Kórstjórinn Friðrik lofar hátíð um helgina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2016 09:45 Um átta tugir manna skipa Karlakór Reykjavíkur sem á 90 ára sögu að baki. Við erum með hefðbundin aðventu-og jólalög sem allir vilja heyra og svo nýtt efni í bland,“ segir Friðrik S. Kristinsson, kórstjóri Karlakórs Reykjavíkur, um árlega aðventutónleika í Hallgrímskirkju. Þeir eru á dagskrá á morgun og sunnudag, klukkan 17 og 20 báða dagana. Um áttatíu söngmenn mynda þennan magnaða kór. Friðrik segir þá samstiga og mæta vel á æfingar. „Þetta verður 23. árið sem við höldum aðventutónleika í Hallgrímskirkju,“ segir hann og bætir við stoltur: „Elmar Þór Gilbertsson er einsöngvari okkar í ár. Hann hóf söngnám hjá mér á sínum tíma í Söngskóla Sigurðar Demetz og er nú orðinn atvinnusöngvari um allan heim, enda frábær tenór.“ Spurður hvort hann hafi séð það fyrir þegar Elmar var á fyrstu stigum söngnámsins svarar Friðrik: „Ég sagði fljótlega við hann: „Þú átt eftir að verða söngvari og alveg örugglega leikari.“ Hann er nefnilega svo góður í hvoru tveggja. Svo erum við að vanda með trompetleikarana Ásgeir H. Steingrímsson og Eirík Örn Pálsson og Eggert Pálsson pákuleikara úr Sinfóníunni með okkur og Lenka Mátéová er á orgelinu. Friðrik er óþreytandi í kórstjórastarfinu, hann hefur sinnt því í 27 ár. Vísir/Anton BrinkStundum syngjum við líka án undirleiks, það er mjög skemmtilegt, sérstaklega í Hallgrímskirkju. Við erum farnir að kunna á hana, eftir 23 ár.“ En hvað ætlar Elmar að syngja? „Elmar kemur til með að syngja Ave-Maríu Sigvalda Kaldalóns og Ó, helga nótt sem allir þekkja. Svo syngur hann með okkur og tónleikagestum Guðs kristni í heimi, Nóttin var sú ágæt ein og Heims um ból. Það er mjög áhrifamikið þegar 80 karlar og kannski 600 manns standa í kirkjunni og syngja.“ Karlakór Reykjavíkur varð 90 ára í upphafi þessa árs. Hann var stofnaður 3. janúar 1926 af Sigurði Þórðarsyni tónskáldi. Þrír stjórnendur hafa borið hann uppi í 86 ár, einn þeirra er Friðrik sem hefur stjórnað hátt í þrjá áratugi. „Ég ætlaði bara að vera einn mánuð. Páll Pampichler, stjórnandi kórsins og líka Sinfóníunnar, bað mig að koma og raddþjálfa. En hann hætti fljótlega eftir að við kynntumst og sagði: „Þú tekur bara við,“ segir Friðrik og lofar mikilli hátíð um helgina. Greinin birtist fyrst 16. desember 2016 Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Við erum með hefðbundin aðventu-og jólalög sem allir vilja heyra og svo nýtt efni í bland,“ segir Friðrik S. Kristinsson, kórstjóri Karlakórs Reykjavíkur, um árlega aðventutónleika í Hallgrímskirkju. Þeir eru á dagskrá á morgun og sunnudag, klukkan 17 og 20 báða dagana. Um áttatíu söngmenn mynda þennan magnaða kór. Friðrik segir þá samstiga og mæta vel á æfingar. „Þetta verður 23. árið sem við höldum aðventutónleika í Hallgrímskirkju,“ segir hann og bætir við stoltur: „Elmar Þór Gilbertsson er einsöngvari okkar í ár. Hann hóf söngnám hjá mér á sínum tíma í Söngskóla Sigurðar Demetz og er nú orðinn atvinnusöngvari um allan heim, enda frábær tenór.“ Spurður hvort hann hafi séð það fyrir þegar Elmar var á fyrstu stigum söngnámsins svarar Friðrik: „Ég sagði fljótlega við hann: „Þú átt eftir að verða söngvari og alveg örugglega leikari.“ Hann er nefnilega svo góður í hvoru tveggja. Svo erum við að vanda með trompetleikarana Ásgeir H. Steingrímsson og Eirík Örn Pálsson og Eggert Pálsson pákuleikara úr Sinfóníunni með okkur og Lenka Mátéová er á orgelinu. Friðrik er óþreytandi í kórstjórastarfinu, hann hefur sinnt því í 27 ár. Vísir/Anton BrinkStundum syngjum við líka án undirleiks, það er mjög skemmtilegt, sérstaklega í Hallgrímskirkju. Við erum farnir að kunna á hana, eftir 23 ár.“ En hvað ætlar Elmar að syngja? „Elmar kemur til með að syngja Ave-Maríu Sigvalda Kaldalóns og Ó, helga nótt sem allir þekkja. Svo syngur hann með okkur og tónleikagestum Guðs kristni í heimi, Nóttin var sú ágæt ein og Heims um ból. Það er mjög áhrifamikið þegar 80 karlar og kannski 600 manns standa í kirkjunni og syngja.“ Karlakór Reykjavíkur varð 90 ára í upphafi þessa árs. Hann var stofnaður 3. janúar 1926 af Sigurði Þórðarsyni tónskáldi. Þrír stjórnendur hafa borið hann uppi í 86 ár, einn þeirra er Friðrik sem hefur stjórnað hátt í þrjá áratugi. „Ég ætlaði bara að vera einn mánuð. Páll Pampichler, stjórnandi kórsins og líka Sinfóníunnar, bað mig að koma og raddþjálfa. En hann hætti fljótlega eftir að við kynntumst og sagði: „Þú tekur bara við,“ segir Friðrik og lofar mikilli hátíð um helgina. Greinin birtist fyrst 16. desember 2016
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira