Níu ára jólastjarna frá Grindavík: Leið vel þegar Björgvin kom inn í skólastofuna Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 10:30 Nóg er fram undan hjá Guðrúnu Lilju Dagbjartsdóttur, en hún hefur verið valin Jólastjarnan 2016. Fréttablaðið/Ernir „Ég bjóst alls ekkert við þessu, það voru hátt í þrjú hundruð myndbönd send inn og stelpurnar tólf sem komust í úrslit voru allar mjög góðar,“ segir Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir, níu ára stúlka frá Grindavík, spurð hvort hún hafi búist við því að vera valin Jólastjarnan 2016. Dómnefndina í ár skipuðu þau Björgvin Halldórsson, Gissur Páll og Jóhanna Guðrún en tólf söngkonur voru boðaðar í prufu í síðasta mánuði, þar sem hver var annarri betri. Guðrún Lilja bar þó sigur úr býtum og mun syngja með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar í Höllinni 10. desember á tíu ára afmælistónleikum Jólagesta Björgvins. Björgvin Halldórsson mætti í Grunnskólann í Grindavík þar sem Guðrúnu var tilkynnt að hún hefði verið valin Jólastjarnan 2016. „Mér leið bara rosalega vel þegar Björgvin og sjónvarpsfólkið komu inn í skólastofuna, þá fattaði ég að ég hefði unnið, svo kom líka fullt af krökkum sem höfðu elt til að sjá hvað væri í gangi,“ segir hún. Fram undan er mikið og stórt ævintýri fyrir Jólastjörnuna, en við taka stífar æfingar fram að tónleikum, þar sem allar tólf söngkonurnar munu koma fram og því þarf að stilla saman strengi fyrir stóru stundina. „Það er fullt að gera núna, ég þarf að læra lagið sem ég ætla að syngja og svo byrja æfingar með hljómsveit 5. desember og þá eru æfingar alla daga fram að tónleikunum,“ segir Guðrún spennt og bætir við að þetta sé frábært tækifæri, og reynsla sem hún er spennt að takast á við. Aðspurð hvaða lag hún ætli að syngja segir Guðrún að enn sé hún að skoða nokkur lög til að velja úr. „Það sem ég veit fyrir víst er að við Friðrik Dór munum syngja saman Jólasveinninn kemur í kvöld.“ Guðrún er þriðja yngst af sjö systkinum, hún stundar nám við Gunnskólann í Grindavík og æfir fimleika, en hvað ætlar hún að verða þegar hún verður stór? „Ég auðvitað elska að syngja og æfi svo fimleika með Fimleikadeild Grindavíkur. Ég æfi líka fótbolta með Grindavík og finnst gaman að dansa og í rauninni allt sem við kemur list. Ég gæti hugsað mér að verða söngkona, leikkona, eða einhvers konar listamaður þegar ég verð stór,“ segir Guðrún. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Guðrún sendi inn til að taka þátt í Jólastjörunni. Grindavík Jólastjarnan Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
„Ég bjóst alls ekkert við þessu, það voru hátt í þrjú hundruð myndbönd send inn og stelpurnar tólf sem komust í úrslit voru allar mjög góðar,“ segir Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir, níu ára stúlka frá Grindavík, spurð hvort hún hafi búist við því að vera valin Jólastjarnan 2016. Dómnefndina í ár skipuðu þau Björgvin Halldórsson, Gissur Páll og Jóhanna Guðrún en tólf söngkonur voru boðaðar í prufu í síðasta mánuði, þar sem hver var annarri betri. Guðrún Lilja bar þó sigur úr býtum og mun syngja með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar í Höllinni 10. desember á tíu ára afmælistónleikum Jólagesta Björgvins. Björgvin Halldórsson mætti í Grunnskólann í Grindavík þar sem Guðrúnu var tilkynnt að hún hefði verið valin Jólastjarnan 2016. „Mér leið bara rosalega vel þegar Björgvin og sjónvarpsfólkið komu inn í skólastofuna, þá fattaði ég að ég hefði unnið, svo kom líka fullt af krökkum sem höfðu elt til að sjá hvað væri í gangi,“ segir hún. Fram undan er mikið og stórt ævintýri fyrir Jólastjörnuna, en við taka stífar æfingar fram að tónleikum, þar sem allar tólf söngkonurnar munu koma fram og því þarf að stilla saman strengi fyrir stóru stundina. „Það er fullt að gera núna, ég þarf að læra lagið sem ég ætla að syngja og svo byrja æfingar með hljómsveit 5. desember og þá eru æfingar alla daga fram að tónleikunum,“ segir Guðrún spennt og bætir við að þetta sé frábært tækifæri, og reynsla sem hún er spennt að takast á við. Aðspurð hvaða lag hún ætli að syngja segir Guðrún að enn sé hún að skoða nokkur lög til að velja úr. „Það sem ég veit fyrir víst er að við Friðrik Dór munum syngja saman Jólasveinninn kemur í kvöld.“ Guðrún er þriðja yngst af sjö systkinum, hún stundar nám við Gunnskólann í Grindavík og æfir fimleika, en hvað ætlar hún að verða þegar hún verður stór? „Ég auðvitað elska að syngja og æfi svo fimleika með Fimleikadeild Grindavíkur. Ég æfi líka fótbolta með Grindavík og finnst gaman að dansa og í rauninni allt sem við kemur list. Ég gæti hugsað mér að verða söngkona, leikkona, eða einhvers konar listamaður þegar ég verð stór,“ segir Guðrún. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Guðrún sendi inn til að taka þátt í Jólastjörunni.
Grindavík Jólastjarnan Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira