Innlent

Gestastofan verður dýrari

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ferðamenn við Hakið á Þingvöllum.
Ferðamenn við Hakið á Þingvöllum. vísir/pjetur
Bygging gestastofu á Hakinu í þjóðgarðinum á Þingvöllum verður 20 prósent dýrari en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Þetta kemur fram í fundargerð Þingvallanefndar frá 6. september sem birt var í gær.

Þrjú tilboð bárust í gestastofuna eftir útboð Ríkiskaupa. Lægsta tilboðið, frá Þarfaþingi, nam tæpum 447 milljónum króna. Kostnaðar­áætlunin var 360 milljónir.

„Kostnaðaraukinn skýrist aðallega af því að vinnusvæðið er erfitt og jarðvinna er mikil,“ segir meðal annars í fundargerðinni en samþykkt var að taka tilboði Þarfaþings og leita til forsætisráðuneytisins og Alþingis um fjármögnun. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×