
Hinseginfræðsla fyrir verðandi heilbrigðisstarfsmenn
Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga á Íslandi þá á sjúklingur rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Það þýðir að sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Auk þess skal heilbrigðisstarfsmaður leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Að því sögðu má spyrja sig hvernig hinsegin fólki farnist innan heilbrigðiskerfisins og hvort þekking á hinsegin málefnum meðal heilbrigðisstarfsmanna sé nægileg til að tryggja sem fullkomnasta heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp einstaklinga? Í fyrrnefndri könnun þóttu aðeins 27% af 186 svarendum á heilbrigðisvísindasviði að þeir hafi fengið nægilega fræðslu um hinsegin málefni. Hinsvegar töldu um 87% að þekking á meðal starfsfólks á hinsegin málefnum myndi auka gæði heilbrigðisþjónustu fyrir hinsegin fólk auk þess sem 86% var sammála því að hinseginfræðsla ætti að vera hluti af háskólanámi heilbrigðisstarfsfólks.
Hinsegin fólk eins og hvert annað fólk þarf á heilbrigðisþjónustu að halda á einhverjum tímapunkti. Ákveðnir hinsegin hópar þurfa hinsvegar á viðvarandi heilbrigðisþjónustu að halda. Sumt trans fólk, sem er fólk sem upplifir sig ekki í því kyni sem því var úthlutað við fæðingu, kýs að fara í kynleiðréttingarferli en mikill hluti þess á sér stað innan heilbrigðiskerfisins og hormónameðferð er ævilangt. Intersex fólk þarf einnig oft á langvarandi meðferð að halda t.d. vegna hormóna vanstarfsemi/ofstarfsemi. Intersex fólk er fólk með ódæmigerð kyneinkenni fyrir karl eða konu þar sem kyneinkenni vísa til líkama okkar og einkenna, þ.e. kynlitninga, æxlunarfæra, kynfæra, hormónastarfsemi og annara þátta.
Þó svo að við megum vera mjög stolt af okkar heilbrigðiskerfi og starfsmönnum þá er það staðreynd að hinsegin fólk og sér í lagi trans og intersex fólk verður fyrir mismunun í heilbrigðiskerfinu. Forræðishyggja, fordómar og fáfræði eru helsta uppspretta þessarar mismununar. Forræðishyggja að því leiti að til þess að trans fólk í kynleiðréttingarferli geti fengið nafnabreytingu, hormón og undirgengist skurðaðgerðir þá þarf teymi á Landspítala að greina einstaklinginn með kynáttunarvanda (geðgreining) og meta hvort að einstaklingar séu hæfir í og uppfylli skilyrði þess að geta byrjað í ferli. Þessi skilyrði gefa ekki mikið svigrúm fyrir fólk sem upplifir sig ekki eingöngu sem karl eða konu og ýta undir tvíhyggju kynjakerfi, sbr. skilgreiningu á kynáttunarvanda og orðalagi í lögum um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda nr. 57/2012 þar sem eingöngu er gert ráð fyrir tveimur kynjum. Intersex fólk getur líka lent í forræðishyggju þ.e. lenda í því að sæta óþarfa inngrip. Til dæmis hafa ungabörn með óræð kynfæri verið látin undirgangast óþarfa aðgerðir á kynfærum þeirra án læknisfræðilegra ástæðna. Þessar aðgerðir eru því einungis gerðar til að normalísera útlit þeirra og geta ollið varanlegan skaða á kynfærum. Fordómar gagnvart hinsegin fólki innan heilbrigðiskerfisins eru þakkanlega oftast ómeðvitaðir og stafa líklegast aðallega af fáfræði. Dæmi um þetta er að oft er gert ráð fyrir að einstaklingur sé gagnkynhneigður og cískynja (s.s. ekki trans) þar til annað sannast.
Fræðsla er sterkasta vopnið sem við höfum í baráttu við fordóma. Fordómar eru oftast sprottnir af þekkingarskorti sem gerir fólki erfitt að setja sig í spor annarra. Hér er því mikið svigrúm til að gera betur í að fræða heilbrigðisstarfsfólk um hinsegin málefni, veruleika og hugtök. Í margnefndri könnun skoraði sá hópur nemanda sem hafði fengið hinseginfræðslu marktækt hærra á hinseginþekkingu heldur en þeir sem höfðu ekki fengið fræðslu. Þeir mátu sig einnig betur í stakk búna til að taka á móti hinsegin fólki án nokkurra vandkvæða. Það er því ljóst að hinseginfræðsla er mikilvægt tól til að bæta heilbrigðisþjónustu og með eflingu hinseginfræðslu í háskólanámi verðandi heilbrigðisstarfsmanna væri mikill sigur hafinn.
Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér.
Skoðun

Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur
Eden Frost Kjartansbur skrifar

Þegar ríkið fer á sjóinn
Svanur Guðmundsson skrifar

Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar
Guðbjörg Pálsdóttir skrifar

Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk
Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar

Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni
Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga
Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar

Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Í lífshættu eftir ofbeldi
Jokka G Birnudóttir skrifar

Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við?
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra?
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni
Auður Kjartansdóttir skrifar

Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi
Ingvar Stefánsson skrifar

Raddir fanga
Helgi Gunnlaugsson skrifar

Kann Jón Steindór ekki að reikna?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lífið sem var – á Gaza
Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar

Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar

Tilskipanafyllerí Trumps
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Öfgar á Íslandi
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Borg þarf breidd, land þarf lausnir
Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar

Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum
Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar

Rjúfum þögnina og tölum um dauðann
Ingrid Kuhlman skrifar

Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Verndum vörumerki í tónlist
Eiríkur Sigurðsson skrifar

Hann valdi sér nafnið Leó
Bjarni Karlsson skrifar

Misskilin sjálfsmynd
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hvenær er nóg nóg?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Byggðalína eða Borgarlína
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Úlfar sem forðast sól!
Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar