Nýsköpun: Þar sem menntun og atvinnulíf mætast Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 7. september 2016 14:35 Ísland þarf að auka verðmætasköpun til útflutnings verulega svo hægt verði að standa undir þeim skuldbindingum sem felast í því að borga af lánum, tryggja lífsgæði og ekki síst byggja upp innviði. Ólíkt mörgum öðrum þjóðum eigum við ríkulegar auðlindir – á landi og sjó. Á meðan auðlindir okkar eru góður grunnur til að byggja á þá er ekki hægt að auka verðmætasköpun með því einu að ganga alltaf lengra í nýtingu þeirra. Ný verðmæti verða að byggja á hugviti. Nýsköpun er grunnurinn að samkeppnishæfni þjóða og þar með bættum lífskjörum. Nýsköpun verður bæði til með sköpun nýrra atvinnugreina, eins og tölvuleikjaiðnaðar, en líka með framþróun í undirstöðuatvinnugreinum á borð við sjávarútveg, landbúnað, orkuiðnað og ferðaþjónustu. Nýsköpun verður til þar sem menntun og atvinnulíf mætast - hjá nemendum sem fá tækifæri til að vinna verkefni með rótgrónum fyrirtækjum og sjá þar möguleika til að gera hluti með nýjum hætti. Nýsköpun verður ekki síður til hjá einstaklingum sem sjá möguleika á að skapa nýja þjónustu, vörur eða ný fyrirtæki, sem síðan þróast jafnvel út í nýjar atvinnugreinar sem skapa mikil verðmæti fyrir samfélagið. Þetta örvar hagvöxt og skapar fjölbreytt, skapandi og skemmtileg störf, og stundum meira að segja nýjar atvinnugreinar, sem verða að undirstöðuatvinnugreinum í samfélaginu – eins og sjá má á tækni- og upplýsingargeiranum á Íslandi. Samfélag nýsköpunar er samfélag sem ungt fólk kýs að búa í. Það þarf að efla byggðir landsins, en til þess þarf að byggja umhverfi þar sem fjölbreyttar atvinnugreinar geta náð fótfestu og fyrirtæki blómstrað óháð staðsetningu. Framtíðin er núna og við verðum að setja í forgang að styrkja fjármögnunarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi og gera þeim þannig kleift að komast almennilega á legg. Um leið verðum við að einfalda starfsumhverfi nýrra fyrirtækja og hvetja þannig fleiri til þess að láta reyna á hugmyndir sínar. Slíkar breytingar þurfa ekki og eiga ekki að taka fleiri ár. Mannauðurinn sem skapar ný tækifæri og ný fyrirtæki verður ekki til án öflugs menntakerfis. Börn eru fjöregg þjóðarinnar og okkur ber að gefa þeim tækifæri til að þroskast sem einstaklingar og þjóðfélagsþegnar. Undirstaða þess er góð menntun, frá leikskóla til háskóla. Það er því miður staðreynd að háskólar á Íslandi eru svo undirfjármagnaðir að fyrir hrun náðu þeir rétt um 56% af því fjárframlagi sem fylgdu meðalháskólanema á Norðurlöndum. Frá hruni hefur þetta framlag verið skorið enn frekar niður. Í kjölfar kreppunnar ráðlögðu finnskir og sænskir sérfræðingar, sem höfðu gengið í gegnum sambærilegar hremmingar, Íslendingum að standa vörð um framlög til menntunar. Þar var sérstaklega horft til háskólamenntunar, enda er menntaður mannauður grunnurinn að hagvexti. En við þurfum líka að skoða aðra hluta menntakerfisins. Fjársveltur framhaldsskóli mun til framtíðar ekki skila af sér útskrifuðum inn í háskóla og atvinnulíf með þá þekkingu og hæfni sem núverandi störf og störf til framtíðar þarfnast. Öflugt menntakerfi og nýsköpun sem byggir á hugviti haldast í hendur. Við þurfum meiri fjárfestingu í menntakerfinu – frá leikskólum og uppúr. Þannig byggjum við upp atvinnugreinar sem grundvallast á hugviti, og með því fjölbreytt, skapandi og sjálfbært atvinnulíf til framtíðar – samkeppnishæft samfélag sem nýjar kynslóðir vilja taka þátt í að byggja upp. Undir grein: Höfundur býður sig fram í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem fer fram dagana 8.-10. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland þarf að auka verðmætasköpun til útflutnings verulega svo hægt verði að standa undir þeim skuldbindingum sem felast í því að borga af lánum, tryggja lífsgæði og ekki síst byggja upp innviði. Ólíkt mörgum öðrum þjóðum eigum við ríkulegar auðlindir – á landi og sjó. Á meðan auðlindir okkar eru góður grunnur til að byggja á þá er ekki hægt að auka verðmætasköpun með því einu að ganga alltaf lengra í nýtingu þeirra. Ný verðmæti verða að byggja á hugviti. Nýsköpun er grunnurinn að samkeppnishæfni þjóða og þar með bættum lífskjörum. Nýsköpun verður bæði til með sköpun nýrra atvinnugreina, eins og tölvuleikjaiðnaðar, en líka með framþróun í undirstöðuatvinnugreinum á borð við sjávarútveg, landbúnað, orkuiðnað og ferðaþjónustu. Nýsköpun verður til þar sem menntun og atvinnulíf mætast - hjá nemendum sem fá tækifæri til að vinna verkefni með rótgrónum fyrirtækjum og sjá þar möguleika til að gera hluti með nýjum hætti. Nýsköpun verður ekki síður til hjá einstaklingum sem sjá möguleika á að skapa nýja þjónustu, vörur eða ný fyrirtæki, sem síðan þróast jafnvel út í nýjar atvinnugreinar sem skapa mikil verðmæti fyrir samfélagið. Þetta örvar hagvöxt og skapar fjölbreytt, skapandi og skemmtileg störf, og stundum meira að segja nýjar atvinnugreinar, sem verða að undirstöðuatvinnugreinum í samfélaginu – eins og sjá má á tækni- og upplýsingargeiranum á Íslandi. Samfélag nýsköpunar er samfélag sem ungt fólk kýs að búa í. Það þarf að efla byggðir landsins, en til þess þarf að byggja umhverfi þar sem fjölbreyttar atvinnugreinar geta náð fótfestu og fyrirtæki blómstrað óháð staðsetningu. Framtíðin er núna og við verðum að setja í forgang að styrkja fjármögnunarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi og gera þeim þannig kleift að komast almennilega á legg. Um leið verðum við að einfalda starfsumhverfi nýrra fyrirtækja og hvetja þannig fleiri til þess að láta reyna á hugmyndir sínar. Slíkar breytingar þurfa ekki og eiga ekki að taka fleiri ár. Mannauðurinn sem skapar ný tækifæri og ný fyrirtæki verður ekki til án öflugs menntakerfis. Börn eru fjöregg þjóðarinnar og okkur ber að gefa þeim tækifæri til að þroskast sem einstaklingar og þjóðfélagsþegnar. Undirstaða þess er góð menntun, frá leikskóla til háskóla. Það er því miður staðreynd að háskólar á Íslandi eru svo undirfjármagnaðir að fyrir hrun náðu þeir rétt um 56% af því fjárframlagi sem fylgdu meðalháskólanema á Norðurlöndum. Frá hruni hefur þetta framlag verið skorið enn frekar niður. Í kjölfar kreppunnar ráðlögðu finnskir og sænskir sérfræðingar, sem höfðu gengið í gegnum sambærilegar hremmingar, Íslendingum að standa vörð um framlög til menntunar. Þar var sérstaklega horft til háskólamenntunar, enda er menntaður mannauður grunnurinn að hagvexti. En við þurfum líka að skoða aðra hluta menntakerfisins. Fjársveltur framhaldsskóli mun til framtíðar ekki skila af sér útskrifuðum inn í háskóla og atvinnulíf með þá þekkingu og hæfni sem núverandi störf og störf til framtíðar þarfnast. Öflugt menntakerfi og nýsköpun sem byggir á hugviti haldast í hendur. Við þurfum meiri fjárfestingu í menntakerfinu – frá leikskólum og uppúr. Þannig byggjum við upp atvinnugreinar sem grundvallast á hugviti, og með því fjölbreytt, skapandi og sjálfbært atvinnulíf til framtíðar – samkeppnishæft samfélag sem nýjar kynslóðir vilja taka þátt í að byggja upp. Undir grein: Höfundur býður sig fram í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem fer fram dagana 8.-10. september.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun