Foreldrum mismunað Brynhildur Pétursdóttir skrifar 18. október 2016 07:00 Það er jákvætt að loks sé verið að hækka þakið á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði svo einhverju nemur, en sú aðferð að hækka greiðslur á einu bretti um 130 þúsund og miða þá breytingu við ákveðinn dag er vægast sagt furðuleg. Það hlýtur alltaf að vera meginmarkmið stjórnvalda að tryggja eins og kostur er jafnræði meðal þegna landsins. Það er ein forsenda þess að þokkaleg sátt ríki í samfélaginu. Þess vegna er þessi ráðstöfun svo óskiljanleg. Hvaða sanngirni er í því að foreldri barns sem fæðist 15. október fái mörg hundruð þúsund hærri greiðslur úr sameiginlegum sjóðum en ef barnið hefði fæðst degi fyrr? Ég hef einhvers staðar séð því svarað að svona hafi þetta alltaf verið gert en það er auðvitað ekkert svar. Aðferðin verður síst betri þótt henni hafi áður verið beitt. Ég gef mér að ríkisstjórnin hafi á upphafsmetrum sínum gert áætlun um það hvenær og hversu mikið ætti að hækka greiðslur úr fæðingarorlofssjóði á kjörtímabilinu þótt ekkert sé fjallað um það í stjórnarsáttmálanum. Svona ákvörðun er auðvitað ekki tekin á hlaupum og ég ímynda mér að það sé auðvitað bara helber tilviljun að þessi mikla hækkun komi til tveimur vikum fyrir kosningar. Þess vegna væri gott að þeir sem bera ábyrgð á málinu myndu útskýra hvers vegna greiðslur hafi ekki verið hækkaðar jafnt og þétt yfir kjörtímabilið? Það væri að mínu mati eðlilegri leið og sanngjarnari. Fólk á aldrei að fá á tilfinninguna að ákvarðanir stjórnvalda mismuni fólki á tilviljanakenndan hátt. Það er þó tilfellið hér því miður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er jákvætt að loks sé verið að hækka þakið á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði svo einhverju nemur, en sú aðferð að hækka greiðslur á einu bretti um 130 þúsund og miða þá breytingu við ákveðinn dag er vægast sagt furðuleg. Það hlýtur alltaf að vera meginmarkmið stjórnvalda að tryggja eins og kostur er jafnræði meðal þegna landsins. Það er ein forsenda þess að þokkaleg sátt ríki í samfélaginu. Þess vegna er þessi ráðstöfun svo óskiljanleg. Hvaða sanngirni er í því að foreldri barns sem fæðist 15. október fái mörg hundruð þúsund hærri greiðslur úr sameiginlegum sjóðum en ef barnið hefði fæðst degi fyrr? Ég hef einhvers staðar séð því svarað að svona hafi þetta alltaf verið gert en það er auðvitað ekkert svar. Aðferðin verður síst betri þótt henni hafi áður verið beitt. Ég gef mér að ríkisstjórnin hafi á upphafsmetrum sínum gert áætlun um það hvenær og hversu mikið ætti að hækka greiðslur úr fæðingarorlofssjóði á kjörtímabilinu þótt ekkert sé fjallað um það í stjórnarsáttmálanum. Svona ákvörðun er auðvitað ekki tekin á hlaupum og ég ímynda mér að það sé auðvitað bara helber tilviljun að þessi mikla hækkun komi til tveimur vikum fyrir kosningar. Þess vegna væri gott að þeir sem bera ábyrgð á málinu myndu útskýra hvers vegna greiðslur hafi ekki verið hækkaðar jafnt og þétt yfir kjörtímabilið? Það væri að mínu mati eðlilegri leið og sanngjarnari. Fólk á aldrei að fá á tilfinninguna að ákvarðanir stjórnvalda mismuni fólki á tilviljanakenndan hátt. Það er þó tilfellið hér því miður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun