Áhrifamenn í flokki Trump munu styðja rannsókn á meintum afskiptum Rússa Anton Egilsson skrifar 12. desember 2016 23:29 Donald Trump og fulltrúadeildarþingmaðurinn Paul Ryan. Tveir áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins segjast munu styðja rannsókn á meintum afskiptum rússneskra stjórnvalda á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. BBC greinir frá. Greint var frá því á laugardag að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefði komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum. Trump hefur neitað ásökununum staðfastlega. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Paul Ryan og öldungadeildarþingmaðurinn Mitch McConnell, báðir flokksmenn í Repúblikanaflokknum, segja að öll afskipti erlendra aðila í kosningunum séu óásættanleg. Leyniþjónustunefndir muni rannsaka ásakanirnar. „Allar árásir erlendra aðila er varða netöryggi Bandaríkjanna eru óhugnanlegar og ég fordæmi allar tilraunir til slíks,” segir McConnell og bætti jafnframt við: „Rússar eru ekki vinir okkar.” Ryan tekur í sama streng í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á Twitter en þar segist hann styðja áframhaldandi rannsóknir á netárásum erlendra þjóða. „Við verðum að berjast af krafti gegn netárásum erlendra aðila á lýðræðið okkar.” Segir Ryan og bætir við að öll afskipti rússneskra stjórnvalda séu sérstaklega varasöm enda hafi þau ítrekað gert í því að grafa undan hagsmunum Bandaríkjanna. Ekki skuli þó kasta vafa á niðurstöðu kosninganna Hann telur þó að ekki skuli kasta vafa á afgerandi niðurstöður kosninganna. „Á meðan við reynum að varðveita lýðræðið frá erlendum áhrifum skulum við þó ekki kasta vafa á hina skýru og afgerandi útkomu kosninganna.” Our Intelligence Committee has been working diligently on cyber threats to the US. This important work will continue & has my support. pic.twitter.com/FvcyVi4vMz— Paul Ryan (@SpeakerRyan) December 12, 2016 Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Tveir áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins segjast munu styðja rannsókn á meintum afskiptum rússneskra stjórnvalda á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. BBC greinir frá. Greint var frá því á laugardag að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefði komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum. Trump hefur neitað ásökununum staðfastlega. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Paul Ryan og öldungadeildarþingmaðurinn Mitch McConnell, báðir flokksmenn í Repúblikanaflokknum, segja að öll afskipti erlendra aðila í kosningunum séu óásættanleg. Leyniþjónustunefndir muni rannsaka ásakanirnar. „Allar árásir erlendra aðila er varða netöryggi Bandaríkjanna eru óhugnanlegar og ég fordæmi allar tilraunir til slíks,” segir McConnell og bætti jafnframt við: „Rússar eru ekki vinir okkar.” Ryan tekur í sama streng í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á Twitter en þar segist hann styðja áframhaldandi rannsóknir á netárásum erlendra þjóða. „Við verðum að berjast af krafti gegn netárásum erlendra aðila á lýðræðið okkar.” Segir Ryan og bætir við að öll afskipti rússneskra stjórnvalda séu sérstaklega varasöm enda hafi þau ítrekað gert í því að grafa undan hagsmunum Bandaríkjanna. Ekki skuli þó kasta vafa á niðurstöðu kosninganna Hann telur þó að ekki skuli kasta vafa á afgerandi niðurstöður kosninganna. „Á meðan við reynum að varðveita lýðræðið frá erlendum áhrifum skulum við þó ekki kasta vafa á hina skýru og afgerandi útkomu kosninganna.” Our Intelligence Committee has been working diligently on cyber threats to the US. This important work will continue & has my support. pic.twitter.com/FvcyVi4vMz— Paul Ryan (@SpeakerRyan) December 12, 2016
Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira