Sport

Bandarísk jólatvenna á Stöð 2 Sport

Gleðileg jól!
Gleðileg jól! Vísir/Getty
Þó svo að flestir íþróttamenn séu í fríi á jóladag verður nóg um að vera í stóru atvinnumannadeildunum vestanhafs.

Tveir leikir verða í beinum útsendingum á Stöð 2 Sport í kvöld, ein úr NBA-deildinni og ein úr NFL-deildinni.

Jólaveislan hefst með viðureign liðanna sem mættust í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í fyrra, Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors. Útsendingin hefst klukkan 19:30.

Bæði lið hafa farið frábærlega af stað í deildinni í haust, sérstaklega Golden State sem hefur unnið 26 af 30 leikjum sínum til þessa.

Bæði tróna þau á toppi sinna deilda - Golden State í vesturdeildinni og Cleveland í austurinu en meistararnir hafa unnið 21 leik til þessa en tapað sex.

Klukkan 21.20 hefst svo viðureign Pittsburgh Steelers tekur á móti fjendum sínum í norðurriðli Ameríkudeildarinnar, Baltimore Ravens.

Umferð helgarinnar er sú næstsíðasta fyrir úrslitakeppninna og leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir bæði lið.

Stálmennirnir frá Pittsburgh geta tryggt sér sigur í riðlinum, og þar með sæti í úrslitakeppninni, með því að vinna leikinn en Ravens getur stolið efsta sætinu í riðlinum með því að vinna þennan leik og svo í síðustu umferðinni áramótahelgina.

Þess má svo geta að veislan heldur svo áfram á öðrum degi jóla þegar átta leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×