Hugleiðing um flóttamenn Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Á hverjum degi fáum við fréttir af ömurlegum aðstæðum flóttafólks sem hefur flúið stríð, ofsóknir eða efnahagsástand í heimalandi sínu. Við sem búum við þær aðstæður að þurfa til dæmis ekki að flýja sprengjur og byssuskot til að komast heim til okkar föttum ekki alltaf hvað við höfum það gott og við ættum að vera oftar þakklát fyrir aðstæður okkar. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk þarf að flýja landið sitt. Heimili þess hefur kannski skemmst í sprengingum, búið er að eyðileggja skóla barnanna og innviðir samfélagsins og heilbrigðiskerfið eru að hruni komin. Þegar fólk býr við slíkar aðstæður sem ekki sér fyrir endann á hefur það engan annan kost en að flýja. Stundum er um að ræða börn sem hafa misst foreldra sína og takast á við ferðalagið ein. Þau eru hrædd, jafnvel veik og fá litla aðstoð. Við getum ekki ímyndað okkur hvernig sú reynsla er. Fólkið hefur hins vegar enga tryggingu fyrir því að komast lifandi á áfangastað. Margir þeirra sem flýja yfir Miðjarðarhafið fara í lélegum bátum sem sumir sökkva. Fólk drukknar og þeir fáu sem ná að synda í land þurfa að ganga langar leiðir eftir aðstoð. Björgunarsveitir reyna að gera allt sem þær geta til að bjarga fólkinu og koma því í öruggt skjól. En þegar í land er komið þarf fólkið gjarnan að ganga í gegnum miklar raunir. Ofan á það bætist hungur, óvissa og jafnvel veikindi. Við getum aldrei almennilega sett okkur í þessi spor án þess að hafa upplifað þau sjálf. Og við myndum ekki vilja láta koma svona fram við okkur ef við þyrftum að flýja land. Við myndum vilja góða aðstoð frá þeim sem gætu hjálpað. Á Íslandi sendum við of mikið af flóttafólki úr landi sem hefur lagt svo mikið á sig til að komast lifandi á leiðarenda. Við getum gert svo miklu betur. Við getum boðið fleira fólk velkomið. Ef við viljum ekki láta koma svona fram við okkur, af hverju komum við svona fram við aðra?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á hverjum degi fáum við fréttir af ömurlegum aðstæðum flóttafólks sem hefur flúið stríð, ofsóknir eða efnahagsástand í heimalandi sínu. Við sem búum við þær aðstæður að þurfa til dæmis ekki að flýja sprengjur og byssuskot til að komast heim til okkar föttum ekki alltaf hvað við höfum það gott og við ættum að vera oftar þakklát fyrir aðstæður okkar. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk þarf að flýja landið sitt. Heimili þess hefur kannski skemmst í sprengingum, búið er að eyðileggja skóla barnanna og innviðir samfélagsins og heilbrigðiskerfið eru að hruni komin. Þegar fólk býr við slíkar aðstæður sem ekki sér fyrir endann á hefur það engan annan kost en að flýja. Stundum er um að ræða börn sem hafa misst foreldra sína og takast á við ferðalagið ein. Þau eru hrædd, jafnvel veik og fá litla aðstoð. Við getum ekki ímyndað okkur hvernig sú reynsla er. Fólkið hefur hins vegar enga tryggingu fyrir því að komast lifandi á áfangastað. Margir þeirra sem flýja yfir Miðjarðarhafið fara í lélegum bátum sem sumir sökkva. Fólk drukknar og þeir fáu sem ná að synda í land þurfa að ganga langar leiðir eftir aðstoð. Björgunarsveitir reyna að gera allt sem þær geta til að bjarga fólkinu og koma því í öruggt skjól. En þegar í land er komið þarf fólkið gjarnan að ganga í gegnum miklar raunir. Ofan á það bætist hungur, óvissa og jafnvel veikindi. Við getum aldrei almennilega sett okkur í þessi spor án þess að hafa upplifað þau sjálf. Og við myndum ekki vilja láta koma svona fram við okkur ef við þyrftum að flýja land. Við myndum vilja góða aðstoð frá þeim sem gætu hjálpað. Á Íslandi sendum við of mikið af flóttafólki úr landi sem hefur lagt svo mikið á sig til að komast lifandi á leiðarenda. Við getum gert svo miklu betur. Við getum boðið fleira fólk velkomið. Ef við viljum ekki láta koma svona fram við okkur, af hverju komum við svona fram við aðra?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar