Afhroð Sjálfstæðiskvenna: Ferlegt að sjá þessa niðurstöðu á 21. öld Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. september 2016 10:48 Guðlaugur Þór og Árni Páll ræddu niðurstöðu prófkjöra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm/Andri Marinó Guðlaugur Þór Þórsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að breiddin mætti vera meiri í niðurstöðum prófkjöra flokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi sem fram fóru um helgina. Guðlaugur var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Árna Páli Árnasyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Árni Páll segir það slæmt að sjá slíka niðurstöðu í prófkjöri á 21. öldinni, en mikið umtal hefur skapast um kvennaskort á listum Sjálfstæðisflokksins sem kosnir voru um helgina. Guðlaugur Þór benti á að í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Norðvesturkjördæmi hafi konur fengi góða kosningu. „Við erum með þann varnagla að það þarf að vera mjög mikil þátttaka til að viðkomandi sæti sé fast. Bæði þarf að vera mikil þátttaka og viðkomandi þarf að fá yfir 50 prósent í sætið. En núna fara kjördæmisráðin yfir þessi mál og meta það að koma með tillögu fyrir sín kjördæmi.“ Aðspurður hvort hann eigi von á að einhverjar breytingar verði segir Guðlaugur það ekki útilokað. „Ég ætla ekki að fara að raða á listana en það segir sig sjálft að breiddin mætti vera meiri í þessu kjördæmi,“ segir Guðlaugur og bendir á að öflugt fólk geti komið aftur sterkara en áður. Árni Páll segir það ferlegt að sjá slíkar niðurstöður í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á 21. öld. „Það er enginn leið að halda því fram að þetta sé bara vegna þess að þarna sé hæfni eða einhverjar aðstæður. Við vitum það alveg ef við horfum á þennan hóp af fólki sem fékk framgang annars veg og þeim sem ekki fengu framgang hins vegar. Það er ekki eins og annar sé hæfur eða hinn óhæfur. Konur eiga að vera hluti af eðlilegri uppröðun. Jafnt kynjahlutfall á að vera hluti af eðlilegri uppröðun.“Viðtalið við Guðlaug Þór og Árna Pál má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Ráðherrann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni. 11. september 2016 15:34 Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. 12. september 2016 10:19 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að breiddin mætti vera meiri í niðurstöðum prófkjöra flokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi sem fram fóru um helgina. Guðlaugur var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Árna Páli Árnasyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Árni Páll segir það slæmt að sjá slíka niðurstöðu í prófkjöri á 21. öldinni, en mikið umtal hefur skapast um kvennaskort á listum Sjálfstæðisflokksins sem kosnir voru um helgina. Guðlaugur Þór benti á að í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Norðvesturkjördæmi hafi konur fengi góða kosningu. „Við erum með þann varnagla að það þarf að vera mjög mikil þátttaka til að viðkomandi sæti sé fast. Bæði þarf að vera mikil þátttaka og viðkomandi þarf að fá yfir 50 prósent í sætið. En núna fara kjördæmisráðin yfir þessi mál og meta það að koma með tillögu fyrir sín kjördæmi.“ Aðspurður hvort hann eigi von á að einhverjar breytingar verði segir Guðlaugur það ekki útilokað. „Ég ætla ekki að fara að raða á listana en það segir sig sjálft að breiddin mætti vera meiri í þessu kjördæmi,“ segir Guðlaugur og bendir á að öflugt fólk geti komið aftur sterkara en áður. Árni Páll segir það ferlegt að sjá slíkar niðurstöður í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á 21. öld. „Það er enginn leið að halda því fram að þetta sé bara vegna þess að þarna sé hæfni eða einhverjar aðstæður. Við vitum það alveg ef við horfum á þennan hóp af fólki sem fékk framgang annars veg og þeim sem ekki fengu framgang hins vegar. Það er ekki eins og annar sé hæfur eða hinn óhæfur. Konur eiga að vera hluti af eðlilegri uppröðun. Jafnt kynjahlutfall á að vera hluti af eðlilegri uppröðun.“Viðtalið við Guðlaug Þór og Árna Pál má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Ráðherrann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni. 11. september 2016 15:34 Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. 12. september 2016 10:19 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30
Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33
Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00
Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Ráðherrann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni. 11. september 2016 15:34
Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. 12. september 2016 10:19
Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31