"Ekki hægt að ætlast til þess í lýðræðisfyrirkomulagi að allir séu sáttir við alla“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 1. september 2016 16:30 Höskuldur vill að Sigurður Ingi bjóði sig fram til formanns. Eygló Harðardóttir hefur ekki útilokað formannsframboð en Lilja Alfreðsdóttir segist ekki ætla í framboð gegn Sigmundi. Mynd/samsett „Það er ekki hægt að ætlast til þess í lýðræðisfyrirkomulagi að allir séu sáttir við alla,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins aðspurður hvort eining sé um hann sem formann flokksins. Í gær ritaði Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, flokksmönnum bréf þar sem hann hugðist bjóða sig fram gegn Sigmundi sem oddviti kjördæmisins. Einnig hvatti hann Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, til að gefa kost á sér sem formaður flokksins.Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, hefur verið opinskár í gagnrýni sinni á sitjandi formann.Fréttablaðið/ErnirÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Höskuldur hefur gagnrýnt formann flokksins en hann hefur verið afar opinskár með það í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Sagði af sér í kjölfar Panamalekans. Sigurður Ingi hefur hinsvegar áður sagt að hann muni ekki fara í formannsframboð gegn sitjandi formanni flokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur þá verið gjarnan nefnd í samhengi við formannsframboð en hún, líkt og Sigurður Ingi, hefur sagt að hún muni ekki bjóða sig fram gegn Sigmundi. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er þá einn þeirra sem hefur lýst yfir stuðningi við Sigmund. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, útilokaði ekki framboð í samtali við Fréttablaðið á dögunum en hún hefur einnig verið orðuð við formannsframboð.Sigurður Ingi Jóhannsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Eygló Harðardóttir hafa öll verið orðuð við formannsframboð. Þau fyrrnefndu hafa þó útilokað það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni flokksins.Mynd/samsettSigmundur segist vonast til að njóta áframhaldandi stuðnings innan flokksins. „Ég hef notið góðs stuðnings Framsóknarmanna frá því að ég tók við sem formaður,“ segir Sigmundur. „Það hefur hjálpað mér mikið í hinni pólitísku baráttu og ég vonast til þess að njóta áfram trausts og stuðnings baklandsins. Við þurfum á því að halda, við Framsóknarmenn, að vera í stöðu til að vinna að þessum risastóru málum sem við höfum verið að vinna að á undanförnum árum. Við höfum náð góðum árangri en enn eru ókláruð mál og stór skref eftir sem ég vona að við náum að vinna í sameiningu,“ segir hann. Framsóknarflokkurinn hefur mælst með umtalsvert lægra fylgi í skoðanakönnunum upp á síðkastið miðað við það sem hann uppskar í Alþingiskosningum. Flokkurinn mældist með minnsta fylgi í sögu flokksins í kjölfar Panamalekans, eða með 6,9 prósent, síðan þá hefur hann mælst með í kring um tíu prósent.Create line chartsSigmundur telur að þrátt fyrir lágt fylgi flokksins upp á síðkastið sé hann bjartsýnn á að fylgið fari upp á við þegar fólk fari að ræða hugmyndir og málefni. „Það eru tvímælalaust sóknarfæri núna í aðdraganda kosninga og reynslan er sú að flokkurinn nær sér oft á strik þegar líður að kosningum þegar menn fara að ræða málefnin heldur en aðra hluti,“ segir Sigmundur. „Við erum ekkert sérlega öflug í ímyndarmálum en þegar menn byrja að ræða málefnin hefur það gjarnan styrkt flokkinn,“ segir hann. „Ef ég man rétt var flokkurinn með með um tíu prósent tveimur mánuðum fyrir síðustu kosningar en endaði í 24,4 prósentum,“ segir Sigmundur og er nærri lagi en í janúar 2013, fjórum mánuðum fyrir kosningar, mældist flokkurinn með 14,2 prósent samkvæmt skoðanakönnun Gallup. Svipaða sögu er að segja, þó ekki jafn afgerandi, fyrir Alþingiskosningar 2009. Um áramótin 2008 - 2009 mældist Framsókn einungis með 7,6 prósent en tryggði sér tæp 15 prósent í kosningunum. „En allt er þetta háð að menn nái að stilla saman strengi og sannfæra fólk um að við séum flokkurinn til að leiða stóru málin áfram,“ segir Sigmundur. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Það er ekki hægt að ætlast til þess í lýðræðisfyrirkomulagi að allir séu sáttir við alla,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins aðspurður hvort eining sé um hann sem formann flokksins. Í gær ritaði Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, flokksmönnum bréf þar sem hann hugðist bjóða sig fram gegn Sigmundi sem oddviti kjördæmisins. Einnig hvatti hann Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, til að gefa kost á sér sem formaður flokksins.Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, hefur verið opinskár í gagnrýni sinni á sitjandi formann.Fréttablaðið/ErnirÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Höskuldur hefur gagnrýnt formann flokksins en hann hefur verið afar opinskár með það í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Sagði af sér í kjölfar Panamalekans. Sigurður Ingi hefur hinsvegar áður sagt að hann muni ekki fara í formannsframboð gegn sitjandi formanni flokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur þá verið gjarnan nefnd í samhengi við formannsframboð en hún, líkt og Sigurður Ingi, hefur sagt að hún muni ekki bjóða sig fram gegn Sigmundi. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er þá einn þeirra sem hefur lýst yfir stuðningi við Sigmund. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, útilokaði ekki framboð í samtali við Fréttablaðið á dögunum en hún hefur einnig verið orðuð við formannsframboð.Sigurður Ingi Jóhannsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Eygló Harðardóttir hafa öll verið orðuð við formannsframboð. Þau fyrrnefndu hafa þó útilokað það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni flokksins.Mynd/samsettSigmundur segist vonast til að njóta áframhaldandi stuðnings innan flokksins. „Ég hef notið góðs stuðnings Framsóknarmanna frá því að ég tók við sem formaður,“ segir Sigmundur. „Það hefur hjálpað mér mikið í hinni pólitísku baráttu og ég vonast til þess að njóta áfram trausts og stuðnings baklandsins. Við þurfum á því að halda, við Framsóknarmenn, að vera í stöðu til að vinna að þessum risastóru málum sem við höfum verið að vinna að á undanförnum árum. Við höfum náð góðum árangri en enn eru ókláruð mál og stór skref eftir sem ég vona að við náum að vinna í sameiningu,“ segir hann. Framsóknarflokkurinn hefur mælst með umtalsvert lægra fylgi í skoðanakönnunum upp á síðkastið miðað við það sem hann uppskar í Alþingiskosningum. Flokkurinn mældist með minnsta fylgi í sögu flokksins í kjölfar Panamalekans, eða með 6,9 prósent, síðan þá hefur hann mælst með í kring um tíu prósent.Create line chartsSigmundur telur að þrátt fyrir lágt fylgi flokksins upp á síðkastið sé hann bjartsýnn á að fylgið fari upp á við þegar fólk fari að ræða hugmyndir og málefni. „Það eru tvímælalaust sóknarfæri núna í aðdraganda kosninga og reynslan er sú að flokkurinn nær sér oft á strik þegar líður að kosningum þegar menn fara að ræða málefnin heldur en aðra hluti,“ segir Sigmundur. „Við erum ekkert sérlega öflug í ímyndarmálum en þegar menn byrja að ræða málefnin hefur það gjarnan styrkt flokkinn,“ segir hann. „Ef ég man rétt var flokkurinn með með um tíu prósent tveimur mánuðum fyrir síðustu kosningar en endaði í 24,4 prósentum,“ segir Sigmundur og er nærri lagi en í janúar 2013, fjórum mánuðum fyrir kosningar, mældist flokkurinn með 14,2 prósent samkvæmt skoðanakönnun Gallup. Svipaða sögu er að segja, þó ekki jafn afgerandi, fyrir Alþingiskosningar 2009. Um áramótin 2008 - 2009 mældist Framsókn einungis með 7,6 prósent en tryggði sér tæp 15 prósent í kosningunum. „En allt er þetta háð að menn nái að stilla saman strengi og sannfæra fólk um að við séum flokkurinn til að leiða stóru málin áfram,“ segir Sigmundur.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira