Maður lærir mikið á því að kafa ofan í verk annarra Magnús Guðmundsson skrifar 8. október 2016 11:00 Kanadísku skáldin sem eru hingað komin til þess að taka þátt í þýðingarsmiðju. Skáldin Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Gyrðir Elíasson og Sigurbjörg Þrastardóttir koma fram á tveimur ljóðadagskrám í Reykjavík ásamt kanadísku skáldunum Chantal Neveu, Daniel Canty og François Turcot. Þau hafa unnið saman í þýðingasmiðjum og kynna afraksturinn og ljóðlist hvers annars á tveimur viðburðum um helgina. Sá fyrri á Kaffislipp í dag kl. 16 en seinna stefnumótið verður á morgun, sunnudag, á Ársafni – Menningarhúsi kl. 14. Hvor viðburður um sig stendur í um klukkutíma. Aðalsteinn segir að þetta sé hluti af verkefni sem skáldin hafi verið að vinna saman og er fólgið í því að því að þýða ljóð hvers annars. „Við ætlum að vera með sýnishorn á þeirri vinnu, þannig að það munu heyrast þarna kanadísk ljóð á íslensku og íslensk ljóð á frönsku og kannski eitthvað þar á milli. Það var ákveðið að fara í þetta í vor og nú erum við búin að vera saman í nokkra daga að kynnast hvert öðru og verkunum. Þetta er sýnishorn af afrakstri og svo ætlum við væntanlega að halda áfram með þetta tveggja heimsálfa verkefni.“ Aðalsteinn segir að það hjálpi mjög mikið við ljóðaþýðingar að kynnast höfundi þess ljóðs sem er verið að takast á við. „Við íslensku skáldin erum ekki frönskumælandi, þó svo við getum aðeins lesið frönskuna, en þess vegna þurfum við millimál. Við þurfum að geta spurt út í smáatriði og útilokað hættuna á misskilningi sem er okkur mikils virði. Þetta er mjög skemmtileg og gefandi vinna og maður lærir svo mikið á því sem ljóðskáld að kafa með þessum hætti ofan í verk annarra.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. október. Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Skáldin Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Gyrðir Elíasson og Sigurbjörg Þrastardóttir koma fram á tveimur ljóðadagskrám í Reykjavík ásamt kanadísku skáldunum Chantal Neveu, Daniel Canty og François Turcot. Þau hafa unnið saman í þýðingasmiðjum og kynna afraksturinn og ljóðlist hvers annars á tveimur viðburðum um helgina. Sá fyrri á Kaffislipp í dag kl. 16 en seinna stefnumótið verður á morgun, sunnudag, á Ársafni – Menningarhúsi kl. 14. Hvor viðburður um sig stendur í um klukkutíma. Aðalsteinn segir að þetta sé hluti af verkefni sem skáldin hafi verið að vinna saman og er fólgið í því að því að þýða ljóð hvers annars. „Við ætlum að vera með sýnishorn á þeirri vinnu, þannig að það munu heyrast þarna kanadísk ljóð á íslensku og íslensk ljóð á frönsku og kannski eitthvað þar á milli. Það var ákveðið að fara í þetta í vor og nú erum við búin að vera saman í nokkra daga að kynnast hvert öðru og verkunum. Þetta er sýnishorn af afrakstri og svo ætlum við væntanlega að halda áfram með þetta tveggja heimsálfa verkefni.“ Aðalsteinn segir að það hjálpi mjög mikið við ljóðaþýðingar að kynnast höfundi þess ljóðs sem er verið að takast á við. „Við íslensku skáldin erum ekki frönskumælandi, þó svo við getum aðeins lesið frönskuna, en þess vegna þurfum við millimál. Við þurfum að geta spurt út í smáatriði og útilokað hættuna á misskilningi sem er okkur mikils virði. Þetta er mjög skemmtileg og gefandi vinna og maður lærir svo mikið á því sem ljóðskáld að kafa með þessum hætti ofan í verk annarra.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. október.
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira