Handbolti

Århus kastaði frá sér sigrinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómar Ingi skoraði fimm mörk.
Ómar Ingi skoraði fimm mörk. vísir/pjetur
Íslendingaliðið Århus tapaði með minnsta mun, 29-30, fyrir GOG í dönsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Leikmenn Århus fóru illa að ráði sínu í leiknum í kvöld en þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir leiddu þeir með tveimur mörkum, 29-27. En gestirnir gáfust ekki upp, jöfnuðu metin og Lasse Kjær Möller tryggði GOG sigurinn þegar hann skoraði 30. mark liðsins þegar ein sekúnda var eftir.

Ómar Ingi Magnússon var næstmarkahæstur í liði Århus með fimm mörk. Hann tapaði boltanum hins vegar í tvígang á síðustu þremur mínútum leiksins.

Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Århus en Sigvaldi Guðjónsson komst ekki á blað.

Århus hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum á tímabilinu og situr í fjórtánda og neðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×