Erlendir ferðamenn aðstoðuðu konu eftir slys og tóku upp á myndband Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2016 19:40 Auður brýnir fyrir öllum að bílbeltin bjargi mannslífum. Myndir/Facebook-síða auðar „Ég kippi í stýrið, fer á skiltið og þrjár veltur. Sjálf rak ég höfuðið í gluggann sem brotnar og fæ skurð. Síðan fæ ég flösku í andlitið og rek höfuðið í stýrið og man svo ekkert meira. Í myndbandinu er ég öskrandi en ég man ekkert eftir því,“ segir Auður Geirsdóttir sem lenti í bílslysi á Suðurlandsvegi, skammt frá Litlu kaffistofunni í gær. Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang og tóku aðkomuna upp á myndband þar sem heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. Auður segist hafa verið að keyra fyrir aftan vörubíl og mikið slabb og hálka hafi verið á veginum. „Það fór mikið slabb á rúðuna hjá mér svo ég sá mjög lítið. Ég var búinn að vera mjög lengi fyrir aftan bílinn svo ég ákvað að taka fram úr honum. Ég var með rúðuþurrkurnar í botni og færi mig yfir og svo breyttist tvöfaldi vegurinn í einfaldan þannig að ég ók á skilti með þessum afleiðingum.“Hún segist ekki muna eftir mönnunum sem komu að bílnum hennar og tóku upp myndbandið. „Ég man ekkert eftir þeim en ég man eftir tveimur hjúkrunarfræðingum sem einnig áttu leið hjá, hjálpuðu mér út úr bílnum og sinntu mér þarna á staðnum. Ég veit ekkert hvað þær heita en ég er þeim ótrúlega þakklát,“ segir Auður, en sjúkrabíll kom svo á slysstaðinn og flutti hana á Landspítalann. Auður fékk svo símtal í dag þar sem bent var á að myndband hefði verið birt á netinu þar sem sjá mátti hana öskrandi í bíl sínum skömmu eftir slysið. „Ég man ekkert eftir þessum mönnum eða að þeir hafi verið að taka upp. Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekkert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti í umferðinni. Það var samt skrýtið að sjá sjálfa mig í þessu myndbandi. Ég fór að hágráta þegar ég sá það.“ Auður er nú komin heim af sjúkrahúsi þar sem henni eru gefin verkjastillandi lyf. „Mér er samt illt í bakinu og höfðinu en er annars góð. Ég á bara að slaka á næstu daga. Það var vel hugsað um mig á spítalanum og er starfsfólkinu þar ótrúlega þakklát,“ segir Auður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Ég kippi í stýrið, fer á skiltið og þrjár veltur. Sjálf rak ég höfuðið í gluggann sem brotnar og fæ skurð. Síðan fæ ég flösku í andlitið og rek höfuðið í stýrið og man svo ekkert meira. Í myndbandinu er ég öskrandi en ég man ekkert eftir því,“ segir Auður Geirsdóttir sem lenti í bílslysi á Suðurlandsvegi, skammt frá Litlu kaffistofunni í gær. Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang og tóku aðkomuna upp á myndband þar sem heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. Auður segist hafa verið að keyra fyrir aftan vörubíl og mikið slabb og hálka hafi verið á veginum. „Það fór mikið slabb á rúðuna hjá mér svo ég sá mjög lítið. Ég var búinn að vera mjög lengi fyrir aftan bílinn svo ég ákvað að taka fram úr honum. Ég var með rúðuþurrkurnar í botni og færi mig yfir og svo breyttist tvöfaldi vegurinn í einfaldan þannig að ég ók á skilti með þessum afleiðingum.“Hún segist ekki muna eftir mönnunum sem komu að bílnum hennar og tóku upp myndbandið. „Ég man ekkert eftir þeim en ég man eftir tveimur hjúkrunarfræðingum sem einnig áttu leið hjá, hjálpuðu mér út úr bílnum og sinntu mér þarna á staðnum. Ég veit ekkert hvað þær heita en ég er þeim ótrúlega þakklát,“ segir Auður, en sjúkrabíll kom svo á slysstaðinn og flutti hana á Landspítalann. Auður fékk svo símtal í dag þar sem bent var á að myndband hefði verið birt á netinu þar sem sjá mátti hana öskrandi í bíl sínum skömmu eftir slysið. „Ég man ekkert eftir þessum mönnum eða að þeir hafi verið að taka upp. Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekkert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti í umferðinni. Það var samt skrýtið að sjá sjálfa mig í þessu myndbandi. Ég fór að hágráta þegar ég sá það.“ Auður er nú komin heim af sjúkrahúsi þar sem henni eru gefin verkjastillandi lyf. „Mér er samt illt í bakinu og höfðinu en er annars góð. Ég á bara að slaka á næstu daga. Það var vel hugsað um mig á spítalanum og er starfsfólkinu þar ótrúlega þakklát,“ segir Auður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira