Adele segist hafa sagt nei takk við Super Bowl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2016 09:58 Adele er einn vinsælasti tónlistarmaður í heimi um þessar mundir. Vísir/Getty Söngkonan Adele segist hafa hafnað boði um að koma fram í hálfleik á Super Bowl, Ofurskálinni, á næsta ári. Adele deildi þessum upplýsingum með tónleikagestum í LA á dögunum. Enginn viðburður vestanhafs fær meira áhorf í sjónvarpi árlega en auk leiksins, sem er úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum, vekur sýningin í hálfleik mikla athygli sem og auglýsingarnar á meðan á leik stendur. „Í fyrsta lagi, þá ætla ég ekki að syngja á Super Bowl,“ sagði Adele á sviðinu. „Sú sýning snýst ekki um tónlist. Það er ekki eins og ég geti dansað og svoleiðis. Það var fallegt af þeim að spyrja mig en ég sagði nei.“ NFL og Pepsi, einn af styrktaraðilum viðburðarins, þvertaka fyrir að Adele hafi verið boðið að syngja. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim kemur fram að bæði NFL og Pepsi séu miklir aðdáendur Adele. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum hálfleikssýninguna.Adele tekur lagið When we were young að neðan.„Við höfum þó hvorki gert Adele né neinum öðrum formlegt boð um að spila enn sem komið er,“ segir í yfirlýsingunni. Áherslan sé á að setja saman frábæra sýningu í hálfleik en leikurinn fer fram í Houston, Texas. Adele nýtti tækifærið með áhorfendum og slökkti í orðrómi þess efnis að hún væri ólétt, og ætlaði að tilkynna fólki það í hálfleik á Super Bowl. Meðal þeirra sem troðið hafa upp á Super Bowl undanfarin ár eru Madonna, The Rolling Stones og Prince heitinn. Í fyrra sáu Beyonce, Chris Martin og Bruno Mars um að skemmta fólki um heim allan. Sýninguna í heild má sjá hér að neðan.Nánar um málið á vef BBC. NFL Tónlist Tengdar fréttir Korti Adele hafnað í H&M Adele er talin vera níunda hæst launaða manneskjan í afþreyingabransanum í dag, en hún þénaði 80 milljónir Bandaríkjadollara á síðasta ári eða því sem samsvarar um tíu milljarðar íslenskra króna. 5. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Söngkonan Adele segist hafa hafnað boði um að koma fram í hálfleik á Super Bowl, Ofurskálinni, á næsta ári. Adele deildi þessum upplýsingum með tónleikagestum í LA á dögunum. Enginn viðburður vestanhafs fær meira áhorf í sjónvarpi árlega en auk leiksins, sem er úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum, vekur sýningin í hálfleik mikla athygli sem og auglýsingarnar á meðan á leik stendur. „Í fyrsta lagi, þá ætla ég ekki að syngja á Super Bowl,“ sagði Adele á sviðinu. „Sú sýning snýst ekki um tónlist. Það er ekki eins og ég geti dansað og svoleiðis. Það var fallegt af þeim að spyrja mig en ég sagði nei.“ NFL og Pepsi, einn af styrktaraðilum viðburðarins, þvertaka fyrir að Adele hafi verið boðið að syngja. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim kemur fram að bæði NFL og Pepsi séu miklir aðdáendur Adele. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum hálfleikssýninguna.Adele tekur lagið When we were young að neðan.„Við höfum þó hvorki gert Adele né neinum öðrum formlegt boð um að spila enn sem komið er,“ segir í yfirlýsingunni. Áherslan sé á að setja saman frábæra sýningu í hálfleik en leikurinn fer fram í Houston, Texas. Adele nýtti tækifærið með áhorfendum og slökkti í orðrómi þess efnis að hún væri ólétt, og ætlaði að tilkynna fólki það í hálfleik á Super Bowl. Meðal þeirra sem troðið hafa upp á Super Bowl undanfarin ár eru Madonna, The Rolling Stones og Prince heitinn. Í fyrra sáu Beyonce, Chris Martin og Bruno Mars um að skemmta fólki um heim allan. Sýninguna í heild má sjá hér að neðan.Nánar um málið á vef BBC.
NFL Tónlist Tengdar fréttir Korti Adele hafnað í H&M Adele er talin vera níunda hæst launaða manneskjan í afþreyingabransanum í dag, en hún þénaði 80 milljónir Bandaríkjadollara á síðasta ári eða því sem samsvarar um tíu milljarðar íslenskra króna. 5. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Korti Adele hafnað í H&M Adele er talin vera níunda hæst launaða manneskjan í afþreyingabransanum í dag, en hún þénaði 80 milljónir Bandaríkjadollara á síðasta ári eða því sem samsvarar um tíu milljarðar íslenskra króna. 5. ágúst 2016 12:30