Við þurfum réttlátt námslánakerfi Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. september 2016 07:00 Þegar núverandi ríkisstjórn ákvað að flýta kosningum í kjölfar afhjúpana Panama-skjalanna ákvað meirihlutinn sömuleiðis að boða stutt sumarþing til að ljúka ýmsum mikilvægum málum, eins og það var orðað. Eitt af þeim málum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu sumarþingi er frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu. Fyrsta umræða um málið var málefnaleg og góð og komu þá þegar fram ýmsar spurningar um þær grundvallarbreytingar sem frumvarpið boðar. Í framhaldinu hefur verið kallað eftir umsögnum og hefur Háskóli Íslands meðal annars sent inn umsögn. Umsögn HÍ fylgja ályktanir Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem skólinn fékk til að fara yfir málið. Þar kemur margt áhugavert fram. Stóra grundvallarbreytingin sem felst í frumvarpinu er að allir námsmenn eigi rétt á námsstyrk en þeir sem þess þurfa geti tekið viðbótarlán upp í fulla framfærslu. Til þess að fjármagna breytingarnar eru vextir á lánum hækkaðir, úr einu prósenti í 2,5% auk álags, tekjutenging afborgana er afnumin, ákveðnar takmarkanir settar á endurgreiðslutíma og aldurstakmark sett á þá sem geta sótt um styrk eða lán. Það sem er jákvætt í frumvarpinu er að lagt er til að námsmenn eigi rétt á styrkjum. Önnur útfærsla á styrkjakerfi var lögð til í frumvarpi mínu vorið 2013 en Alþingi lauk ekki umfjöllun um það mál – sökum tímaskorts.Draga úr jafnrétti Aðrar breytingar sem lagðar eru til í þessu nýja frumvarpi eru hins vegar til þess fallnar að draga úr jafnrétti til náms og benda umsögn Háskóla Íslands og ályktanir Hagfræðistofnunar eindregið til þess að ekki eigi að ráðast í slíkar grundvallarbreytingar án þess að skoða málin miklu betur. Það sem meðal annars kemur þar fram er að frumvarpið feli í sér mismunun milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis þar sem þeir sem geta búið í heimahúsum njóta styrks en þeir sem ekki geta búið í heimahúsum þurfa að taka dýrari lán en nú eru í boði. Nauðsynlegt sé að greina frumvarpið út frá ólíkum áhrifum þess á kynin enda eru konur almennt eldri en karlar þegar þær ljúka háskólanámi og enn er því miður töluverður óútskýrður launamunur kynjanna í samfélaginu sem þýðir á mannamáli að konur fá hlutfallslega þyngri greiðslubyrði af sínum námslánum en karlar. Þá er reifað að þetta fyrirkomulag geti reynst erfitt þeim námsmönnum sem sækja nám erlendis. Að lokum er bent á að ef tekjutenging námslána verður afnumin auki það líkurnar á að lánþegar geti lent í greiðsluerfiðleikum að loknu námi. Í ályktunum Hagfræðistofnunar kemur fram að þeir sem ekki ná meðaltekjum muni margir hverjir eiga erfiðara með að greiða af lánum í nýju kerfi. Einnig er bent á að afnám tekjutengingar geti haft áhrif á námsval og dregið þannig úr fjölbreytni náms. Hættan er sú að ungt fólk velji sér nám út frá tekjumöguleikum en ekki raunverulegum vilja sem er þá líka ákveðin frelsisskerðing fyrir einstaklinginn. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er sérstaklega minnst á listnám í þessu samhengi. Sérstök rök með frumvarpinu eru sögð þau að það muni virka hvetjandi á námsmenn að ljúka námi á réttum tíma. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er hins vegar bent á að sú staðreynd að lánskjör versna í núverandi kerfi gæti haft það í för með sér að námsmenn kjósi að vinna meira til að þurfa ekki á eins miklum lánum að halda sem gæti haft þveröfug áhrif. Það er jákvætt að finna þá þverpólitísku samstöðu sem hefur myndast um að við eigum að taka upp námsstyrki. Hins vegar má sú breyting ekki verða til þess að skapa ranglátara kerfi fyrir þá sem þurfa á viðbótarlánum að halda og auka þannig ójöfnuð í samfélaginu. Slíkar tillögur er ekki hægt að samþykkja.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Þegar núverandi ríkisstjórn ákvað að flýta kosningum í kjölfar afhjúpana Panama-skjalanna ákvað meirihlutinn sömuleiðis að boða stutt sumarþing til að ljúka ýmsum mikilvægum málum, eins og það var orðað. Eitt af þeim málum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu sumarþingi er frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu. Fyrsta umræða um málið var málefnaleg og góð og komu þá þegar fram ýmsar spurningar um þær grundvallarbreytingar sem frumvarpið boðar. Í framhaldinu hefur verið kallað eftir umsögnum og hefur Háskóli Íslands meðal annars sent inn umsögn. Umsögn HÍ fylgja ályktanir Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem skólinn fékk til að fara yfir málið. Þar kemur margt áhugavert fram. Stóra grundvallarbreytingin sem felst í frumvarpinu er að allir námsmenn eigi rétt á námsstyrk en þeir sem þess þurfa geti tekið viðbótarlán upp í fulla framfærslu. Til þess að fjármagna breytingarnar eru vextir á lánum hækkaðir, úr einu prósenti í 2,5% auk álags, tekjutenging afborgana er afnumin, ákveðnar takmarkanir settar á endurgreiðslutíma og aldurstakmark sett á þá sem geta sótt um styrk eða lán. Það sem er jákvætt í frumvarpinu er að lagt er til að námsmenn eigi rétt á styrkjum. Önnur útfærsla á styrkjakerfi var lögð til í frumvarpi mínu vorið 2013 en Alþingi lauk ekki umfjöllun um það mál – sökum tímaskorts.Draga úr jafnrétti Aðrar breytingar sem lagðar eru til í þessu nýja frumvarpi eru hins vegar til þess fallnar að draga úr jafnrétti til náms og benda umsögn Háskóla Íslands og ályktanir Hagfræðistofnunar eindregið til þess að ekki eigi að ráðast í slíkar grundvallarbreytingar án þess að skoða málin miklu betur. Það sem meðal annars kemur þar fram er að frumvarpið feli í sér mismunun milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis þar sem þeir sem geta búið í heimahúsum njóta styrks en þeir sem ekki geta búið í heimahúsum þurfa að taka dýrari lán en nú eru í boði. Nauðsynlegt sé að greina frumvarpið út frá ólíkum áhrifum þess á kynin enda eru konur almennt eldri en karlar þegar þær ljúka háskólanámi og enn er því miður töluverður óútskýrður launamunur kynjanna í samfélaginu sem þýðir á mannamáli að konur fá hlutfallslega þyngri greiðslubyrði af sínum námslánum en karlar. Þá er reifað að þetta fyrirkomulag geti reynst erfitt þeim námsmönnum sem sækja nám erlendis. Að lokum er bent á að ef tekjutenging námslána verður afnumin auki það líkurnar á að lánþegar geti lent í greiðsluerfiðleikum að loknu námi. Í ályktunum Hagfræðistofnunar kemur fram að þeir sem ekki ná meðaltekjum muni margir hverjir eiga erfiðara með að greiða af lánum í nýju kerfi. Einnig er bent á að afnám tekjutengingar geti haft áhrif á námsval og dregið þannig úr fjölbreytni náms. Hættan er sú að ungt fólk velji sér nám út frá tekjumöguleikum en ekki raunverulegum vilja sem er þá líka ákveðin frelsisskerðing fyrir einstaklinginn. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er sérstaklega minnst á listnám í þessu samhengi. Sérstök rök með frumvarpinu eru sögð þau að það muni virka hvetjandi á námsmenn að ljúka námi á réttum tíma. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er hins vegar bent á að sú staðreynd að lánskjör versna í núverandi kerfi gæti haft það í för með sér að námsmenn kjósi að vinna meira til að þurfa ekki á eins miklum lánum að halda sem gæti haft þveröfug áhrif. Það er jákvætt að finna þá þverpólitísku samstöðu sem hefur myndast um að við eigum að taka upp námsstyrki. Hins vegar má sú breyting ekki verða til þess að skapa ranglátara kerfi fyrir þá sem þurfa á viðbótarlánum að halda og auka þannig ójöfnuð í samfélaginu. Slíkar tillögur er ekki hægt að samþykkja.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun