Met KR-inga var í hættu í Meistaradeildinni í gærkvöldi en lifði af Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 11:00 Þýska liðið Borussia Dortmund og pólska liðið Legia Varsjá settu nýtt met í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar tólf mörk voru skoruð í leik liðanna á Westfalenstadion. Borussia Dortmund vann leikinn 8-4 en aldrei áður hafa verið skoruð tólf mörk í einum Meistaradeildarleik. Leikmenn liðanna tókst þó ekki að bæta metið yfir flest mörk í einum leik í Evrópukeppni meistaraliða. Það eiga KR-ingar enn með hollenska liðinu Feyenoord. Feyenoord vann 12-2 sigur á KR í leik liðanna á Feijenoord Stadion í Rotterdam 17. september 1969. Feyenoord var 7-0 yfir í hálfleik og komst í 10-0 áður en KR-ingar náðu að komast á blað. Baldvin Baldvinsson minnkaði muninn í 10-1 á 75. mínútu og Baldvin var síðan aftur á ferðinni þegar hann minnkaði muninn í 10-2 á 83. mínútu. Ruud Geels skoraði fernu fyrir Feyenoord-liðið í leiknum og Svíinn Ove Kindvall var með þrennu. KR-ingar skoruðu bara fjórtán prósent markanna en eiga samt óumdeilanlega þátt í þessu markameti. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Báðir leikirnir fóru fram út í Hollandi en Feyenoord vann seinni leikinn 4-0 þrettán dögum síðar og því 16-2 samanlagt. Feyenoord sló AC Milan út í næstu umferð og fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið vann 2-1 sigur á Celtic í framlengdum úrslitaleik á San Siro, í Mílanó. Svíinn Ove Kindvall skoraði sigurmarkið. Leikmenn Borussia Dortmund og Legia Varsjá tóku fleiri met í Meistaradeildinni en bara það yfir flest mörk í einum leik. Japaninn Shinji Kagawa skoraði tvö mörk á 77 sekúndum og komu þau bæði eftir stoðsendingar frá Ousmane Dembélé. Dortmund-liðið náði líka að skora þrjú mörk á aðeins 198 sekúndum þegar liðið breytti stöðunni úr 0-1 í 3-1. Liðin náðu einnig að skora saman fimm mörk á aðeins tólf mínútum og sex sekúndum. Áður en mörkin urðu tólf þá höfðu liðin sett met með því að skora sjö mörk á fyrstu 32 mínútunum. Gamla metið var 45 mínútur.Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá öll tólf mörkin úr leik Borussia Dortmund og Legia Varsjá í gærkvöldi.BVB 8-4 LEG (FT) - 12 goles en un partido de UCL por 1ª vez. En la Copa de Europa no se ve algo así desde el 17.09.1969 (Feyenoord 12-2 KR)— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 22, 2016 Un partido para la historia de la UEFA Champions League. pic.twitter.com/oMnwP3Aa93— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 23, 2016 Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Þýska liðið Borussia Dortmund og pólska liðið Legia Varsjá settu nýtt met í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar tólf mörk voru skoruð í leik liðanna á Westfalenstadion. Borussia Dortmund vann leikinn 8-4 en aldrei áður hafa verið skoruð tólf mörk í einum Meistaradeildarleik. Leikmenn liðanna tókst þó ekki að bæta metið yfir flest mörk í einum leik í Evrópukeppni meistaraliða. Það eiga KR-ingar enn með hollenska liðinu Feyenoord. Feyenoord vann 12-2 sigur á KR í leik liðanna á Feijenoord Stadion í Rotterdam 17. september 1969. Feyenoord var 7-0 yfir í hálfleik og komst í 10-0 áður en KR-ingar náðu að komast á blað. Baldvin Baldvinsson minnkaði muninn í 10-1 á 75. mínútu og Baldvin var síðan aftur á ferðinni þegar hann minnkaði muninn í 10-2 á 83. mínútu. Ruud Geels skoraði fernu fyrir Feyenoord-liðið í leiknum og Svíinn Ove Kindvall var með þrennu. KR-ingar skoruðu bara fjórtán prósent markanna en eiga samt óumdeilanlega þátt í þessu markameti. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Báðir leikirnir fóru fram út í Hollandi en Feyenoord vann seinni leikinn 4-0 þrettán dögum síðar og því 16-2 samanlagt. Feyenoord sló AC Milan út í næstu umferð og fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið vann 2-1 sigur á Celtic í framlengdum úrslitaleik á San Siro, í Mílanó. Svíinn Ove Kindvall skoraði sigurmarkið. Leikmenn Borussia Dortmund og Legia Varsjá tóku fleiri met í Meistaradeildinni en bara það yfir flest mörk í einum leik. Japaninn Shinji Kagawa skoraði tvö mörk á 77 sekúndum og komu þau bæði eftir stoðsendingar frá Ousmane Dembélé. Dortmund-liðið náði líka að skora þrjú mörk á aðeins 198 sekúndum þegar liðið breytti stöðunni úr 0-1 í 3-1. Liðin náðu einnig að skora saman fimm mörk á aðeins tólf mínútum og sex sekúndum. Áður en mörkin urðu tólf þá höfðu liðin sett met með því að skora sjö mörk á fyrstu 32 mínútunum. Gamla metið var 45 mínútur.Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá öll tólf mörkin úr leik Borussia Dortmund og Legia Varsjá í gærkvöldi.BVB 8-4 LEG (FT) - 12 goles en un partido de UCL por 1ª vez. En la Copa de Europa no se ve algo así desde el 17.09.1969 (Feyenoord 12-2 KR)— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 22, 2016 Un partido para la historia de la UEFA Champions League. pic.twitter.com/oMnwP3Aa93— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 23, 2016
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn