Virði stærstu banka lækkað um helming Sæunn Gísladóttir skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Ágústmánuður byrjaði illa fyrir evrópska banka. Gengi hlutabréfa í mörgum af stærstu bönkum Evrópu hríðféll í byrjun mánaðarins vegna ótta fjárfesta við áhrif neikvæðra stýrivaxta, sem og langvarandi kreppu í bankageiranum á Ítalíu. Í kjölfar niðurstöðu úr álagsprófi Samtaka evrópskra banka, sem margir bankar komu illa út úr, lækkaði gengi hlutabréfa allverulega. Evrópskir bankar hafa í raun átt erfitt uppdráttar allt árið. Markaðsvirði fjölda stærstu banka Evrópu hefur fallið um helming á einu ári, og útlit er fyrir áframhaldandi lækkanir samkvæmt spám greiningaraðila. Gengi hlutabréfa í Deutsche Bank, Barclays, Credit Suisse, og Allied Irish Banks hefur lækkað um helming og gengi bréfa í ítalska bankanum Monte dei Paschi di Siena hefur lækkað um 85 prósent. Evrópska bankavísitalan STOXX hefur lækkað um rúmlega þrjátíu prósent það sem af er ári. Í byrjun viku var greint frá því að Deutsche Bank og Credit Suisse verði á næsta mánudag teknir út úr STOXX Europe 50 vísitölunni vegna bágrar stöðu þeirra. Niðurstöður álagsprófsins sem birt var eftir lokun markaða á föstudag sýndi að margir bankar myndu ekki standast álag kreppu. Ítalskir bankar komu sérstaklega illa út úr prófinu. Fjárfestar brugðust illa við fréttunum og féll bankavísitalan STOXX um 2,8 prósent á mánudag og 4,9 prósent á þriðjudag, en vísitalan hefur ekki fallið jafn mikið á einum degi frá því að niðurstöður Brexit-atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi voru gerðar kunnar. Diane Pierret, fjármálaprófessor við viðskiptaháskólann í Lausanne, segir í samtali við CNN að bankarnir séu illa fjármagnaðir. „Þeir eru enn með slæmar eignir á efnahagsreikningi sínum, til að mynda slæm lán, og hættan á smitáhrifum milli banka er mjög mikil.“ Pierret og kollegar hennar áætla að 29 af 51 banka sem tók álagsprófið myndu falla á amerísku álagsprófi. Þau áætla að bankarnir þyrftu að safna 123 milljörðum evra í eignum til að lagfæra fjármál sín. The Financial Times greinir frá því að fjárfestar hafi misst trúna á að evrópskir bankar geti aukið hagnað sinn í ljósi neikvæðra stýrivaxta og annarra erfiðleika í evrópska hagkerfinu. „Þegar vextir eru svona lágir […] er mjög erfitt fyrir banka að ná nægum hagnaði til að byggja upp eignir og skila hluthöfum arðsemi,“ segir Hani Redha, eignastafnsstjóri hjá PineBridge Investments, í samtali við The Financial Times.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira
Ágústmánuður byrjaði illa fyrir evrópska banka. Gengi hlutabréfa í mörgum af stærstu bönkum Evrópu hríðféll í byrjun mánaðarins vegna ótta fjárfesta við áhrif neikvæðra stýrivaxta, sem og langvarandi kreppu í bankageiranum á Ítalíu. Í kjölfar niðurstöðu úr álagsprófi Samtaka evrópskra banka, sem margir bankar komu illa út úr, lækkaði gengi hlutabréfa allverulega. Evrópskir bankar hafa í raun átt erfitt uppdráttar allt árið. Markaðsvirði fjölda stærstu banka Evrópu hefur fallið um helming á einu ári, og útlit er fyrir áframhaldandi lækkanir samkvæmt spám greiningaraðila. Gengi hlutabréfa í Deutsche Bank, Barclays, Credit Suisse, og Allied Irish Banks hefur lækkað um helming og gengi bréfa í ítalska bankanum Monte dei Paschi di Siena hefur lækkað um 85 prósent. Evrópska bankavísitalan STOXX hefur lækkað um rúmlega þrjátíu prósent það sem af er ári. Í byrjun viku var greint frá því að Deutsche Bank og Credit Suisse verði á næsta mánudag teknir út úr STOXX Europe 50 vísitölunni vegna bágrar stöðu þeirra. Niðurstöður álagsprófsins sem birt var eftir lokun markaða á föstudag sýndi að margir bankar myndu ekki standast álag kreppu. Ítalskir bankar komu sérstaklega illa út úr prófinu. Fjárfestar brugðust illa við fréttunum og féll bankavísitalan STOXX um 2,8 prósent á mánudag og 4,9 prósent á þriðjudag, en vísitalan hefur ekki fallið jafn mikið á einum degi frá því að niðurstöður Brexit-atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi voru gerðar kunnar. Diane Pierret, fjármálaprófessor við viðskiptaháskólann í Lausanne, segir í samtali við CNN að bankarnir séu illa fjármagnaðir. „Þeir eru enn með slæmar eignir á efnahagsreikningi sínum, til að mynda slæm lán, og hættan á smitáhrifum milli banka er mjög mikil.“ Pierret og kollegar hennar áætla að 29 af 51 banka sem tók álagsprófið myndu falla á amerísku álagsprófi. Þau áætla að bankarnir þyrftu að safna 123 milljörðum evra í eignum til að lagfæra fjármál sín. The Financial Times greinir frá því að fjárfestar hafi misst trúna á að evrópskir bankar geti aukið hagnað sinn í ljósi neikvæðra stýrivaxta og annarra erfiðleika í evrópska hagkerfinu. „Þegar vextir eru svona lágir […] er mjög erfitt fyrir banka að ná nægum hagnaði til að byggja upp eignir og skila hluthöfum arðsemi,“ segir Hani Redha, eignastafnsstjóri hjá PineBridge Investments, í samtali við The Financial Times.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira