Bara á Íslandi Logi Bergmann Eiðsson skrifar 20. ágúst 2016 10:00 Eitt merkilegasta samtal sem ég hef átt var við vinnufélaga minn. Hann gekk upp að mér, algjörlega upp úr þurru, og spurði: Heldur þú að það sé alltaf fínt heima hjá öðru fólki? Já. Heldur þú að það sé alltaf nóg pláss í skápunum hjá því? Já! Heldur þú að þar sé alltaf allt í röð og reglu? Já! Svo gekk hann bara í burtu. Það tók mig smástund að átta mig á þessu en svo fannst mér eins og ég hefði náð einhverri visku. Leyndarmáli sem aðeins örfáir hefðu heyrt um. Hvað ef það er ekki alltaf fínt hjá öðru fólki? Hvað ef það er ekki bara alltaf drasl heima hjá mér? Það er nefnilega þannig að við sjáum aldrei drasl. Hefur einhver flett upp í tímariti þar sem fólk var að sýna íbúð sem ekki leit út eins og þar hefði aldrei barn stigið inn fæti? Hefur einhver einhvern tímann auglýst íbúð með myndum þar sem manni finnst ekki eins og rétt í þessu hafi einhver klárað að laga til?* Hefur Sindri Sindrason einhvern tímann troðið sér inn í hús þar sem hver hlutur er ekki á nákvæmlega sínum stað? Nei. Meira að segja í útlöndum er þetta svona. Af hverju haldið þið að ef þið viljið láta börnin ykkar leika við dönsku vini sína þá sé tilkynnt að það gangi í viku 34? Við teljum alltaf að það sé merki um hve aðrar þjóðir séu rosalega skipulagðar í daglega lífinu. Nei. Þetta eru bara ósköp venjuleg plebbaleg viðbrögð við að einhver sjái allt draslið.Á góðan staðSko, ég er ekki að tala um að það eigi allt að vera á haus en það er algjör óþarfi að vera alltaf á taugum þó að hlutir séu ekki allir á nákvæmlega réttum stað. Raunar er það þannig að þegar ég set eitthvað á góðan stað þá er það nánast trygging fyrir því að ég finni það aldrei aftur. En við erum viðkvæm fyrir því sem fólki finnst. Um daginn var ég, sem svo oft áður, að leita að dóttur minni, sem á það til að týnast. Kallaði inn um opnar dyr hjá nágranna okkar og vissulega var hún þar. Nema. Ástkær eiginkona mín fékk svo skilaboð frá móðurinni um að vonandi hefði mér ekki ofboðið draslið. Ha? Hvaða drasl? Ég sá ekkert.Hvergi nema hérÞetta tengist nefnilega því sem er einhvers konar óöryggi í okkur. Við höldum alltaf að allt sé betra annarstaðar. Hversu oft heyrum við ekki að eitthvað geti nú hvergi gerst nema á Íslandi? Þeir sem kvarta til dæmis mest yfir túristabúðum í miðbæ Reykjavíkur virðast hreinlega ekki hafa komið í miðbæinn í flestum borgum Evrópu. Þeir sem hneykslast á skorti á almenningssalernum virðast aldrei hafa komið til Parísar, þar sem hlandlyktin liggur yfir borginni. Þeir sem kvarta yfir gatnakerfinu hafa klárlega aldrei reynt að berjast við ítalska eða gríska umferð. Ef við erum ósátt við eitthvað þá höldum við svo oft að þetta sé eitthvað séríslenskt. Stundum virðumst við vera þjökuð af blöndu af minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði. Það sem gerist hér er yfirleitt það besta eða versta í heimi. En kannski er þetta ekki svo einfalt. Er möguleiki að það sem við býsnumst/montum okkur yfir sé bara eðlilegur hluti af daglegu lífi fólks í venjulegu og óspennandi þjóðfélagi? Og það sem meira er: Í útlöndum er líka stundum rok og rigning, glataðir pólitíkusar, misskipting, svifryk, launamunur, karlremba, Dunkin Donuts, rasismi, of fáar löggur, skrifræði, frek börn og nánast allt sem er hér. Nema verðtrygging. En það er önnur saga?… *Það hefur reyndar einu sinni gerst að auglýst var íbúð sem var ekki alveg búið að taka til í. Það endaði sem frétt í flestum vefmiðlum. FASTEIGNAAUGLÝSING ÁRSINS: GLEYMDI AÐ TAKA TIL – MYNDIR! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Eitt merkilegasta samtal sem ég hef átt var við vinnufélaga minn. Hann gekk upp að mér, algjörlega upp úr þurru, og spurði: Heldur þú að það sé alltaf fínt heima hjá öðru fólki? Já. Heldur þú að það sé alltaf nóg pláss í skápunum hjá því? Já! Heldur þú að þar sé alltaf allt í röð og reglu? Já! Svo gekk hann bara í burtu. Það tók mig smástund að átta mig á þessu en svo fannst mér eins og ég hefði náð einhverri visku. Leyndarmáli sem aðeins örfáir hefðu heyrt um. Hvað ef það er ekki alltaf fínt hjá öðru fólki? Hvað ef það er ekki bara alltaf drasl heima hjá mér? Það er nefnilega þannig að við sjáum aldrei drasl. Hefur einhver flett upp í tímariti þar sem fólk var að sýna íbúð sem ekki leit út eins og þar hefði aldrei barn stigið inn fæti? Hefur einhver einhvern tímann auglýst íbúð með myndum þar sem manni finnst ekki eins og rétt í þessu hafi einhver klárað að laga til?* Hefur Sindri Sindrason einhvern tímann troðið sér inn í hús þar sem hver hlutur er ekki á nákvæmlega sínum stað? Nei. Meira að segja í útlöndum er þetta svona. Af hverju haldið þið að ef þið viljið láta börnin ykkar leika við dönsku vini sína þá sé tilkynnt að það gangi í viku 34? Við teljum alltaf að það sé merki um hve aðrar þjóðir séu rosalega skipulagðar í daglega lífinu. Nei. Þetta eru bara ósköp venjuleg plebbaleg viðbrögð við að einhver sjái allt draslið.Á góðan staðSko, ég er ekki að tala um að það eigi allt að vera á haus en það er algjör óþarfi að vera alltaf á taugum þó að hlutir séu ekki allir á nákvæmlega réttum stað. Raunar er það þannig að þegar ég set eitthvað á góðan stað þá er það nánast trygging fyrir því að ég finni það aldrei aftur. En við erum viðkvæm fyrir því sem fólki finnst. Um daginn var ég, sem svo oft áður, að leita að dóttur minni, sem á það til að týnast. Kallaði inn um opnar dyr hjá nágranna okkar og vissulega var hún þar. Nema. Ástkær eiginkona mín fékk svo skilaboð frá móðurinni um að vonandi hefði mér ekki ofboðið draslið. Ha? Hvaða drasl? Ég sá ekkert.Hvergi nema hérÞetta tengist nefnilega því sem er einhvers konar óöryggi í okkur. Við höldum alltaf að allt sé betra annarstaðar. Hversu oft heyrum við ekki að eitthvað geti nú hvergi gerst nema á Íslandi? Þeir sem kvarta til dæmis mest yfir túristabúðum í miðbæ Reykjavíkur virðast hreinlega ekki hafa komið í miðbæinn í flestum borgum Evrópu. Þeir sem hneykslast á skorti á almenningssalernum virðast aldrei hafa komið til Parísar, þar sem hlandlyktin liggur yfir borginni. Þeir sem kvarta yfir gatnakerfinu hafa klárlega aldrei reynt að berjast við ítalska eða gríska umferð. Ef við erum ósátt við eitthvað þá höldum við svo oft að þetta sé eitthvað séríslenskt. Stundum virðumst við vera þjökuð af blöndu af minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði. Það sem gerist hér er yfirleitt það besta eða versta í heimi. En kannski er þetta ekki svo einfalt. Er möguleiki að það sem við býsnumst/montum okkur yfir sé bara eðlilegur hluti af daglegu lífi fólks í venjulegu og óspennandi þjóðfélagi? Og það sem meira er: Í útlöndum er líka stundum rok og rigning, glataðir pólitíkusar, misskipting, svifryk, launamunur, karlremba, Dunkin Donuts, rasismi, of fáar löggur, skrifræði, frek börn og nánast allt sem er hér. Nema verðtrygging. En það er önnur saga?… *Það hefur reyndar einu sinni gerst að auglýst var íbúð sem var ekki alveg búið að taka til í. Það endaði sem frétt í flestum vefmiðlum. FASTEIGNAAUGLÝSING ÁRSINS: GLEYMDI AÐ TAKA TIL – MYNDIR!
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun