Var hrunið stjórnarskránni að kenna? Hjörtur Hjartarson skrifar 28. október 2016 07:00 Nýja stjórnarskráin, sem lá fyrir Alþingi fullbúin undir lok síðasta kjörtímabils, er enn á ný í sviðsljósinu. Tilraunin til að þegja hana í hel mistókst. Því heyrist aftur á ný þrástefið – alltaf án rökstuðnings – um að hrunið hafi ekki verið stjórnarskránni að kenna. Sú fullyrðing er rétt, en aðeins að því leyti að ábyrgðinni á hruninu verður ekki komið yfir á stjórnarskrána. Við vitum nokkurn veginn hvar ábyrgðin liggur, a.m.k. þau okkar sem muna eitthvað úr Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið. Nýlegar fréttir af framgöngu fyrrverandi seðlabankastjóra, Davíðs Oddssonar, skömmu fyrir hrun gefa líka vísbendingar. Örstutt upptalning varpar ljósi á málið: Formenn tveggja stjórnmálaflokka skiptu á milli sín bankakerfi þjóðarinnar og afhentu vildarvinum flokkanna. Tæpum sex árum síðar hrundi fjármálakerfið undan spillingunni með brauki og bramli. Líf tugþúsunda gekk úr skorðum. Tveir flokksformenn, áðurnefndir, lögðu nafn Íslands við ólöglegt árásarstríð á hendur öðru ríki, og þurftu hvorki að tala við kóng né prest. Landsmenn búa við óréttlátt kosningakerfi sem þeir hafa hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, en því er ekki breytt vegna þess að stjórnmálaflokkarnir ætla sér viðhalda óréttlætinu. Þjóðin má una við óréttláta skiptingu arðs af sinni helstu auðlind í áratugi þótt milli 80 og 90% landsmanna séu því andvíg. Jarðvegur ofríkis Þetta fengist staðist nema í skjóli þess að við búum við úrelta og ólýðræðislega stjórnarskrá. Stjórnarskrá sem er jarðvegur ofríkis og sérhagsmunagæslu örfárra og tryggir um leið valdaleysi almennings. Stjórnmálastéttin hét þjóðinni því árið 1944 að hún myndi semja sér sína eigin stjórnarskrá um leið og sjálfstæðismálið væri afgreitt. Það var svikið í 70 ár. Í Kastljósi Sjónvarpsins þann 25. nóvember 2010 sagði Eiríkur Tómasson, þá prófessor í stjórnskipunarrétti og nú hæstaréttardómari, um tregðuna til að standa við fyrirheitið frá 1944: „Valdið hefur safnast á hendur ríkisstjórnarinnar eða ráðherranna, og fyrst og fremst oddvita stjórnarflokkanna ... Stjórnmálaflokkarnir byggja völd sín á þessum miklu völdum. ... Stjórnmálamenn hafa einhverra hluta vegna, ég held af ásettu ráði, ekki viljað breyta þessu.“ Það er eðlilegt að mesti fúinn í hinu gamalgróna valdakerfi landsins skuli standa gegn nýju stjórnarskránni. En það er of langt gengið að virða ekki vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá. Afdráttarlaust. Slíkt gerist ekki í lýðræðisríki. Þær breytingar sem ný stjórnarskrá hefur í för með sér eru auk þess lífsnauðsynlegar íslensku samfélagi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nýja stjórnarskráin, sem lá fyrir Alþingi fullbúin undir lok síðasta kjörtímabils, er enn á ný í sviðsljósinu. Tilraunin til að þegja hana í hel mistókst. Því heyrist aftur á ný þrástefið – alltaf án rökstuðnings – um að hrunið hafi ekki verið stjórnarskránni að kenna. Sú fullyrðing er rétt, en aðeins að því leyti að ábyrgðinni á hruninu verður ekki komið yfir á stjórnarskrána. Við vitum nokkurn veginn hvar ábyrgðin liggur, a.m.k. þau okkar sem muna eitthvað úr Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið. Nýlegar fréttir af framgöngu fyrrverandi seðlabankastjóra, Davíðs Oddssonar, skömmu fyrir hrun gefa líka vísbendingar. Örstutt upptalning varpar ljósi á málið: Formenn tveggja stjórnmálaflokka skiptu á milli sín bankakerfi þjóðarinnar og afhentu vildarvinum flokkanna. Tæpum sex árum síðar hrundi fjármálakerfið undan spillingunni með brauki og bramli. Líf tugþúsunda gekk úr skorðum. Tveir flokksformenn, áðurnefndir, lögðu nafn Íslands við ólöglegt árásarstríð á hendur öðru ríki, og þurftu hvorki að tala við kóng né prest. Landsmenn búa við óréttlátt kosningakerfi sem þeir hafa hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, en því er ekki breytt vegna þess að stjórnmálaflokkarnir ætla sér viðhalda óréttlætinu. Þjóðin má una við óréttláta skiptingu arðs af sinni helstu auðlind í áratugi þótt milli 80 og 90% landsmanna séu því andvíg. Jarðvegur ofríkis Þetta fengist staðist nema í skjóli þess að við búum við úrelta og ólýðræðislega stjórnarskrá. Stjórnarskrá sem er jarðvegur ofríkis og sérhagsmunagæslu örfárra og tryggir um leið valdaleysi almennings. Stjórnmálastéttin hét þjóðinni því árið 1944 að hún myndi semja sér sína eigin stjórnarskrá um leið og sjálfstæðismálið væri afgreitt. Það var svikið í 70 ár. Í Kastljósi Sjónvarpsins þann 25. nóvember 2010 sagði Eiríkur Tómasson, þá prófessor í stjórnskipunarrétti og nú hæstaréttardómari, um tregðuna til að standa við fyrirheitið frá 1944: „Valdið hefur safnast á hendur ríkisstjórnarinnar eða ráðherranna, og fyrst og fremst oddvita stjórnarflokkanna ... Stjórnmálaflokkarnir byggja völd sín á þessum miklu völdum. ... Stjórnmálamenn hafa einhverra hluta vegna, ég held af ásettu ráði, ekki viljað breyta þessu.“ Það er eðlilegt að mesti fúinn í hinu gamalgróna valdakerfi landsins skuli standa gegn nýju stjórnarskránni. En það er of langt gengið að virða ekki vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá. Afdráttarlaust. Slíkt gerist ekki í lýðræðisríki. Þær breytingar sem ný stjórnarskrá hefur í för með sér eru auk þess lífsnauðsynlegar íslensku samfélagi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun