Eitt samfélag fyrir alla Logi Einarsson skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Íslendingar hafa löngum þótt höfðingjadjarfir. Smiður hikar ekki við að ávarpa og jafnvel takast á við forsetann, hittist þeir í heita pottinum. Börn efnameiri foreldra sækja skóla og frístundastarf með þeim efnaminni. Samfélag okkar hefur þróast síðustu áratugi frá stéttskiptingu, þar sem alþýðan mátti sín lítils, til opnara og réttlátara samfélags. Um þann árangur ættum við að standa vörð. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa ríkisstjórn og stjórnarþingmenn lagt fram frumvörp og tjáð sig með þeim hætti að augljóst er að taka verður til öflugra varna fyrir velferðarkerfið. Jafnt aðgengi allra að menntun er t.d. eitt af grundvallaratriðum réttláts samfélags. Fjöldatakmarkanir nemenda, 25 ára og eldri, í bóknám framhaldsskóla hafa leitt til þess að sá hópur hefur nær horfið úr opinberu framhaldsskólunum. Ungt fólk sem hefur flosnað upp úr skóla vegna erfiðra aðstæðna, en hyggst taka upp þráðinn og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, kemur að lokuðum dyrum. Þetta bitnar ekki síst á landsbyggðinni. Vanfjármagnaðir framhaldsskólar hafa ekki önnur úrræði en að neita þessu fólki um skólavist. Nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna hefur kannski yfir sér fjarskafrítt yfirbragð en varla meira en það. Samkvæmt því fá námsmenn 65.000,- króna styrk á mánuði, en vextir þess hlutar sem taka þarf að láni til framfærslu hækka úr 1% í 3% og tekjutenging afborgana afnumin. Þeir sem hafa aðstöðu til að búa frítt í heimahúsum geta einhverjir látið sér nægja 65.000,- krónur á mánuði en aðrir þurfa að taka lán, sem greidd verða til baka með þyngri greiðslubyrði en áður. Þetta kemur harðast niður á námsmönnum með börn, sem þurfa viðbótarlán. Verði frumvarpið samþykkt þyngist róðurinn hjá stórum hópi að námi loknu. Það er nauðsynlegt að endurskoða námslánakerfið en þar á félagslegt réttlæti að vera leiðarstefið. Því er gjarnan haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokkanna en í raun er grundvallarmunur á gildum þeirra. Sumir þeirra vilja stéttskipt samfélag en Samfylkingin vill eitt samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa löngum þótt höfðingjadjarfir. Smiður hikar ekki við að ávarpa og jafnvel takast á við forsetann, hittist þeir í heita pottinum. Börn efnameiri foreldra sækja skóla og frístundastarf með þeim efnaminni. Samfélag okkar hefur þróast síðustu áratugi frá stéttskiptingu, þar sem alþýðan mátti sín lítils, til opnara og réttlátara samfélags. Um þann árangur ættum við að standa vörð. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa ríkisstjórn og stjórnarþingmenn lagt fram frumvörp og tjáð sig með þeim hætti að augljóst er að taka verður til öflugra varna fyrir velferðarkerfið. Jafnt aðgengi allra að menntun er t.d. eitt af grundvallaratriðum réttláts samfélags. Fjöldatakmarkanir nemenda, 25 ára og eldri, í bóknám framhaldsskóla hafa leitt til þess að sá hópur hefur nær horfið úr opinberu framhaldsskólunum. Ungt fólk sem hefur flosnað upp úr skóla vegna erfiðra aðstæðna, en hyggst taka upp þráðinn og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, kemur að lokuðum dyrum. Þetta bitnar ekki síst á landsbyggðinni. Vanfjármagnaðir framhaldsskólar hafa ekki önnur úrræði en að neita þessu fólki um skólavist. Nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna hefur kannski yfir sér fjarskafrítt yfirbragð en varla meira en það. Samkvæmt því fá námsmenn 65.000,- króna styrk á mánuði, en vextir þess hlutar sem taka þarf að láni til framfærslu hækka úr 1% í 3% og tekjutenging afborgana afnumin. Þeir sem hafa aðstöðu til að búa frítt í heimahúsum geta einhverjir látið sér nægja 65.000,- krónur á mánuði en aðrir þurfa að taka lán, sem greidd verða til baka með þyngri greiðslubyrði en áður. Þetta kemur harðast niður á námsmönnum með börn, sem þurfa viðbótarlán. Verði frumvarpið samþykkt þyngist róðurinn hjá stórum hópi að námi loknu. Það er nauðsynlegt að endurskoða námslánakerfið en þar á félagslegt réttlæti að vera leiðarstefið. Því er gjarnan haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokkanna en í raun er grundvallarmunur á gildum þeirra. Sumir þeirra vilja stéttskipt samfélag en Samfylkingin vill eitt samfélag fyrir alla.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun