„Græni liturinn er dálítið dularfullur“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2016 14:34 Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson, Smári McCarthy og Óttarr Proppé, öll í grænu. Vísir „Ég tók eftir þessu líka,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir spurður út í val leiðtoga stjórnmálaflokkanna á grænum klæðnaði nú þegar þeir ræðast við vegna mögulegrar stjórnarmyndunar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk í gær stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og tók í kjölfarið á móti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í ráðherrabústaðnum við Reykjavíkurtjörn í gær.Heiðar Jónsson.Vísir/StefánÍ morgun mætti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, til fundar við Bjarna í ráðherrabústaðnum klædd í grænar buxur. Bjarni sást skömmu síðar klæddur grænni peysu, sem og Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Þá hefur grænn jakki Óttarrs Proppé, formanns Bjartar framtíðar, vakið mikla athygli. Heiðar segist í samtali við Vísi hafa tekið eftir þessu litavali, en hann segir græna litinn vera í tísku nú í haust. „Þetta er einn af litunum sem er inni og ég held að það hitti bara þannig á,“ segir Heiðar. Hann segir Katrínu hafa notað þennan lit áður. „Þetta er því ekki nýtt hjá henni.“ Varðandi Óttarr, þá segir Heiðar þennan græna jakka vera af sama litarhætti og karrýguli jakkinn sem hann var áður svo þekktur fyrir að klæðast. „Þannig að hann er að halda sig í sínu. Þetta eru litir sem passa vel saman.“ Heiðar segist ekki muna til þess að hafa séð Bjarna Benediktsson áður í svona lit. „En hann er tískumógúll. Það væri alveg ráðlagt fyrir tískuherrana að hafa hann sem fyrirmynd. Hann fylgist mjög vel með.“ Grænn er litur náttúrunnar, getur táknað vöxt, samræmi, ferskleika og frjósemi og hefur sterka samsvörun við öryggi. Heiðar bendir einnig á að það sé nokkuð merkilegt við græna litinn því hann sé í raun lykillitur. „Hann er hvorki heitur né kaldur, hann er bæði. Þannig að hann gefur ekki upp mikið, á jákvæðan máta. Græni liturinn er dálítið dularfullur. Hann er því eðlilegur við þessar aðstæður því hann talar ekki af sér.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tveggja tíma fundi Katrínar og Bjarna lokið Fundi Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins lauk nú rétt fyrir klukkan 12. 3. nóvember 2016 12:13 Hófst strax handa við að mynda ríkisstjórn Formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við alla formenn þeirra flokka sem eiga þingmenn á Alþingi. Forseti Íslands gefur formanninum nokkra daga áður en hann þarf að upplýsa um gang viðræðna. 3. nóvember 2016 07:00 Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53 Píratar funda með Bjarna Píratarnir Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy mættu til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum núna klukkan 13. 3. nóvember 2016 13:12 Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
„Ég tók eftir þessu líka,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir spurður út í val leiðtoga stjórnmálaflokkanna á grænum klæðnaði nú þegar þeir ræðast við vegna mögulegrar stjórnarmyndunar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk í gær stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og tók í kjölfarið á móti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í ráðherrabústaðnum við Reykjavíkurtjörn í gær.Heiðar Jónsson.Vísir/StefánÍ morgun mætti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, til fundar við Bjarna í ráðherrabústaðnum klædd í grænar buxur. Bjarni sást skömmu síðar klæddur grænni peysu, sem og Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Þá hefur grænn jakki Óttarrs Proppé, formanns Bjartar framtíðar, vakið mikla athygli. Heiðar segist í samtali við Vísi hafa tekið eftir þessu litavali, en hann segir græna litinn vera í tísku nú í haust. „Þetta er einn af litunum sem er inni og ég held að það hitti bara þannig á,“ segir Heiðar. Hann segir Katrínu hafa notað þennan lit áður. „Þetta er því ekki nýtt hjá henni.“ Varðandi Óttarr, þá segir Heiðar þennan græna jakka vera af sama litarhætti og karrýguli jakkinn sem hann var áður svo þekktur fyrir að klæðast. „Þannig að hann er að halda sig í sínu. Þetta eru litir sem passa vel saman.“ Heiðar segist ekki muna til þess að hafa séð Bjarna Benediktsson áður í svona lit. „En hann er tískumógúll. Það væri alveg ráðlagt fyrir tískuherrana að hafa hann sem fyrirmynd. Hann fylgist mjög vel með.“ Grænn er litur náttúrunnar, getur táknað vöxt, samræmi, ferskleika og frjósemi og hefur sterka samsvörun við öryggi. Heiðar bendir einnig á að það sé nokkuð merkilegt við græna litinn því hann sé í raun lykillitur. „Hann er hvorki heitur né kaldur, hann er bæði. Þannig að hann gefur ekki upp mikið, á jákvæðan máta. Græni liturinn er dálítið dularfullur. Hann er því eðlilegur við þessar aðstæður því hann talar ekki af sér.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tveggja tíma fundi Katrínar og Bjarna lokið Fundi Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins lauk nú rétt fyrir klukkan 12. 3. nóvember 2016 12:13 Hófst strax handa við að mynda ríkisstjórn Formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við alla formenn þeirra flokka sem eiga þingmenn á Alþingi. Forseti Íslands gefur formanninum nokkra daga áður en hann þarf að upplýsa um gang viðræðna. 3. nóvember 2016 07:00 Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53 Píratar funda með Bjarna Píratarnir Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy mættu til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum núna klukkan 13. 3. nóvember 2016 13:12 Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Tveggja tíma fundi Katrínar og Bjarna lokið Fundi Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins lauk nú rétt fyrir klukkan 12. 3. nóvember 2016 12:13
Hófst strax handa við að mynda ríkisstjórn Formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við alla formenn þeirra flokka sem eiga þingmenn á Alþingi. Forseti Íslands gefur formanninum nokkra daga áður en hann þarf að upplýsa um gang viðræðna. 3. nóvember 2016 07:00
Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53
Píratar funda með Bjarna Píratarnir Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy mættu til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum núna klukkan 13. 3. nóvember 2016 13:12
Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05