
Kjöt og skordýr
Hlýnun jarðar er eitt stærsta verkefnið sem þjóðir heims þurfa að takast á við. Áhrif hlýnunar jarðar eru nú þegar augljós. Þurrkar, flóð, vatnsskortur og önnur ofsafengin veðurfyrirbæri. Sumarið á Íslandi er búið að vera óvenju hlýtt, við fögnum því auðvitað, en höfum samt í huga að þetta er ekki eðlilegt og ástæðan að öllum líkindum hlýnun loftslags á heimsvísu.
En þetta er kannski ástæðan fyrir því að á Íslandi er ekki talað mikið um hlýnun jarðar. Við tökum ekki eftir henni í okkar daglega lífi og fögnum auðvitað þegar veðrið er gott.
Þetta skeytingarleysi birtist mjög greinilega í hegðun fyrirsvarsmanna landsins. Mér er minnisstætt þegar Sigmundur Davíð talaði um að hlýnun jarðar fæli í sér spennandi sóknarfæri fyrir Íslendinga. Í búvörusamningnum er talað um að auka kjötframleiðslu og fara að flytja inn fósturvísa til þess að hefja nautgriparæktun hér á landi. Það er í hæsta máta undarlegt, enda er gríðarlega auðlindafrekt að rækta nautakjöt. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur auk þess mælt með því að íbúar jarðarinnar líti í auknum mæli til skordýra til þess að uppfylla prótínþörf sína.
Ég myndi vilja sjá Ísland fremst meðal þjóða í að tryggja sjálfbært fæðuöryggi. Við eigum að styðja við fólk sem vill koma með nýstárlegar hugmyndir varðandi fæðu á markað. Eitt slíkt fyrirtæki er Jungle Bar sem hefur framleitt próteinstykki úr krybbuhveiti. Stykkin eru ófáanleg á Íslandi því að ráðherra ákvað að innleiða Evrópureglugerð frá 1997 í október 2015. Með reglugerðinni var ómögulegt fyrir fyrirtækið að selja stykkin hér á landi. Þau njóta þó mikilla vinsælda, til dæmis í Bandaríkjunum. Í stað þess að sjá sóknarfæri í nýsköpun á matvælamarkaði, var frábær hugmynd barin niður af stjórnvöldum.
Einnig eigum við hér á landi fullt af jarðvarma sem væri hægt að nýta í ýmiss konar ræktun. Þó að ég sé hlynnt því að flytja inn matvöru, með það fyrir augum að auka vöruúrval fyrir neytendur, þá skilur sá flutningur eftir sig gríðarlega stór vistspor sem ýta undir hlýnun jarðar. Við þurfum að fara að skoða stöðu Íslands í heildarsamhenginu og taka upplýstar ákvarðanir um hver næstu skref okkar eiga að vera í að tryggja fæðuöryggi og sporna við hlýnun jarðar.
Skoðun

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar