Alþingi enn undir hæl Danakonungs? Ragnar Aðalsteinsson skrifar 2. júní 2016 07:00 Óumdeilt er að frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur frumuppspretta ríkisvaldsins verið hjá þjóðinni. Þjóðin hefur rétt til að setja setja sér stjórnarskrá. Valdhafarnir sækja vald sitt til þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur þjóðinni ekki tekist að setja sér sína eigin stjórnarskrá, enda þótt valdið til þess hafi verið hjá henni í meira en 70 ár. Hér verður leitast við að svara því hvað því veldur. Lýðveldisstjórnarskráin frá 1944 er að meginstefnu til stjórnarskráin sem konungur afhenti þjóðinni árið 1874 eftir að hafa synjað staðfestingar á stjórnarskrártillögum Alþingis. Þetta er athyglivert í ljósi þess að meðallíftími stjórnarskráa á heimsvísu er aðeins 19 ár. Alþingi samþykkti árið 1942 að ekki skyldu gerðar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, „sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. Forseti kom í stað konungs, þó þannig að synjunarvald hans var takmarkaðra en konungs. Í stjórnarskránni 1874 er ákvæði um aðferð við breytingu á stjórnarskránni og felst hún í samþykki Alþingis, almennum þingkosningum og staðfestingu hins nýkjörna þings auk staðfestingar konungs. Ákvæðið er efnislega óbreytt í gildandi stjórnarskrá að því undanskildu að staðfestingar konungs er ekki krafist. Þjóðin býr því enn við þá einhliða ákvörðun konungs frá 1874, að afskipti þjóðarinnar af endurskoðun stjórnarskrárinnar skuli takmarkast við þátttöku í almennum þingkosningum, sem snúast ekki um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Árin 1994-1995 var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar endurskoðaður. Þá var því haldið leyndu hver eða hverjir hefðu samið tillögurnar en þær voru bornar fram af þeim stjórnmálaflokkum sem þá áttu fulltrúa á þingi. Hin fullvalda þjóð, sem Alþingi sækir vald sitt til og á rétt á að setja sér stjórnarskrá, fékk þrjár vikur til að koma að athugasemdum sínum við frumvarpið. Tilefni þess að þetta er rifjað upp hér er að minna á þá ríku tilhneigingu stjórnmálaflokkanna á þingi að líta svo á að þeir og þeir einir séu vörslumenn stjórnarskrárinnar og hún komi vart öðrum við. Vegna þess að frumkvæðið að breytingum á stjórnarskránni er í höndum Alþingis er örðugt að sjá fyrir sér hvernig þjóðin geti náð til sín löghelguðu valdi sínu sem hinn óskoraði stjórnarskrárgjafi. Hlutverk stjórnarskrár er m.a. að kveða á um meðferð ríkisvalds og dreifingu þess og temprun. Hún setur valdhöfunum margvíslegar skorður við meðferð valdsins. Þeir sem fara með ríkisvald munu eðli málsins samkvæmt í lengstu lög leggjast gegn breytingum á stjórnarskránni, sem takmarka vald þeirra. Þetta viðhorf skýrir að verulegu leyti hin þinglegu afdrif tillagna stjórnlagaráðsins frá 2011. Þær tillögur horfðu mjög til aukinnar þátttöku og aukinna áhrifa almennings á þjóðmálin, þ.e. til aukins lýðræðis. Aukin afskipti almennings af þjóðmálum meðal annars með kröfum um þjóðaratkvæði hafa óhjákvæmilega í för með sér að hinir kjörnu fulltrúar verða að taka tillit til skoðana almennings, ekki aðeins í aðdraganda kosninga, heldur einnig samfellt á milli kosninga. Gangi meiri hluti þingsins gegn almannaviljanum á hann það á hættu að fram komi krafa um þjóðaratkvæði, sem kann að leiða til falls þeirrar ríkisstjórnar, sem þingmeirihlutinn styður. Eina færa leiðin til að ná þeim rétti til þjóðarinnar að setja sér sjálf stjórnarskrá er að meirihluti þingsins fallist á að gera breytingar á fyrirmælum Danakonungs frá 1874 um það hvernig breyta megi stjórnarskránni, þannig að framvegis verði valdið til þess hjá þjóðinni, sem ákveður aðferðina við að semja stjórnarskrá og fullgilda hana að undangengnu lýðræðislegu ferli með þátttöku almennings ekki ósvipuðu því sem stjórnlagráð tíðkaði við samningu tillagnanna frá 2011. Hafa verður í huga að Alþingi setur almenn lög, en í stjórnarskrá er að finna þau lög sem þjóðin setur og binda þingið, sem er vanhæft til að ákveða valdmörk sín og leikreglur. Fari svo að Alþingi beiti sér ekki fyrir þeirri breytingu á fyrirmælunum frá Danakonungi frá 1874 þá má segja að áhrifavald konungsins vari enn á Alþingi þrátt fyrir lýðveldisstofnunina og þingið sæki vald sitt til konungsins til að svipta fullvalda þjóðina valdi sínu til að setja sér stjórnarskrá. Þingið er þá enn undir hæl konungsins. Þjóðin þarf að finna leið til að losa þingið undan hæl hans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Óumdeilt er að frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur frumuppspretta ríkisvaldsins verið hjá þjóðinni. Þjóðin hefur rétt til að setja setja sér stjórnarskrá. Valdhafarnir sækja vald sitt til þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur þjóðinni ekki tekist að setja sér sína eigin stjórnarskrá, enda þótt valdið til þess hafi verið hjá henni í meira en 70 ár. Hér verður leitast við að svara því hvað því veldur. Lýðveldisstjórnarskráin frá 1944 er að meginstefnu til stjórnarskráin sem konungur afhenti þjóðinni árið 1874 eftir að hafa synjað staðfestingar á stjórnarskrártillögum Alþingis. Þetta er athyglivert í ljósi þess að meðallíftími stjórnarskráa á heimsvísu er aðeins 19 ár. Alþingi samþykkti árið 1942 að ekki skyldu gerðar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, „sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. Forseti kom í stað konungs, þó þannig að synjunarvald hans var takmarkaðra en konungs. Í stjórnarskránni 1874 er ákvæði um aðferð við breytingu á stjórnarskránni og felst hún í samþykki Alþingis, almennum þingkosningum og staðfestingu hins nýkjörna þings auk staðfestingar konungs. Ákvæðið er efnislega óbreytt í gildandi stjórnarskrá að því undanskildu að staðfestingar konungs er ekki krafist. Þjóðin býr því enn við þá einhliða ákvörðun konungs frá 1874, að afskipti þjóðarinnar af endurskoðun stjórnarskrárinnar skuli takmarkast við þátttöku í almennum þingkosningum, sem snúast ekki um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Árin 1994-1995 var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar endurskoðaður. Þá var því haldið leyndu hver eða hverjir hefðu samið tillögurnar en þær voru bornar fram af þeim stjórnmálaflokkum sem þá áttu fulltrúa á þingi. Hin fullvalda þjóð, sem Alþingi sækir vald sitt til og á rétt á að setja sér stjórnarskrá, fékk þrjár vikur til að koma að athugasemdum sínum við frumvarpið. Tilefni þess að þetta er rifjað upp hér er að minna á þá ríku tilhneigingu stjórnmálaflokkanna á þingi að líta svo á að þeir og þeir einir séu vörslumenn stjórnarskrárinnar og hún komi vart öðrum við. Vegna þess að frumkvæðið að breytingum á stjórnarskránni er í höndum Alþingis er örðugt að sjá fyrir sér hvernig þjóðin geti náð til sín löghelguðu valdi sínu sem hinn óskoraði stjórnarskrárgjafi. Hlutverk stjórnarskrár er m.a. að kveða á um meðferð ríkisvalds og dreifingu þess og temprun. Hún setur valdhöfunum margvíslegar skorður við meðferð valdsins. Þeir sem fara með ríkisvald munu eðli málsins samkvæmt í lengstu lög leggjast gegn breytingum á stjórnarskránni, sem takmarka vald þeirra. Þetta viðhorf skýrir að verulegu leyti hin þinglegu afdrif tillagna stjórnlagaráðsins frá 2011. Þær tillögur horfðu mjög til aukinnar þátttöku og aukinna áhrifa almennings á þjóðmálin, þ.e. til aukins lýðræðis. Aukin afskipti almennings af þjóðmálum meðal annars með kröfum um þjóðaratkvæði hafa óhjákvæmilega í för með sér að hinir kjörnu fulltrúar verða að taka tillit til skoðana almennings, ekki aðeins í aðdraganda kosninga, heldur einnig samfellt á milli kosninga. Gangi meiri hluti þingsins gegn almannaviljanum á hann það á hættu að fram komi krafa um þjóðaratkvæði, sem kann að leiða til falls þeirrar ríkisstjórnar, sem þingmeirihlutinn styður. Eina færa leiðin til að ná þeim rétti til þjóðarinnar að setja sér sjálf stjórnarskrá er að meirihluti þingsins fallist á að gera breytingar á fyrirmælum Danakonungs frá 1874 um það hvernig breyta megi stjórnarskránni, þannig að framvegis verði valdið til þess hjá þjóðinni, sem ákveður aðferðina við að semja stjórnarskrá og fullgilda hana að undangengnu lýðræðislegu ferli með þátttöku almennings ekki ósvipuðu því sem stjórnlagráð tíðkaði við samningu tillagnanna frá 2011. Hafa verður í huga að Alþingi setur almenn lög, en í stjórnarskrá er að finna þau lög sem þjóðin setur og binda þingið, sem er vanhæft til að ákveða valdmörk sín og leikreglur. Fari svo að Alþingi beiti sér ekki fyrir þeirri breytingu á fyrirmælunum frá Danakonungi frá 1874 þá má segja að áhrifavald konungsins vari enn á Alþingi þrátt fyrir lýðveldisstofnunina og þingið sæki vald sitt til konungsins til að svipta fullvalda þjóðina valdi sínu til að setja sér stjórnarskrá. Þingið er þá enn undir hæl konungsins. Þjóðin þarf að finna leið til að losa þingið undan hæl hans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun