Körfubolti

Kanaskipti hjá Keflavík

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Moorer í leik með Virgina háskólanum.
Moorer í leik með Virgina háskólanum. vísir/getty
Lið Keflavíkur í Domino's deild kvenna hefur skipt um bandarískan leikmann.

Dominique Hudson er horfin á braut og í hennar stað er komin Ariana Moorer, 1,70 metra hár leikstjórnandi sem lék með Virginina í bandaríska háskólaboltanum í hinni feykisterku ACC deild.

Þar var hún valin í eitt af úrvalsliðum deildarinnar. Eftir að námi lauk lék hún sem atvinnumaður í efstu deild í Póllandi. Því næst tók við þjálfun auk þess sem hún sá um afreksbúðir fyrir unga efnilega leikmenn.

Á síðasta ári lék Ariana í Bosníu þar sem hún var valin leikmaður ársins eftir gott gengi með liði sínu.

Hudson skoraði 16,2 stig, tók 8,0 fráköst og gaf 4,6 stoðsendingar í þeim níu deildarleikjum sem hún lék með Keflavík sem er í 2. sæti Domino's deildarinnar með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×