Eldri borgarar og framtíðin Vigdís Pálsdóttir skrifar 17. október 2016 16:23 Mikil er umfjöllun um eldri borgara nú um stundir. Ég telst til þeirra og botna hvorki upp né niður í því hvernig ég varð allt í einu hluti einhvers hóps fólks, sem virðist vera utan og ofan við allt? Jafnframt virðist litið á okkur sem sérstakt vandamál. Eldri borgarar eru fólk. Mis-hress og mis-jöfn, en við erum ekki mis-tök. Ef við tökum fyrst mis-hress, þá er það heilbrigðisþjónustan sem skiptir okkur máli og hún þarf að batna. Fjárveitingar til hennar þarf að auka og jafnframt þarf að endurskoða allan rekstur. Þær breytingar þarf að gera í góðri samvinnu við landlæknisembættið, sem sett hefur fram áhugaverðar tillögur í því efni, sem og við starfsfólk. Enginn þekkir þetta kerfi eins vel innanfrá og þeir sem starfa við það og þeir sem þekkja það næst best eru þeir sem mest nota það. Samtal allra þessara aðila þarf að fara fram til þess að breytingar og endurbætur verði raunhæfar. Efla þarf innviði heilsugæslustöðva, uppbyggingu sjúkrahúsa og sjúkrastofnana fyrir langveika sem næst heimabyggð. Þá er komið að öðru máli, sem eru samgöngur og þær er afar mikilvægar í þessu sambandi. Þessi uppbygging þarf að gerast heildstætt og með framtíðarsýn til margra ára og hún verður ekki gerð á einni nóttu. Gagnsæi og einföldun allra kerfa, sem eiga að sinna þjónustuhlutverki við borgarana er undirstaða allra breytinga. Mis-jöfn erum við. Kjörin, aðstaða, skapferli, vaxtarlag og svo mætti lengi telja. Það er þó t.d. eitt sem við eigum sameiginlegt með ungu fólki í dag. Margt eldra fólk óskar eftir að minnka við sig húsnæði, en hefur ekki efni á eða vilja til að kaupa fokdýrar íbúðir fyrir 60 plús eins og það er kallað. Minni og ódýrari íbúðir nýtast bæði ungum og þeim sem eldri eru. Þeir ungu búa í þeim, þar til þeir vilja stækka við sig og þeir eldri þar til þeir fara á dvalarheimili eða annað tilverustig. Hvers vegna eru slíkar íbúðir þá ekki byggðar? Til þess að svo megi verða þarf að breyta byggingareglugerðum, auka lóðaframboð og ná fram frekari hagræðingu hvað varðar byggingarkostnað. Íbúðir þessar þarf að byggja af húsnæðisfélögum sem rekin eru án gróðasjónarmiða. Ég er hrifin af svokölluðu “andels” eða hluta-fyrirkomulagi, eins og tíðkast á Norðurlöndum og mun beita mér fyrir að Píratar athugi þann kost. Píratar eru nú að móta stefnu um leiguíbúðir, sem er góður kostur fyrir þá sem ekki vilja binda sig á íbúðaklafann fyrr en þeir hafa gert upp við sig hvar og hvernig þeir vilja búa. Sérreignastefnan, sem hefur tröllriðið Íslandi, er á undanhaldi. Með auknum ferðalögum og búsetu erlendis um lengri eða skemmri tíma, höfum við kynnst öðrum búsetumöguleikum. Hefur einhver kannað það hvort allir vilji í raun eignast þak yfir höfuðið 25 ára? Vera hugsanlega 40 ár í lánafjötrum. Ég hef nú starfað með Pírötum hér í Borgarbyggð í rúmt ár og verð að segja að það hefur hresst mig mjög. Þetta unga fólk, sem ég hef kynnst hefur mér þótt alveg sérstaklega jákvætt, fordómalaust og opið fyrir nýjum hugmyndum. Þetta er fólkið sem mun erfa landið og ég get að vísu bara talað fyrir mig, en ég treysti þeim fullkomlega. Hvers vegna kann einhver að spyrja? Ég geri það af því að þau kunna að hlusta. Veljum Pírata, veljum fólk sem kann að hlusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikil er umfjöllun um eldri borgara nú um stundir. Ég telst til þeirra og botna hvorki upp né niður í því hvernig ég varð allt í einu hluti einhvers hóps fólks, sem virðist vera utan og ofan við allt? Jafnframt virðist litið á okkur sem sérstakt vandamál. Eldri borgarar eru fólk. Mis-hress og mis-jöfn, en við erum ekki mis-tök. Ef við tökum fyrst mis-hress, þá er það heilbrigðisþjónustan sem skiptir okkur máli og hún þarf að batna. Fjárveitingar til hennar þarf að auka og jafnframt þarf að endurskoða allan rekstur. Þær breytingar þarf að gera í góðri samvinnu við landlæknisembættið, sem sett hefur fram áhugaverðar tillögur í því efni, sem og við starfsfólk. Enginn þekkir þetta kerfi eins vel innanfrá og þeir sem starfa við það og þeir sem þekkja það næst best eru þeir sem mest nota það. Samtal allra þessara aðila þarf að fara fram til þess að breytingar og endurbætur verði raunhæfar. Efla þarf innviði heilsugæslustöðva, uppbyggingu sjúkrahúsa og sjúkrastofnana fyrir langveika sem næst heimabyggð. Þá er komið að öðru máli, sem eru samgöngur og þær er afar mikilvægar í þessu sambandi. Þessi uppbygging þarf að gerast heildstætt og með framtíðarsýn til margra ára og hún verður ekki gerð á einni nóttu. Gagnsæi og einföldun allra kerfa, sem eiga að sinna þjónustuhlutverki við borgarana er undirstaða allra breytinga. Mis-jöfn erum við. Kjörin, aðstaða, skapferli, vaxtarlag og svo mætti lengi telja. Það er þó t.d. eitt sem við eigum sameiginlegt með ungu fólki í dag. Margt eldra fólk óskar eftir að minnka við sig húsnæði, en hefur ekki efni á eða vilja til að kaupa fokdýrar íbúðir fyrir 60 plús eins og það er kallað. Minni og ódýrari íbúðir nýtast bæði ungum og þeim sem eldri eru. Þeir ungu búa í þeim, þar til þeir vilja stækka við sig og þeir eldri þar til þeir fara á dvalarheimili eða annað tilverustig. Hvers vegna eru slíkar íbúðir þá ekki byggðar? Til þess að svo megi verða þarf að breyta byggingareglugerðum, auka lóðaframboð og ná fram frekari hagræðingu hvað varðar byggingarkostnað. Íbúðir þessar þarf að byggja af húsnæðisfélögum sem rekin eru án gróðasjónarmiða. Ég er hrifin af svokölluðu “andels” eða hluta-fyrirkomulagi, eins og tíðkast á Norðurlöndum og mun beita mér fyrir að Píratar athugi þann kost. Píratar eru nú að móta stefnu um leiguíbúðir, sem er góður kostur fyrir þá sem ekki vilja binda sig á íbúðaklafann fyrr en þeir hafa gert upp við sig hvar og hvernig þeir vilja búa. Sérreignastefnan, sem hefur tröllriðið Íslandi, er á undanhaldi. Með auknum ferðalögum og búsetu erlendis um lengri eða skemmri tíma, höfum við kynnst öðrum búsetumöguleikum. Hefur einhver kannað það hvort allir vilji í raun eignast þak yfir höfuðið 25 ára? Vera hugsanlega 40 ár í lánafjötrum. Ég hef nú starfað með Pírötum hér í Borgarbyggð í rúmt ár og verð að segja að það hefur hresst mig mjög. Þetta unga fólk, sem ég hef kynnst hefur mér þótt alveg sérstaklega jákvætt, fordómalaust og opið fyrir nýjum hugmyndum. Þetta er fólkið sem mun erfa landið og ég get að vísu bara talað fyrir mig, en ég treysti þeim fullkomlega. Hvers vegna kann einhver að spyrja? Ég geri það af því að þau kunna að hlusta. Veljum Pírata, veljum fólk sem kann að hlusta.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun