Eldri borgarar og framtíðin Vigdís Pálsdóttir skrifar 17. október 2016 16:23 Mikil er umfjöllun um eldri borgara nú um stundir. Ég telst til þeirra og botna hvorki upp né niður í því hvernig ég varð allt í einu hluti einhvers hóps fólks, sem virðist vera utan og ofan við allt? Jafnframt virðist litið á okkur sem sérstakt vandamál. Eldri borgarar eru fólk. Mis-hress og mis-jöfn, en við erum ekki mis-tök. Ef við tökum fyrst mis-hress, þá er það heilbrigðisþjónustan sem skiptir okkur máli og hún þarf að batna. Fjárveitingar til hennar þarf að auka og jafnframt þarf að endurskoða allan rekstur. Þær breytingar þarf að gera í góðri samvinnu við landlæknisembættið, sem sett hefur fram áhugaverðar tillögur í því efni, sem og við starfsfólk. Enginn þekkir þetta kerfi eins vel innanfrá og þeir sem starfa við það og þeir sem þekkja það næst best eru þeir sem mest nota það. Samtal allra þessara aðila þarf að fara fram til þess að breytingar og endurbætur verði raunhæfar. Efla þarf innviði heilsugæslustöðva, uppbyggingu sjúkrahúsa og sjúkrastofnana fyrir langveika sem næst heimabyggð. Þá er komið að öðru máli, sem eru samgöngur og þær er afar mikilvægar í þessu sambandi. Þessi uppbygging þarf að gerast heildstætt og með framtíðarsýn til margra ára og hún verður ekki gerð á einni nóttu. Gagnsæi og einföldun allra kerfa, sem eiga að sinna þjónustuhlutverki við borgarana er undirstaða allra breytinga. Mis-jöfn erum við. Kjörin, aðstaða, skapferli, vaxtarlag og svo mætti lengi telja. Það er þó t.d. eitt sem við eigum sameiginlegt með ungu fólki í dag. Margt eldra fólk óskar eftir að minnka við sig húsnæði, en hefur ekki efni á eða vilja til að kaupa fokdýrar íbúðir fyrir 60 plús eins og það er kallað. Minni og ódýrari íbúðir nýtast bæði ungum og þeim sem eldri eru. Þeir ungu búa í þeim, þar til þeir vilja stækka við sig og þeir eldri þar til þeir fara á dvalarheimili eða annað tilverustig. Hvers vegna eru slíkar íbúðir þá ekki byggðar? Til þess að svo megi verða þarf að breyta byggingareglugerðum, auka lóðaframboð og ná fram frekari hagræðingu hvað varðar byggingarkostnað. Íbúðir þessar þarf að byggja af húsnæðisfélögum sem rekin eru án gróðasjónarmiða. Ég er hrifin af svokölluðu “andels” eða hluta-fyrirkomulagi, eins og tíðkast á Norðurlöndum og mun beita mér fyrir að Píratar athugi þann kost. Píratar eru nú að móta stefnu um leiguíbúðir, sem er góður kostur fyrir þá sem ekki vilja binda sig á íbúðaklafann fyrr en þeir hafa gert upp við sig hvar og hvernig þeir vilja búa. Sérreignastefnan, sem hefur tröllriðið Íslandi, er á undanhaldi. Með auknum ferðalögum og búsetu erlendis um lengri eða skemmri tíma, höfum við kynnst öðrum búsetumöguleikum. Hefur einhver kannað það hvort allir vilji í raun eignast þak yfir höfuðið 25 ára? Vera hugsanlega 40 ár í lánafjötrum. Ég hef nú starfað með Pírötum hér í Borgarbyggð í rúmt ár og verð að segja að það hefur hresst mig mjög. Þetta unga fólk, sem ég hef kynnst hefur mér þótt alveg sérstaklega jákvætt, fordómalaust og opið fyrir nýjum hugmyndum. Þetta er fólkið sem mun erfa landið og ég get að vísu bara talað fyrir mig, en ég treysti þeim fullkomlega. Hvers vegna kann einhver að spyrja? Ég geri það af því að þau kunna að hlusta. Veljum Pírata, veljum fólk sem kann að hlusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mikil er umfjöllun um eldri borgara nú um stundir. Ég telst til þeirra og botna hvorki upp né niður í því hvernig ég varð allt í einu hluti einhvers hóps fólks, sem virðist vera utan og ofan við allt? Jafnframt virðist litið á okkur sem sérstakt vandamál. Eldri borgarar eru fólk. Mis-hress og mis-jöfn, en við erum ekki mis-tök. Ef við tökum fyrst mis-hress, þá er það heilbrigðisþjónustan sem skiptir okkur máli og hún þarf að batna. Fjárveitingar til hennar þarf að auka og jafnframt þarf að endurskoða allan rekstur. Þær breytingar þarf að gera í góðri samvinnu við landlæknisembættið, sem sett hefur fram áhugaverðar tillögur í því efni, sem og við starfsfólk. Enginn þekkir þetta kerfi eins vel innanfrá og þeir sem starfa við það og þeir sem þekkja það næst best eru þeir sem mest nota það. Samtal allra þessara aðila þarf að fara fram til þess að breytingar og endurbætur verði raunhæfar. Efla þarf innviði heilsugæslustöðva, uppbyggingu sjúkrahúsa og sjúkrastofnana fyrir langveika sem næst heimabyggð. Þá er komið að öðru máli, sem eru samgöngur og þær er afar mikilvægar í þessu sambandi. Þessi uppbygging þarf að gerast heildstætt og með framtíðarsýn til margra ára og hún verður ekki gerð á einni nóttu. Gagnsæi og einföldun allra kerfa, sem eiga að sinna þjónustuhlutverki við borgarana er undirstaða allra breytinga. Mis-jöfn erum við. Kjörin, aðstaða, skapferli, vaxtarlag og svo mætti lengi telja. Það er þó t.d. eitt sem við eigum sameiginlegt með ungu fólki í dag. Margt eldra fólk óskar eftir að minnka við sig húsnæði, en hefur ekki efni á eða vilja til að kaupa fokdýrar íbúðir fyrir 60 plús eins og það er kallað. Minni og ódýrari íbúðir nýtast bæði ungum og þeim sem eldri eru. Þeir ungu búa í þeim, þar til þeir vilja stækka við sig og þeir eldri þar til þeir fara á dvalarheimili eða annað tilverustig. Hvers vegna eru slíkar íbúðir þá ekki byggðar? Til þess að svo megi verða þarf að breyta byggingareglugerðum, auka lóðaframboð og ná fram frekari hagræðingu hvað varðar byggingarkostnað. Íbúðir þessar þarf að byggja af húsnæðisfélögum sem rekin eru án gróðasjónarmiða. Ég er hrifin af svokölluðu “andels” eða hluta-fyrirkomulagi, eins og tíðkast á Norðurlöndum og mun beita mér fyrir að Píratar athugi þann kost. Píratar eru nú að móta stefnu um leiguíbúðir, sem er góður kostur fyrir þá sem ekki vilja binda sig á íbúðaklafann fyrr en þeir hafa gert upp við sig hvar og hvernig þeir vilja búa. Sérreignastefnan, sem hefur tröllriðið Íslandi, er á undanhaldi. Með auknum ferðalögum og búsetu erlendis um lengri eða skemmri tíma, höfum við kynnst öðrum búsetumöguleikum. Hefur einhver kannað það hvort allir vilji í raun eignast þak yfir höfuðið 25 ára? Vera hugsanlega 40 ár í lánafjötrum. Ég hef nú starfað með Pírötum hér í Borgarbyggð í rúmt ár og verð að segja að það hefur hresst mig mjög. Þetta unga fólk, sem ég hef kynnst hefur mér þótt alveg sérstaklega jákvætt, fordómalaust og opið fyrir nýjum hugmyndum. Þetta er fólkið sem mun erfa landið og ég get að vísu bara talað fyrir mig, en ég treysti þeim fullkomlega. Hvers vegna kann einhver að spyrja? Ég geri það af því að þau kunna að hlusta. Veljum Pírata, veljum fólk sem kann að hlusta.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun