Afar fáir Sýrlendingar í hópi þeirra sem sækja um hæli hér Snærós Sindradóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Gistiskýli var opnað á Krókhálsi fyrir hælisleitendur. Gistiskýlið er fyrsti móttökustaður hælisleitenda sem koma hingað án maka og barna og mun hýsa allt að 75 manns. Þeir sem þar dvelja eru í fullu fæði. vísir/Anton Brink Fimm prósent þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi það sem af er ári eru frá Sýrlandi. Tæplega helmingur hælisleitendanna er frá Albaníu og Makedóníu, eða 265 talsins af 560 í heildina. Það er algjört metár á Íslandi í fjölda hælisumsókna en heimurinn glímir nú við stærsta flóttamannavanda síðan mælingar hófust. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að 65 milljón manns flokkist nú sem flóttamenn um heim allan, sem er tæplega eitt prósent mannkyns. Stærstur hluti flóttamanna í heiminum kemur frá Miðausturlöndum, eða 39 prósent, ef marka má tölur Sameinuðu þjóðanna. Tölur Útlendingastofnunar benda til þess að tæplega 20 prósent þeirra sem sækja um hæli hér á landi komi frá löndunum sem teljast til Miðausturlanda.Konur eru tæp átján prósent þeirra hælisleitenda sem hingað koma og börn um 22 prósent. Tvö börn hafa komið fylgdarlaus frá Sýrlandi, strákur og stelpa. Flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur vakið sérstaka athygli síðan á síðasta ári, en Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að um 13,5 milljónir Sýrlendinga séu á flótta og þar af 4,8 milljónir utan Sýrlands. Þess vegna vekur athygli hve fáir sýrlenskir hælisleitendur koma hingað til lands. Árið 2015 voru hælisleitendur frá Sýrlandi um átta prósent umsækjenda en þá voru töluvert færri umsækjendur um hæli, eða 354 talsins. Þrátt fyrir það hafði talan tvöfaldast frá árinu á undan þegar 176 sóttu um hæli árið 2014. Minnihluti umsækjenda fær hæli hér á landi. Sextíu prósent hælisleitenda sem hingað leituðu árið 2015 fengu umsókn sína tekna til efnismeðferðar og af þeim hópi var 58 prósentum synjað um hæli. Sama staða er uppi á þessu ári. Um 57 prósent hælisleitenda fengu umsókn sína tekna til efnislegrar meðferðar og Útlendingastofnun synjaði 73 prósentum þeirra um hæli. Meðferðartími málanna hefur styst á tímabilinu og verið 79 dagar að meðaltali.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Fimm prósent þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi það sem af er ári eru frá Sýrlandi. Tæplega helmingur hælisleitendanna er frá Albaníu og Makedóníu, eða 265 talsins af 560 í heildina. Það er algjört metár á Íslandi í fjölda hælisumsókna en heimurinn glímir nú við stærsta flóttamannavanda síðan mælingar hófust. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að 65 milljón manns flokkist nú sem flóttamenn um heim allan, sem er tæplega eitt prósent mannkyns. Stærstur hluti flóttamanna í heiminum kemur frá Miðausturlöndum, eða 39 prósent, ef marka má tölur Sameinuðu þjóðanna. Tölur Útlendingastofnunar benda til þess að tæplega 20 prósent þeirra sem sækja um hæli hér á landi komi frá löndunum sem teljast til Miðausturlanda.Konur eru tæp átján prósent þeirra hælisleitenda sem hingað koma og börn um 22 prósent. Tvö börn hafa komið fylgdarlaus frá Sýrlandi, strákur og stelpa. Flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur vakið sérstaka athygli síðan á síðasta ári, en Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að um 13,5 milljónir Sýrlendinga séu á flótta og þar af 4,8 milljónir utan Sýrlands. Þess vegna vekur athygli hve fáir sýrlenskir hælisleitendur koma hingað til lands. Árið 2015 voru hælisleitendur frá Sýrlandi um átta prósent umsækjenda en þá voru töluvert færri umsækjendur um hæli, eða 354 talsins. Þrátt fyrir það hafði talan tvöfaldast frá árinu á undan þegar 176 sóttu um hæli árið 2014. Minnihluti umsækjenda fær hæli hér á landi. Sextíu prósent hælisleitenda sem hingað leituðu árið 2015 fengu umsókn sína tekna til efnismeðferðar og af þeim hópi var 58 prósentum synjað um hæli. Sama staða er uppi á þessu ári. Um 57 prósent hælisleitenda fengu umsókn sína tekna til efnislegrar meðferðar og Útlendingastofnun synjaði 73 prósentum þeirra um hæli. Meðferðartími málanna hefur styst á tímabilinu og verið 79 dagar að meðaltali.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira