Samfylkingin fyrir heilbrigðara samfélag Oddný G. Harðardóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Við viljum skapa samfélag þar við njótum öll sömu tækifæra til að mennta okkur og koma þaki yfir höfuðið. Réttlátt samfélag þar sem auðlindir gagnast öllum, veikir fá ókeypis þjónustu og aldraðir lifa góðu lífi. Samfélag þar sem fólk hjálpast að og stendur saman. Ég gekk til liðs við Samfylkinguna árið 2009 af því að ég taldi mig geta lagt gott til við endurreisn Íslands eftir fjármálakreppuna. Aldrei hefði mig grunað að þremur árum síðar sæti ég í fjármálaráðuneyti Íslands með alla þá ábyrgð sem því fylgir. Sú reynsla var dýrmæt því mér lærðist að það er vissulega hægt að stjórna Íslandi með hjartað á réttum stað. Það er hægt að skila hallalausum ríkissjóði og setja meira í heilbrigðisþjónustuna, meira heldur en hafði verið gert í tíu ár þar á undan. Það er hægt að horfa á fjárlögin út frá sjónarhóli barna, eða út frá kynjasjónarhorni, og breyta til góðs.Þetta er allt hægt Samfylkingin ætlar að fjárfesta í heilbrigðisþjónustunni, stíga örugg skref í átt að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og sækja arðinn af auðlindunum með útboði á aflaheimildum. Við ætlum að setja framsækna atvinnustefnu og hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við ætlum að sýna öldruðum sóma og hækka lífeyri í 300 þúsund krónur á mánuði að lágmarki. Bæta kjör öryrkja, tækifæri þeirra og þjónustu. Við ætlum að fjölga leiguíbúðum og sýna samstöðu með ungu fólki við að eignast heimili og með barnafjölskyldum. Við vitum hvernig mögulegt er að fjármagna öll þessi verkefni og við höfum efni á þeim.Hjartað á réttum stað Samfylkingin hefur útfært stefnumál sín vandlega. Það eru góð stjórnmál og heiðarleg að bjóða kjósendum að hafa skoðun á því hvernig skuli leysa stærstu hagsmunamál almennings. Stefnan gengur upp, því þar setjum við fram hjartans mál okkar jafnaðarmanna og leiðir til að fjármagna þau. Stöðugleikinn, sem ríkisstjórnarflokkarnir hæla sér af, er ekki meiri en svo að sjómenn vilja verkfall og félagar í verkalýðshreyfingunni styrkja verkfallssjóði sína vegna óvissunnar sem skapast hefur á vinnumarkaði síðastliðin þrjú ár. Kökunni er ekki jafnt skipt og nú er það næsta verkefni að koma á félagslegum stöðugleika. Kosningamál Samfylkingarinnar eru í samræmi við áherslur verkalýðshreyfingarinnar og það er okkur mikilvægt að ný ríkisstjórn bæti kjör almennings. Kjarninn í því er taka upp nýjan gjaldmiðil, því þannig losum við okkur undan ofurháum vöxtum. Skýr meirihluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um hvort klára eigi aðildarviðræðurnar við ESB, sá vilji verður að ráða för. Þjóðernishyggja og afturhald geta ekki staðið í veginum.Kjósum Samfylkinguna Það er mikilvægt að kjósa Samfylkinguna, alvöru jafnaðarmannaflokk og kjölfestu sem hefur reynslu, þekkingu og þor til að takast á við framtíðina. Afl sem tekur jafnrétti kynjanna alvarlega og sýnir það í verki. Fólk sem vinnur gegn spillingu og frændhygli. Flokk sem hefur jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Við erum með hjartað á réttum stað. Kjósum heilbrigðara samfélag. Kjósum Samfylkinguna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Við viljum skapa samfélag þar við njótum öll sömu tækifæra til að mennta okkur og koma þaki yfir höfuðið. Réttlátt samfélag þar sem auðlindir gagnast öllum, veikir fá ókeypis þjónustu og aldraðir lifa góðu lífi. Samfélag þar sem fólk hjálpast að og stendur saman. Ég gekk til liðs við Samfylkinguna árið 2009 af því að ég taldi mig geta lagt gott til við endurreisn Íslands eftir fjármálakreppuna. Aldrei hefði mig grunað að þremur árum síðar sæti ég í fjármálaráðuneyti Íslands með alla þá ábyrgð sem því fylgir. Sú reynsla var dýrmæt því mér lærðist að það er vissulega hægt að stjórna Íslandi með hjartað á réttum stað. Það er hægt að skila hallalausum ríkissjóði og setja meira í heilbrigðisþjónustuna, meira heldur en hafði verið gert í tíu ár þar á undan. Það er hægt að horfa á fjárlögin út frá sjónarhóli barna, eða út frá kynjasjónarhorni, og breyta til góðs.Þetta er allt hægt Samfylkingin ætlar að fjárfesta í heilbrigðisþjónustunni, stíga örugg skref í átt að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og sækja arðinn af auðlindunum með útboði á aflaheimildum. Við ætlum að setja framsækna atvinnustefnu og hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við ætlum að sýna öldruðum sóma og hækka lífeyri í 300 þúsund krónur á mánuði að lágmarki. Bæta kjör öryrkja, tækifæri þeirra og þjónustu. Við ætlum að fjölga leiguíbúðum og sýna samstöðu með ungu fólki við að eignast heimili og með barnafjölskyldum. Við vitum hvernig mögulegt er að fjármagna öll þessi verkefni og við höfum efni á þeim.Hjartað á réttum stað Samfylkingin hefur útfært stefnumál sín vandlega. Það eru góð stjórnmál og heiðarleg að bjóða kjósendum að hafa skoðun á því hvernig skuli leysa stærstu hagsmunamál almennings. Stefnan gengur upp, því þar setjum við fram hjartans mál okkar jafnaðarmanna og leiðir til að fjármagna þau. Stöðugleikinn, sem ríkisstjórnarflokkarnir hæla sér af, er ekki meiri en svo að sjómenn vilja verkfall og félagar í verkalýðshreyfingunni styrkja verkfallssjóði sína vegna óvissunnar sem skapast hefur á vinnumarkaði síðastliðin þrjú ár. Kökunni er ekki jafnt skipt og nú er það næsta verkefni að koma á félagslegum stöðugleika. Kosningamál Samfylkingarinnar eru í samræmi við áherslur verkalýðshreyfingarinnar og það er okkur mikilvægt að ný ríkisstjórn bæti kjör almennings. Kjarninn í því er taka upp nýjan gjaldmiðil, því þannig losum við okkur undan ofurháum vöxtum. Skýr meirihluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um hvort klára eigi aðildarviðræðurnar við ESB, sá vilji verður að ráða för. Þjóðernishyggja og afturhald geta ekki staðið í veginum.Kjósum Samfylkinguna Það er mikilvægt að kjósa Samfylkinguna, alvöru jafnaðarmannaflokk og kjölfestu sem hefur reynslu, þekkingu og þor til að takast á við framtíðina. Afl sem tekur jafnrétti kynjanna alvarlega og sýnir það í verki. Fólk sem vinnur gegn spillingu og frændhygli. Flokk sem hefur jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Við erum með hjartað á réttum stað. Kjósum heilbrigðara samfélag. Kjósum Samfylkinguna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun