Skytta Valsmanna nef- og kinnbeinsbrotin eftir fólskulega árás við b5 Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2016 13:00 b5 í Bankastræti er líklega vinsælasti skemmtistaður landsins hjá fólki á þrítugsaldri. Myndin er frá því í vetur. Vísir/KTD Ferðamaður frá Kanada hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fólskulega líkamsárás á handknattleiksmann úr Val við skemmtistaðinn b5 við Bankastræti 5 í Reykjavík um síðustu helgi. Hann þarf að greiða Valsmanninum rúma hálfa milljón króna í skaðabætur. Karlmaðurinn var handtekinn í miðbænum skömmu eftir árásina og í kjölfarið úrskurðaður í tveggja vikna farbann. Dómur var svo kveðinn upp í dag en hann játaði brot sín skýlaust. Hann var sakaður um að hafa slegið Króatann Josip Juric Grgic, sem fenginn var til Valsmanna sem rétthent skytta, hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að Grgic meðal annars nef- og kinnbeinsbrotnaði.Dóminn í heild sinni má lesa hér.Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals.vísir/pjeturFórnarlambið frá í nokkrar vikur Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari handboltaliðsins í Val, segir flest benda til þess að Grgic verði frá næstu vikurnar, en keppni í Olísdeild karla í handknattleik hófst í gærkvöldi. „Hann er mjög illa nefbrotinn þannig að hann verður eitthvað frá, en það er óvíst hversu lengi. Það er alltaf einhver tími, að minnsta kosti tvær vikur myndi ég halda, kannski lengur,“ segir Óskar í samtali við Vísi. Hann bætir við að um sé að ræða afar leiðinlegt atvik fyrir alla aðila. „Þetta er mikið áfall og alltaf leiðinlegt þegar svona gerist, bæði fyrir félagið og hann sjálfan. Þetta er slæmt mál, það verður bara að segjast eins og er:“ Grgic er 21 árs og skrifaði undir samning við Val þann 12. ágúst síðastliðinn. Hann er rétthent skytta sem spilaði í Dubai á síðasta tímabili. Óskar Bjarni segir að Valsmenn muni standa þétt við bak Grgic sem verður frá keppni næstu vikurnar.Mynd af heimasíðu ValsOrðaskipti milli þriggja leikmanna og árásarmannsins Aðspurður um tilefni árásarinnar segist Óskar eiga erfitt með að svara því. Hins vegar viti hann til þess að mennirnir tveir hafi átt í einhverjum stympingum fyrr um kvöldið. „Það voru tveir leikmenn frá okkur með honum þetta kvöld. Í sjálfu sér var enginn svakalegur aðdragandi að þessu, en eitthvað smotterí sem hafði staðið yfir í einhvern smá tíma. Einhver smávægileg rifrildi skilst mér,“ segir Óskar. Þá segir hann Valsmenn koma til með að styðja þétt við bakið á leikmanni sínum. „Þetta er ungur drengur og svona lagað getur gerst. Þetta er mjög óheppilegt, fyrir hann og okkur svona í upphafi móts, en við stöndum við bakið á stráknum. Það er bara þannig,“ segir Óskar Bjarni. Valsmenn sækja FH heim í fyrstu umferð Olísdeildarinnar á sunnudagskvöldið. Þeir binda töluverðar vonir við skyttuna sem var í silfurliði Króata á HM tuttugu ára landsliða. Að neðan má sjá samantekt með tilþrifum Grgic. Olís-deild karla Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Ferðamaður frá Kanada hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fólskulega líkamsárás á handknattleiksmann úr Val við skemmtistaðinn b5 við Bankastræti 5 í Reykjavík um síðustu helgi. Hann þarf að greiða Valsmanninum rúma hálfa milljón króna í skaðabætur. Karlmaðurinn var handtekinn í miðbænum skömmu eftir árásina og í kjölfarið úrskurðaður í tveggja vikna farbann. Dómur var svo kveðinn upp í dag en hann játaði brot sín skýlaust. Hann var sakaður um að hafa slegið Króatann Josip Juric Grgic, sem fenginn var til Valsmanna sem rétthent skytta, hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að Grgic meðal annars nef- og kinnbeinsbrotnaði.Dóminn í heild sinni má lesa hér.Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals.vísir/pjeturFórnarlambið frá í nokkrar vikur Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari handboltaliðsins í Val, segir flest benda til þess að Grgic verði frá næstu vikurnar, en keppni í Olísdeild karla í handknattleik hófst í gærkvöldi. „Hann er mjög illa nefbrotinn þannig að hann verður eitthvað frá, en það er óvíst hversu lengi. Það er alltaf einhver tími, að minnsta kosti tvær vikur myndi ég halda, kannski lengur,“ segir Óskar í samtali við Vísi. Hann bætir við að um sé að ræða afar leiðinlegt atvik fyrir alla aðila. „Þetta er mikið áfall og alltaf leiðinlegt þegar svona gerist, bæði fyrir félagið og hann sjálfan. Þetta er slæmt mál, það verður bara að segjast eins og er:“ Grgic er 21 árs og skrifaði undir samning við Val þann 12. ágúst síðastliðinn. Hann er rétthent skytta sem spilaði í Dubai á síðasta tímabili. Óskar Bjarni segir að Valsmenn muni standa þétt við bak Grgic sem verður frá keppni næstu vikurnar.Mynd af heimasíðu ValsOrðaskipti milli þriggja leikmanna og árásarmannsins Aðspurður um tilefni árásarinnar segist Óskar eiga erfitt með að svara því. Hins vegar viti hann til þess að mennirnir tveir hafi átt í einhverjum stympingum fyrr um kvöldið. „Það voru tveir leikmenn frá okkur með honum þetta kvöld. Í sjálfu sér var enginn svakalegur aðdragandi að þessu, en eitthvað smotterí sem hafði staðið yfir í einhvern smá tíma. Einhver smávægileg rifrildi skilst mér,“ segir Óskar. Þá segir hann Valsmenn koma til með að styðja þétt við bakið á leikmanni sínum. „Þetta er ungur drengur og svona lagað getur gerst. Þetta er mjög óheppilegt, fyrir hann og okkur svona í upphafi móts, en við stöndum við bakið á stráknum. Það er bara þannig,“ segir Óskar Bjarni. Valsmenn sækja FH heim í fyrstu umferð Olísdeildarinnar á sunnudagskvöldið. Þeir binda töluverðar vonir við skyttuna sem var í silfurliði Króata á HM tuttugu ára landsliða. Að neðan má sjá samantekt með tilþrifum Grgic.
Olís-deild karla Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira