Voru þetta fyrstu kappræðurnar af þremur sem áætlaðar eru. Næstu kappræður eru á dagskrá 9. október en 4. október takast varaforsetaefnin Tim Kaine og Mike Pence á.
Íslendingar höfðu greinilega mikinn áhuga á kappræðunum og mátti sjá það á Twitter þar sem flestir notuðu kassamerkið #uskos16.
Eins og svo oft áður var húmorinn allsráðandi á Twitter og gerðu margir grín að því sem fram fór.
Hér að neðan má sjá nokkur vel valin tíst og þar fyrir neðan má sjá alla umræðuna um kappræðurnar hér innanlands.
Sjitt hvað það er steikt að 2 aðilar standi á sviði og tali um heiminn eins og þau séu að spila Risk uppi í sumarbústað. #uskos16
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) September 27, 2016
Þetta er eins og að hlusta á Pétur Gunnlaugsson á meskalíni #uskos16
— Krummi (@hrafnjonsson) September 27, 2016
#uskos16 er smá svona eins og að við hefðum bara mátt kjósa á milli Ástþórs og Guðrúnar Margrétar.
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) September 27, 2016
Trump er ógeðfelldur og illur maður - og svo er hann í ljótum jakkafötum og ég er viss um að allar hans yfirhafnir séu ógeðslegar. #uskos16
— Haukur Bragason (@Sentilmennid) September 27, 2016
Hann er búinn að sveifla hægri hendinni meira í kvöld en ég gerði allt àrið 1992 þegar ég uppgötvaði rúnkið. #uskos16
— Eiríkur Rúnarsson (@EirikurMar) September 27, 2016
þetta er eiginlega vandræðalegra en íslenskar stjórnmálaumræður #uskos16 #kappræður
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 27, 2016
"I prepared for this debate, and I'm prepared to be president."#uskos16 #debatenight pic.twitter.com/PIHzgS4Ukb
— Unnur Eggertsdóttir (@UnnurEggerts) September 27, 2016
Trump er mjög umhugað um fleiri seríur af Law & Order. #uskos16
— María Björk (@baragrin) September 27, 2016
Hættu að segja China, Donald! Ég er strax að tapa þessum drykkjuleik.. #USkos16 #kappræður
— Eyrún Baldursdóttir (@eyrunbaldurs) September 27, 2016
Er ,,hárið" á D.Trump greitt fram eða aftur?? #Uskos16
— Valgeir Tómasson (@Valgeir88) September 27, 2016