Innlent

Ungir ferðalangar vilja frekar fara í Bláa lónið en sjá Pýramídana

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bláa lónið er vinsælt.
Bláa lónið er vinsælt. Vísir/GVA
Baðferð í Bláa lónið er eftirsóknarverðari meðal ungra ferðalanga en að sjá Kínamúrinn eða Píramídana í Egyptalandi samkvæmt nýrri könnun ferðaþjónustufyrirtækisins Contiki.

Alls voru fimm þúsund svokallaðir millennials, eða fólk fætt á árunum 1980 til 2000, spurðir að því hvert þeir vildu helst fara og bar Bláa lónið sigur úr bítum í könnunni.

Kínamúrinn og Pýramídarnir lentu í 2. og 3. sæti en ferð til Byron Bay í Ástralíu og að læra að búa til pítsu á Ítalíu lentu í fjórða og fimmta sæti.

Contiki sérhæfir sig í ferðaþjónustu fyrir yngra fólk og er afar öflugt á þeim markaði. Ísland er fljótt að verða einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í heiminum enda kemur hingað til lands metfjöldi ferðamanna ár eftir ár.

Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×