Forréttindi að fá að dvelja fyrir vestan Kjartan Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2016 20:00 Kristján Freyr býr og starfar í Reykjavík en kemur til með að dvelja meira fyrir vestan næstu mánuði. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta eru nú kannski ekkert stærri fréttir en þær að Guðjón Valur sé valinn í landsliðið. Hann sagði í viðtali að hann vonaðist til þess að hann væri ekki valinn vegna þess að hann heiti Guðjón Valur heldur vegna þess að hann geti eitthvað í handbolta. Ég tek undir þetta,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, nýráðinn rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem fer fram á Ísafirði um páskana ár hvert. Ástæða þess að Kristján Freyr kýs að gera lítið úr fréttagildi ráðningarinnar er í raun sú að hann hefur verið í innsta hring Aldrei fór ég suður allt frá því að hátíðin var fyrst haldin árið 2004, en sjálfur er hann borinn og barnfæddur Hnífsdælingur. „Hingað til hef ég tekið þátt í undirbúningi hátíðarinnar í bakherbergjum, en ákvað nú að taka þeirri áskorun að stýra henni,“ segir Kristján Freyr, sem starfar sem hugmynda- og textasmiður hjá H:N Markaðssamskiptum og tónlistarmaður með hljómsveitunum Prins Póló, Dr. Gunna og fleirum. Hann segir aðstandendur Aldrei fór ég suður hafa unnið að því hörðum höndum að betrumbæta vinnubrögð og skipulag á undirbúningi undanfarin ár og hátíðin hafi vaxið og dafnað í samræmi við það, sem sést meðal annars á því að nú þegar hafa nokkur atriði verið bókuð á næstu hátíð. Kristján vill þó ekki greina frá því að svo stöddu hvaða hljómsveitir og tónleikafólk er um að ræða. „Við erum alltaf að stækka hópinn og þetta er ekki lengur fjögurra eða fimm manna vinaklíka sem sér um allan undirbúning. Við tókum þann pól í hæðina að reyna að dreifa ánægjunni svo enginn myndi brenna út og það er ástæða þess að ég, Birna Jónasdóttir [fráfarandi rokkstjóri], Mugison og fleiri höfum verið í þessu svona lengi. Við höfum fengið svo margar góðar hendur og heila til liðs við okkur. Velvildin sem hátíðin nýtur hjá bæjarbúum og yfirvöldum fyrir vestan er líka alveg ótrúleg og þar eru allir ávallt til í að leggja hönd á plóginn.“ Kristján Freyr býr og starfar í Reykjavík og segist aðspurður líta á það sem forréttindi, sem brottfluttur einstaklingur, að fá að dvelja meira fyrir vestan við ýmiss konar undirbúning fram að næstu hátíð og ekki síst á meðan sjálf hátíðin stendur yfir. „Þetta gerir maður ekki nema maður búi að skilningsríkri fjölskyldu og vinnuveitendum. Ég býst við að verða það mikið fyrir vestan að ég þarf eiginlega að athuga hvort gamla unglingaherbergið mitt sé ekki laust.“ Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
„Þetta eru nú kannski ekkert stærri fréttir en þær að Guðjón Valur sé valinn í landsliðið. Hann sagði í viðtali að hann vonaðist til þess að hann væri ekki valinn vegna þess að hann heiti Guðjón Valur heldur vegna þess að hann geti eitthvað í handbolta. Ég tek undir þetta,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, nýráðinn rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem fer fram á Ísafirði um páskana ár hvert. Ástæða þess að Kristján Freyr kýs að gera lítið úr fréttagildi ráðningarinnar er í raun sú að hann hefur verið í innsta hring Aldrei fór ég suður allt frá því að hátíðin var fyrst haldin árið 2004, en sjálfur er hann borinn og barnfæddur Hnífsdælingur. „Hingað til hef ég tekið þátt í undirbúningi hátíðarinnar í bakherbergjum, en ákvað nú að taka þeirri áskorun að stýra henni,“ segir Kristján Freyr, sem starfar sem hugmynda- og textasmiður hjá H:N Markaðssamskiptum og tónlistarmaður með hljómsveitunum Prins Póló, Dr. Gunna og fleirum. Hann segir aðstandendur Aldrei fór ég suður hafa unnið að því hörðum höndum að betrumbæta vinnubrögð og skipulag á undirbúningi undanfarin ár og hátíðin hafi vaxið og dafnað í samræmi við það, sem sést meðal annars á því að nú þegar hafa nokkur atriði verið bókuð á næstu hátíð. Kristján vill þó ekki greina frá því að svo stöddu hvaða hljómsveitir og tónleikafólk er um að ræða. „Við erum alltaf að stækka hópinn og þetta er ekki lengur fjögurra eða fimm manna vinaklíka sem sér um allan undirbúning. Við tókum þann pól í hæðina að reyna að dreifa ánægjunni svo enginn myndi brenna út og það er ástæða þess að ég, Birna Jónasdóttir [fráfarandi rokkstjóri], Mugison og fleiri höfum verið í þessu svona lengi. Við höfum fengið svo margar góðar hendur og heila til liðs við okkur. Velvildin sem hátíðin nýtur hjá bæjarbúum og yfirvöldum fyrir vestan er líka alveg ótrúleg og þar eru allir ávallt til í að leggja hönd á plóginn.“ Kristján Freyr býr og starfar í Reykjavík og segist aðspurður líta á það sem forréttindi, sem brottfluttur einstaklingur, að fá að dvelja meira fyrir vestan við ýmiss konar undirbúning fram að næstu hátíð og ekki síst á meðan sjálf hátíðin stendur yfir. „Þetta gerir maður ekki nema maður búi að skilningsríkri fjölskyldu og vinnuveitendum. Ég býst við að verða það mikið fyrir vestan að ég þarf eiginlega að athuga hvort gamla unglingaherbergið mitt sé ekki laust.“
Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira