lýðveldisstofnunina og þingið sæki vald sitt til konungsins til að svipta fullvalda þjóðina valdi sínu til að setja sér stjórnarskrá. Þingið er þá enn undir hæl konungsins. Þjóðin þarf að finna leið til að losa þingið undan hæl hans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun