Félagar Merkel snúast gegn henni Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. júlí 2016 07:00 Horst Seehofer, forsætisráðherra Bæjaralands, og Joachim Herrmann, innanríkisráðherra Bæjaralands. Fréttablaðið/EPA Áhrifamiklir ráðamenn í þýska CSU-flokknum, systurflokki stjórnarflokks Angelu Merkel kanslara sem heitir CDU, hafa nú í fyrsta sinn lagst harðlega gegn innflytjendastefnu kanslarans. Horst Seehofer, leiðtogi CSU, og Joachim Herrmann, sem er innanríkisráðherra í Bæjaralandi, segja gróf ofbeldisverk nokkurra innflytjenda undanfarnar vikur þýða að nú verði að endurmeta stefnuna. Seehofer segir að árásir síðustu dagana sýni að hryðjuverk séu farin að taka á sig alveg nýjar myndir. Yfirvöld í Bæjaralandi verði nú að grípa til mjög ákveðinna öryggisráðstafana. „Allir okkar spádómar hafa reynst réttir,“ er haft eftir honum á fréttavef vikuritsins Der Spiegel. „Þess vegna tek ég ekki mark á efasemdaröddum.“ Og Herrmann segir að stefna hinna opnu landamæra megi ekki vera ráðandi, og vísaði þar með á bug þeirri stefnu sem Merkel boðaði þegar flóttafólk tók að koma í stórum stíl frá Sýrlandi yfir til Evrópu. Hún sagði alla velkomna sem í nauðum væru staddir, en hefur sætt gagnrýni af hálfu þeirra sem óttast að í röðum flóttafólks sé að finna hættulega ofbeldismenn. Herrmann krefst þess nú að auðveldara verði að vísa flóttafólki úr landi, hafi þeir gerst brotlegir við lög: „Það má heldur ekki vera bannað að tala um að vísa fólki aftur þangað sem ástandið er erfitt.“ Merkel hefur til þessa ekki mætt harðri mótstöðu innan systurflokkanna CSU og CDU. Og það eru ekki bara raddir innan CSU sem nú snúast gegn Merkel, heldur vildi Frank Henkel, innanríkisráðherra Berlínarborgar, greinilega kenna henni beint um ástandið: „Við höfum flutt inn gróft ofbeldisfólk.“ Fátt sameiginlegt með árásunumAðrir hafa þó viljað tala varlega og vara fólk við því að einfalda hlutina um of fyrir sér. „Vandamálin verða ekki leyst með því að kynda upp í æsingavélinni í hvert skipti sem eitthvað hræðilegt gerist,“ sagði Jan Korte, varaþingflokksformaður vinstriflokksins Die Linke. Fjórar árásir hafa verið gerðar í Þýskalandi á innan við viku, í Würzburg, München, Reutlingen og Ansbach, og samtals hafa þessar árásir kostað um tíu manns lífið og sent tugi manna á sjúkrahús, marga alvarlega særða og jafnvel í lífshættu. Ulrike Demmer, talskona þýsku ríkisstjórnarinnar, segir árásirnar ekkert tengdar innbyrðis. Ekki sé heldur að sjá að þær eigi mikið sameiginlegt. Þar að auki virðist ekki meiri líkur á því að hryðjuverkamenn komi úr röðum flóttafólks en úr röðum annarra íbúa landanna. „Fæstir þeirra hryðjuverkamanna sem hafa gert árásir í Evrópu undanfarna mánuði voru flóttamenn,“ sagði hún. Árásarmennirnir fjórir voru allir af erlendum uppruna og ungir að aldri. Tveir þeirra vildu tengja sig við Íslamska ríkið, einn var aðdáandi hins norska hryðjuverkamanns Anders Behring Breivik en einn virðist fyrst og fremst hafa ætlað að myrða vinkonu sína. Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Áhrifamiklir ráðamenn í þýska CSU-flokknum, systurflokki stjórnarflokks Angelu Merkel kanslara sem heitir CDU, hafa nú í fyrsta sinn lagst harðlega gegn innflytjendastefnu kanslarans. Horst Seehofer, leiðtogi CSU, og Joachim Herrmann, sem er innanríkisráðherra í Bæjaralandi, segja gróf ofbeldisverk nokkurra innflytjenda undanfarnar vikur þýða að nú verði að endurmeta stefnuna. Seehofer segir að árásir síðustu dagana sýni að hryðjuverk séu farin að taka á sig alveg nýjar myndir. Yfirvöld í Bæjaralandi verði nú að grípa til mjög ákveðinna öryggisráðstafana. „Allir okkar spádómar hafa reynst réttir,“ er haft eftir honum á fréttavef vikuritsins Der Spiegel. „Þess vegna tek ég ekki mark á efasemdaröddum.“ Og Herrmann segir að stefna hinna opnu landamæra megi ekki vera ráðandi, og vísaði þar með á bug þeirri stefnu sem Merkel boðaði þegar flóttafólk tók að koma í stórum stíl frá Sýrlandi yfir til Evrópu. Hún sagði alla velkomna sem í nauðum væru staddir, en hefur sætt gagnrýni af hálfu þeirra sem óttast að í röðum flóttafólks sé að finna hættulega ofbeldismenn. Herrmann krefst þess nú að auðveldara verði að vísa flóttafólki úr landi, hafi þeir gerst brotlegir við lög: „Það má heldur ekki vera bannað að tala um að vísa fólki aftur þangað sem ástandið er erfitt.“ Merkel hefur til þessa ekki mætt harðri mótstöðu innan systurflokkanna CSU og CDU. Og það eru ekki bara raddir innan CSU sem nú snúast gegn Merkel, heldur vildi Frank Henkel, innanríkisráðherra Berlínarborgar, greinilega kenna henni beint um ástandið: „Við höfum flutt inn gróft ofbeldisfólk.“ Fátt sameiginlegt með árásunumAðrir hafa þó viljað tala varlega og vara fólk við því að einfalda hlutina um of fyrir sér. „Vandamálin verða ekki leyst með því að kynda upp í æsingavélinni í hvert skipti sem eitthvað hræðilegt gerist,“ sagði Jan Korte, varaþingflokksformaður vinstriflokksins Die Linke. Fjórar árásir hafa verið gerðar í Þýskalandi á innan við viku, í Würzburg, München, Reutlingen og Ansbach, og samtals hafa þessar árásir kostað um tíu manns lífið og sent tugi manna á sjúkrahús, marga alvarlega særða og jafnvel í lífshættu. Ulrike Demmer, talskona þýsku ríkisstjórnarinnar, segir árásirnar ekkert tengdar innbyrðis. Ekki sé heldur að sjá að þær eigi mikið sameiginlegt. Þar að auki virðist ekki meiri líkur á því að hryðjuverkamenn komi úr röðum flóttafólks en úr röðum annarra íbúa landanna. „Fæstir þeirra hryðjuverkamanna sem hafa gert árásir í Evrópu undanfarna mánuði voru flóttamenn,“ sagði hún. Árásarmennirnir fjórir voru allir af erlendum uppruna og ungir að aldri. Tveir þeirra vildu tengja sig við Íslamska ríkið, einn var aðdáandi hins norska hryðjuverkamanns Anders Behring Breivik en einn virðist fyrst og fremst hafa ætlað að myrða vinkonu sína.
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira