Fangar á Kvíabryggju hlaupa maraþon á laugardaginn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Æfingar eru í fullum gangi, Mynd/Afstaða Fangar í fangelsinu á Kvíabryggju munu hlaupa maraþon á Menningarnótt á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram. Fangarnir munu hlaupa 42,2 kílómetra í boðhlaupi. Um tíu fangar taka þátt en 23 fangar eru á Kvíabryggju. Markmið fanganna er að safna peningum til styrktar Afstöðu, félagi fanga. Afstaða er fræðslu- og hagsmunafélag fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál. Markmið félagsins er að stuðla að betrun í afplánun og upplýsa fanga, aðstandendur, almenning og stjórnvöld um framgang í forvarnarstarfi og nýjungar í betrunarmálum. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og fangi á Kvíabryggju, segir fangana spennta fyrir komandi áskorun. Þeir hafi margir hverjir æft stíft um nokkurn tíma. „Það verður mismunandi hvað hver fangi mun hlaupa mikið því þeir eru auðvitað í misjöfnu formi,“ segir hann.Fangar hafa æft stíft fyrir maraþonið á Menningarnótt.Hann segir góða aðstöðu fyrir fanga á Kvíabryggju til að hreyfa sig úti. Það sama gildi um fangelsið að Sogni. „Ýmsu er hins vegar mjög ábótavant í lokuðu fangelsunum og við myndum vilja sjá breytingar á því,“ segir Guðmundur og á við Litla-Hraun og fangelsið á Akureyri. „Það er ekki bara aðstaðan sem er slæm heldur er útivistartíminn einnig stuttur og því erfitt að nýta hann í hreyfingu.“ Guðmundur segir að Afstaða vilji að hreyfing og líkamsrækt fanga verði sett á hærra plan og notuð sem tæki í betrun. „Það hefur auðvitað áhrif og kemur mönnum í betra andlegt og líkamlegt form.“ Afstaða reiðir sig eingöngu á frjáls framlög og fara allir fjármunir til daglegs reksturs félagsins. Félagið fær engin fjárframlög frá Fangelsismálastofnun eða ríkinu. „Við ákváðum að slá til. Allar upplýsingar um styrktarreikninginn eru á Facebook-síðu Afstöðu og er þar hægt að heita á okkur. Öll framlög eru hjartanlega vel þegin.“ Fangaverðir á Kvíabryggju munu keyra á eftir föngunum í maraþoninu. „Við hlaupum bara innan svæðisins og förum ekki upp á þjóðveginn. Við þurfum því að fara nokkra hringi en hver hringur er ellefu kílómetrar. Ég held að það sé gríðarleg spenna hjá fangavörðunum að fá að keyra á eftir okkur þarna,“ segir Guðmundur og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Grundarfjörður Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist yfir fimm að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Fangar í fangelsinu á Kvíabryggju munu hlaupa maraþon á Menningarnótt á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram. Fangarnir munu hlaupa 42,2 kílómetra í boðhlaupi. Um tíu fangar taka þátt en 23 fangar eru á Kvíabryggju. Markmið fanganna er að safna peningum til styrktar Afstöðu, félagi fanga. Afstaða er fræðslu- og hagsmunafélag fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál. Markmið félagsins er að stuðla að betrun í afplánun og upplýsa fanga, aðstandendur, almenning og stjórnvöld um framgang í forvarnarstarfi og nýjungar í betrunarmálum. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og fangi á Kvíabryggju, segir fangana spennta fyrir komandi áskorun. Þeir hafi margir hverjir æft stíft um nokkurn tíma. „Það verður mismunandi hvað hver fangi mun hlaupa mikið því þeir eru auðvitað í misjöfnu formi,“ segir hann.Fangar hafa æft stíft fyrir maraþonið á Menningarnótt.Hann segir góða aðstöðu fyrir fanga á Kvíabryggju til að hreyfa sig úti. Það sama gildi um fangelsið að Sogni. „Ýmsu er hins vegar mjög ábótavant í lokuðu fangelsunum og við myndum vilja sjá breytingar á því,“ segir Guðmundur og á við Litla-Hraun og fangelsið á Akureyri. „Það er ekki bara aðstaðan sem er slæm heldur er útivistartíminn einnig stuttur og því erfitt að nýta hann í hreyfingu.“ Guðmundur segir að Afstaða vilji að hreyfing og líkamsrækt fanga verði sett á hærra plan og notuð sem tæki í betrun. „Það hefur auðvitað áhrif og kemur mönnum í betra andlegt og líkamlegt form.“ Afstaða reiðir sig eingöngu á frjáls framlög og fara allir fjármunir til daglegs reksturs félagsins. Félagið fær engin fjárframlög frá Fangelsismálastofnun eða ríkinu. „Við ákváðum að slá til. Allar upplýsingar um styrktarreikninginn eru á Facebook-síðu Afstöðu og er þar hægt að heita á okkur. Öll framlög eru hjartanlega vel þegin.“ Fangaverðir á Kvíabryggju munu keyra á eftir föngunum í maraþoninu. „Við hlaupum bara innan svæðisins og förum ekki upp á þjóðveginn. Við þurfum því að fara nokkra hringi en hver hringur er ellefu kílómetrar. Ég held að það sé gríðarleg spenna hjá fangavörðunum að fá að keyra á eftir okkur þarna,“ segir Guðmundur og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Grundarfjörður Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist yfir fimm að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira