Innlent

Leyndarmálið á bak við ferðamannasprengjuna á Íslandi afhjúpað í New York Times

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ferðamönnum hefur farið ört fjölgandi hér á landi seinustu ár.
Ferðamönnum hefur farið ört fjölgandi hér á landi seinustu ár. vísir/pjetur
„Ísland hefur uppgötvað leyndarmálið á bak við það hvernig á að koma sér upp öflugum ferðamannaiðnaði: fyrst efnahagshrun og svo eldgos.“

Þannig hefst ítarleg grein New York Times um ferðamannaiðnaðinn á Íslandi sem hefur farið ört vaxandi síðustu ár eins og þjóðin hefur væntanlega ekki farið varhluta af. Í greininni er það rakið hvernig rekja megi aukinn ferðamannafjölda hér á landi annars vegar til hrunsins 2008 og hins vegar til eldgossins í Eyjafjallajökli 2010.

Eldgosið hafi þannig komið Íslandi á kortið þar sem gríðarleg fjölmiðlaumfjöllun fylgdi gosinu og augu heimsins beindust að Íslandi, ekki kannski síst fyrir þær sakir að gosið raskaði flugsamgöngum til og frá Evrópu.

„Íslandi var bjargað af hruninu og eldgosinu,“ er haft eftir Friðrik Pálssyni eiganda Hótel Rangár í grein New York Times. Hann segist aldrei hafa neitt vaxið jafn hratt og ferðaþjónustuna hér á landi.

Í greininni er jafnframt litið til uppgangs Pírata í stjórnmálunum sem mögulega ástæðu þess að ferðamenn flykkist til Íslands enda hefur gott gengi þeirra vakið töluverða athygli út fyrir landsteinana.

Grein New York Times má sjá í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×