Byggjum upp saman Katrín Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Þing kemur saman að loknu sumarleyfi í dag. Staðfest hefur verið að margboðaðar haustkosningar verða haldnar 29. október næstkomandi og þá fær þjóðin tækifæri til að velja á ný þingmenn til verka. Þinghaldið fram undan mun að einhverju leyti mótast af þeim málum sem þær kosningar munu snúast um. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks forgangsraðaði frá fyrsta degi því að draga úr álögum á best stæðu hópa samfélagsins. Lækkun veiðigjalda á stórútgerðina var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar og haldið hefur verið áfram á sömu braut, ákveðið var að framlengja ekki auðlegðarskatt og orkuskatt en um leið var virðisaukaskattur á mat og menningu hækkaður. Barnabætur og vaxtabætur hafa verið skertar, tillögur stjórnarandstöðunnar um að eldri borgarar og öryrkjar fengju kjarabætur við fjárlagagerð síðasta árs voru felldar. Þrengt hefur verið að aðgangi fullorðins fólks að menntakerfinu. Í ríkisfjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar er ekki gert ráð fyrir neinni raunverulegri uppbyggingu í framhaldsskólum og háskólum. Sama má segja um ýmsa innviði sem ekki hefur verið hlúð að sem skyldi en eru bráðnauðsynlegir bæði í samfélagslegu og efnahagslegu tilliti. Aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er veruleiki eftir útboð á þremur nýjum heilsugæslustöðvum. Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins tala fyrir einkarekstri vega og flugvalla. Um allan heim er almenningur að andmæla stefnu á borð við þá sem núverandi ríkisstjórn rekur því að hún ýtir undir auðsöfnun fárra á kostnað hinna mörgu. Hún ýtir undir það að gæði í almannaeigu færist á hendur fárra, hvort sem um er að ræða fiskinn í sjónum, heilbrigðisþjónustu eða vegakerfi. Hún ýtir undir aukinn ójöfnuð á tímum þar sem við eigum einmitt að vera að byggja upp fyrir heildina eftir kreppuna 2008. Kosningarnar fram undan munu snúast um þessa valkosti. Samfélög þar sem rekin eru öflug velferðarkerfi, þar sem hlúð er að viðkvæmustu hópum samfélagsins, þar sem stjórnvöld sinna því hlutverki sínu að beita skattkerfinu til að jafna tekjur fólks og þar sem almenningur tekur raunverulegan þátt í ákvarðanatöku eru þau samfélög sem vegnar best. Þannig samfélag viljum við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði taka þátt í að byggja saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Þing kemur saman að loknu sumarleyfi í dag. Staðfest hefur verið að margboðaðar haustkosningar verða haldnar 29. október næstkomandi og þá fær þjóðin tækifæri til að velja á ný þingmenn til verka. Þinghaldið fram undan mun að einhverju leyti mótast af þeim málum sem þær kosningar munu snúast um. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks forgangsraðaði frá fyrsta degi því að draga úr álögum á best stæðu hópa samfélagsins. Lækkun veiðigjalda á stórútgerðina var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar og haldið hefur verið áfram á sömu braut, ákveðið var að framlengja ekki auðlegðarskatt og orkuskatt en um leið var virðisaukaskattur á mat og menningu hækkaður. Barnabætur og vaxtabætur hafa verið skertar, tillögur stjórnarandstöðunnar um að eldri borgarar og öryrkjar fengju kjarabætur við fjárlagagerð síðasta árs voru felldar. Þrengt hefur verið að aðgangi fullorðins fólks að menntakerfinu. Í ríkisfjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar er ekki gert ráð fyrir neinni raunverulegri uppbyggingu í framhaldsskólum og háskólum. Sama má segja um ýmsa innviði sem ekki hefur verið hlúð að sem skyldi en eru bráðnauðsynlegir bæði í samfélagslegu og efnahagslegu tilliti. Aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er veruleiki eftir útboð á þremur nýjum heilsugæslustöðvum. Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins tala fyrir einkarekstri vega og flugvalla. Um allan heim er almenningur að andmæla stefnu á borð við þá sem núverandi ríkisstjórn rekur því að hún ýtir undir auðsöfnun fárra á kostnað hinna mörgu. Hún ýtir undir það að gæði í almannaeigu færist á hendur fárra, hvort sem um er að ræða fiskinn í sjónum, heilbrigðisþjónustu eða vegakerfi. Hún ýtir undir aukinn ójöfnuð á tímum þar sem við eigum einmitt að vera að byggja upp fyrir heildina eftir kreppuna 2008. Kosningarnar fram undan munu snúast um þessa valkosti. Samfélög þar sem rekin eru öflug velferðarkerfi, þar sem hlúð er að viðkvæmustu hópum samfélagsins, þar sem stjórnvöld sinna því hlutverki sínu að beita skattkerfinu til að jafna tekjur fólks og þar sem almenningur tekur raunverulegan þátt í ákvarðanatöku eru þau samfélög sem vegnar best. Þannig samfélag viljum við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði taka þátt í að byggja saman.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun