Körfubolti

Snæfell í 8-liða úrslitin eftir nauman sigur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gunnhildur Gunnarsdóttir var með átta stig í dag.
Gunnhildur Gunnarsdóttir var með átta stig í dag. Vísir/Eyþór
Það var háspenna þegar Snæfell tók á móti Val á Stykkishólmi í 16-liða úrslitum Maltbikarsins en leiknum lauk með naumum sigri Snæfells 79-76. Var það lokasprettur Snæfells sem tryggði sigurinn.

Mikið jafnræði var í leiknum og skiptust liðin á körfum allan leikinn en munurinn fór aldrei í meira en átta stig. Leiddi Snæfell með einu stigi í hálfleik 40-39.

Valskonur náðu forskotinu á ný í þriðja leikhluta og leiddu 59-56 fyrir lokaleikhlutann. Liðin skiptust á körfum í fjórða leikhluta en þristur Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur þegar 44 sekúndur voru til leiksloka reyndist gera út um leikinn.

Aaryn Ellenberg-Wiley var stigahæst í liði Snæfells með 25 stig en hún gældi við þrefalda tvennu með 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Berglind Gunnarsdóttir setti niður 19 stig en Pálína kom næst með 14 stig.

Í liði Valskvenna var Mia Loyd með tröllatvennu með 31 stig og 21 frákast en Bergþóra Holton Tómasdóttir bætti við tólf stigum.og Hallveig Jónsdóttir tíu stigum.

Tölfræði leiks:

Snæfell-Valur 79-76 (16-22, 24-17, 16-20, 23-17)

Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 25/10 fráköst/7 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 19/4 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 14/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Bryndís Guðmundsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/4 fráköst.

Valur: Mia Loyd 31/21 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 12, Hallveig Jónsdóttir 10, Dagbjört Samúelsdóttir 9, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4/6 fráköst, Elfa Falsdottir 2, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 2. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×