Byggjum ferðaþjónustu upp til framtíðar Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Árið 1994, þá 19 ára gömul, steig ég mín fyrstu skref í ferðaþjónustu. Þá réð ég mig í sumarvinnu hjá vélsleðaleigu á Skálafellsjökli á Vatnajökli. Það voru góð spor að stíga enda opnuðust ekki bara fyrir mér undur Vatnajökuls, heldur líka framandi heimar erlendra ferðamanna sem klöngruðust upp á íslenska jökla. Síðan vann ég sem fjallaleiðsögumaður við gönguleiðsögn um hálendi Íslands í mörg ár. Að sjá gleði og þakklæti fólks yfir náttúrufegurð er gefandi. Það getur líka verið strembið að vinna við ferðaþjónustu, enda gríðarlega ört vaxandi atvinnugrein sem kemur inn á öll svið íslensks samfélags. Það hefur verið kallað eftir miklu skýrari sýn og stefnu stjórnvalda í garð ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustuna verður líka að skipuleggja betur en nú og grunnrekstur hennar verður að vera í anda sjálfbærrar þróunar og út frá þolmarkarannsóknum á náttúru, samfélögum og innviðum. „Græn ferðaþjónusta“ getur orðið að blómlegri atvinnugrein til frambúðar því það er eitt mesta hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna að viðhalda óspilltri náttúru. Ferðaþjónustan á að vera einn af framvörðum í verndun náttúru og umhverfis og til fyrirmyndar á alþjóðavísu.Leiði af sér jákvæða þróun Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði leggjum áherslu á að gestakomur til landsins og ferðaþjónusta leiði af sér jákvæða þróun, samfélögum og efnahagslífi til farsældar og sé ávallt í sátt við náttúru landsins. Að markaðssetning landsins horfi ekki til fjölda gesta heldur tegundar ferðamennsku sem snúist um umhverfisvitund og þekkingarleit. Við í VG viljum að uppbygging innviða ferðaþjónustunnar taki mið af þolmörkum ferðamennsku út frá náttúru og væntingum gesta og heimafólks. Uppbygging innviða samfélagsins helst í hendur við skýra stefnu og sýn í ferðaþjónustu. Annað gengur ekki upp án hins. Eflum samgöngur og menntun, gerum tekjuöflunarleiðir greinarinnar skýrari og leggjum áherslu á umhverfisþáttinn. Ferðaþjónustan verður að vera virkur þáttakandi í orkuskiptum í samgöngum af öllu tagi. Eflum menntun á öllum sviðum ferðaþjónustu. Mikilvægt er að horfa til möguleika á enn frekari starfsþróun og fjölgun heilsársstarfa í greininni. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustu verða að uppfylla kröfur um samfélagslega ábyrgð sína sem atvinnurekendur. Ferðaþjónustan á ekki að hafa svarta starfsemi innan sinna raða. Framtíðarsýn okkar í VG fyrir ferðamannalandið Ísland er að vel verði haldið utan um náttúruvernd, menningararf, þjóðgarða og önnur friðlýst svæði sem skapa fjölda fólks vinnu við náttúruvernd, endursköpun og viðhald sögu okkar og menningar og rannsóknir og þjónustu. Landsmenn allir í ýmiss konar starfsemi og þjónustustörfum eiga að fá notið arðs af ferðaþjónustu sem býður gestum til náttúru- og menningarupplifunar. Um þetta og fleira snýst ferðamálastefna VG.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Árið 1994, þá 19 ára gömul, steig ég mín fyrstu skref í ferðaþjónustu. Þá réð ég mig í sumarvinnu hjá vélsleðaleigu á Skálafellsjökli á Vatnajökli. Það voru góð spor að stíga enda opnuðust ekki bara fyrir mér undur Vatnajökuls, heldur líka framandi heimar erlendra ferðamanna sem klöngruðust upp á íslenska jökla. Síðan vann ég sem fjallaleiðsögumaður við gönguleiðsögn um hálendi Íslands í mörg ár. Að sjá gleði og þakklæti fólks yfir náttúrufegurð er gefandi. Það getur líka verið strembið að vinna við ferðaþjónustu, enda gríðarlega ört vaxandi atvinnugrein sem kemur inn á öll svið íslensks samfélags. Það hefur verið kallað eftir miklu skýrari sýn og stefnu stjórnvalda í garð ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustuna verður líka að skipuleggja betur en nú og grunnrekstur hennar verður að vera í anda sjálfbærrar þróunar og út frá þolmarkarannsóknum á náttúru, samfélögum og innviðum. „Græn ferðaþjónusta“ getur orðið að blómlegri atvinnugrein til frambúðar því það er eitt mesta hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna að viðhalda óspilltri náttúru. Ferðaþjónustan á að vera einn af framvörðum í verndun náttúru og umhverfis og til fyrirmyndar á alþjóðavísu.Leiði af sér jákvæða þróun Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði leggjum áherslu á að gestakomur til landsins og ferðaþjónusta leiði af sér jákvæða þróun, samfélögum og efnahagslífi til farsældar og sé ávallt í sátt við náttúru landsins. Að markaðssetning landsins horfi ekki til fjölda gesta heldur tegundar ferðamennsku sem snúist um umhverfisvitund og þekkingarleit. Við í VG viljum að uppbygging innviða ferðaþjónustunnar taki mið af þolmörkum ferðamennsku út frá náttúru og væntingum gesta og heimafólks. Uppbygging innviða samfélagsins helst í hendur við skýra stefnu og sýn í ferðaþjónustu. Annað gengur ekki upp án hins. Eflum samgöngur og menntun, gerum tekjuöflunarleiðir greinarinnar skýrari og leggjum áherslu á umhverfisþáttinn. Ferðaþjónustan verður að vera virkur þáttakandi í orkuskiptum í samgöngum af öllu tagi. Eflum menntun á öllum sviðum ferðaþjónustu. Mikilvægt er að horfa til möguleika á enn frekari starfsþróun og fjölgun heilsársstarfa í greininni. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustu verða að uppfylla kröfur um samfélagslega ábyrgð sína sem atvinnurekendur. Ferðaþjónustan á ekki að hafa svarta starfsemi innan sinna raða. Framtíðarsýn okkar í VG fyrir ferðamannalandið Ísland er að vel verði haldið utan um náttúruvernd, menningararf, þjóðgarða og önnur friðlýst svæði sem skapa fjölda fólks vinnu við náttúruvernd, endursköpun og viðhald sögu okkar og menningar og rannsóknir og þjónustu. Landsmenn allir í ýmiss konar starfsemi og þjónustustörfum eiga að fá notið arðs af ferðaþjónustu sem býður gestum til náttúru- og menningarupplifunar. Um þetta og fleira snýst ferðamálastefna VG.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun