Jólaljós og uppistöðulón Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Nú er tími jólaljósa og landsmenn keppast við að skreyta hús sín og slá nágrönnum við í ljósadýrðinni. En lýsingin staldrar stutt við, hún slær á skammdegið í mánuð eða svo og er síðan rifin niður og pakkað saman. Í ellefu mánuði nota jólaljósin því enga orku og eru því miður frekar óheppilegur raforkunotandi. Jólaljós eru ekki besti viðskiptavinur raforku af tveimur ástæðum; A) notkun þeirra er mest þegar vatnsrennsli í ám er sem minnst, og B) notkunin er mjög mikil í mjög stuttan tíma. Dæmið verður skýrara ef við hugsum okkur jólahald á lítilli eyðieyju þar sem dísilrafstöðvar framleiða rafmagn. Ekki nóg með að rafstöðvarnar þurfa að erfiða meira í kuldanum um jólin heldur þyrfti líka að kaupa auka dísilrafstöð sem væri bara keyrð í mánuð á ári til að mæta jólaaflþörfinni. Það þyrfti sem sagt að fjárfesta í auka rafstöð um jólin en nýtingin á henni væri afar slök og óhagkvæm á ársgrundvelli.Uppistöðulón Svona óregluleg notkun er ekki góð fyrir orku eins og raforku, sem erfitt er að geyma. Raforku verður nefnilega að nýta um leið og hún er framleidd. En það er til geymsluaðferð sem gerir mögulegt að geyma orkuna og jafna framleiðsluna milli árstíða. Þessi magnaða geymsla kallast uppistöðulón. Uppistöðulón hafa ekki notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina enda þýðir tilurð þeirra að talsvert af misverðmætu landi sem áður var þurrt fer undir vatn. Víða um heim fer gríðarlegt magn af lífrænu efni undir lón og rotnun veldur útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Hér á landi eru uppistöðulónin undantekningalaust á mun gróðurminni stöðum en víðast hvar erlendis og neikvæð loftlagsáhrif því hverfandi. Stærstu lónin hér á landi eru á hálendinu en samkvæmt eðlisfræðinni þarf minna vatn á kWst eftir því sem fallhæðin er meiri. Þannig fæst meiri orka úr hverjum rúmmetra af vatni eftir því sem það er geymt ofar. Fljótsdalsvirkjun nýtir t.d. um 600 metra náttúrulega fallhæð.Rafhlöður landsins Tilgangur uppistöðulóna er því fyrst og fremst að geyma stöðuorku þannig að hægt sé að viðhalda svipaðri framleiðslugetu allt árið, óháð sveiflum í sumar- og vetrarrennsli. Ef ekki væru uppistöðulón þá þyrfti einfaldlega fleiri virkjanir til að anna raforkuþörf á veturna þegar rennslið er takmarkað. Það má líkja þessu við vörubíl sem tekur 10 pakka og flytur að jafnaði um 8-10 pakka í ferð. Svo koma jólin og þá er spurning hvort ekki væri betra og ódýrara að eiga tengivagn sem getur tekið 5 pakka í viðbót frekar en að kaupa annan vörubíl sem stæði síðan ónotaður í ellefu mánuði á ári. Menn geta svo deilt um hvort raforkuþörf stórnotenda á Íslandi sé of mikil yfir höfuð en það er önnur umræða sem ekki verður tekin hér.Ný ljósatækni Sem betur fer eru nútíma jólaljós með LED perum sem nota aðeins um 10-15% af því afli og orku sem eldri perur þurftu. Nú þurfa landsmenn að taka sér tak og skipta yfir í LED lýsingu bæði í jólaljósum og almennri heimilislýsingu. Á heimasíðu Orkuseturs má finna ýmsar reiknivélar sem sýna orku- og rekstrarsparnað slíkra peruskipta. Landsmenn góðir, skiptið nú yfir í LED-ljósaseríur og hugsið hlýlega til uppistöðulóna sem eru mikilvægustu rafhlöður landsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Nú er tími jólaljósa og landsmenn keppast við að skreyta hús sín og slá nágrönnum við í ljósadýrðinni. En lýsingin staldrar stutt við, hún slær á skammdegið í mánuð eða svo og er síðan rifin niður og pakkað saman. Í ellefu mánuði nota jólaljósin því enga orku og eru því miður frekar óheppilegur raforkunotandi. Jólaljós eru ekki besti viðskiptavinur raforku af tveimur ástæðum; A) notkun þeirra er mest þegar vatnsrennsli í ám er sem minnst, og B) notkunin er mjög mikil í mjög stuttan tíma. Dæmið verður skýrara ef við hugsum okkur jólahald á lítilli eyðieyju þar sem dísilrafstöðvar framleiða rafmagn. Ekki nóg með að rafstöðvarnar þurfa að erfiða meira í kuldanum um jólin heldur þyrfti líka að kaupa auka dísilrafstöð sem væri bara keyrð í mánuð á ári til að mæta jólaaflþörfinni. Það þyrfti sem sagt að fjárfesta í auka rafstöð um jólin en nýtingin á henni væri afar slök og óhagkvæm á ársgrundvelli.Uppistöðulón Svona óregluleg notkun er ekki góð fyrir orku eins og raforku, sem erfitt er að geyma. Raforku verður nefnilega að nýta um leið og hún er framleidd. En það er til geymsluaðferð sem gerir mögulegt að geyma orkuna og jafna framleiðsluna milli árstíða. Þessi magnaða geymsla kallast uppistöðulón. Uppistöðulón hafa ekki notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina enda þýðir tilurð þeirra að talsvert af misverðmætu landi sem áður var þurrt fer undir vatn. Víða um heim fer gríðarlegt magn af lífrænu efni undir lón og rotnun veldur útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Hér á landi eru uppistöðulónin undantekningalaust á mun gróðurminni stöðum en víðast hvar erlendis og neikvæð loftlagsáhrif því hverfandi. Stærstu lónin hér á landi eru á hálendinu en samkvæmt eðlisfræðinni þarf minna vatn á kWst eftir því sem fallhæðin er meiri. Þannig fæst meiri orka úr hverjum rúmmetra af vatni eftir því sem það er geymt ofar. Fljótsdalsvirkjun nýtir t.d. um 600 metra náttúrulega fallhæð.Rafhlöður landsins Tilgangur uppistöðulóna er því fyrst og fremst að geyma stöðuorku þannig að hægt sé að viðhalda svipaðri framleiðslugetu allt árið, óháð sveiflum í sumar- og vetrarrennsli. Ef ekki væru uppistöðulón þá þyrfti einfaldlega fleiri virkjanir til að anna raforkuþörf á veturna þegar rennslið er takmarkað. Það má líkja þessu við vörubíl sem tekur 10 pakka og flytur að jafnaði um 8-10 pakka í ferð. Svo koma jólin og þá er spurning hvort ekki væri betra og ódýrara að eiga tengivagn sem getur tekið 5 pakka í viðbót frekar en að kaupa annan vörubíl sem stæði síðan ónotaður í ellefu mánuði á ári. Menn geta svo deilt um hvort raforkuþörf stórnotenda á Íslandi sé of mikil yfir höfuð en það er önnur umræða sem ekki verður tekin hér.Ný ljósatækni Sem betur fer eru nútíma jólaljós með LED perum sem nota aðeins um 10-15% af því afli og orku sem eldri perur þurftu. Nú þurfa landsmenn að taka sér tak og skipta yfir í LED lýsingu bæði í jólaljósum og almennri heimilislýsingu. Á heimasíðu Orkuseturs má finna ýmsar reiknivélar sem sýna orku- og rekstrarsparnað slíkra peruskipta. Landsmenn góðir, skiptið nú yfir í LED-ljósaseríur og hugsið hlýlega til uppistöðulóna sem eru mikilvægustu rafhlöður landsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun