Innlent

Fjárlagafrumvarp samþykkt á Alþingi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
vísir/Anton brink
Á þingfundi á Alþingi nú í kvöld var fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár samþykkt. Einungis 27 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 33 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Þetta þýðir að minnihluti þingmanna samþykkti frumvarpið.

Breytingar voru gerðar á frumvarpinu í síðustu umræðu og var á meðal þeirra að færa til baka hluta af tilfærslum sem höfðu verið gerðar vegna hönnunar og byggingar á stjórnarráðsreitnum. 

Að auki var gerð millifærsla á milli ráðuneyta vegna laga um höfundarréttarlög og nýstofnaður sjóður fluttur í fjármálaráðuneyti úr menntamálaráðuneytinu. Þetta kom fram í ræðu Haralds Benediktssonar formanns fjárlaganefndar.

Í kvöld fór einnig fram atkvæðagreiðsla um veitingu ríkisborgararéttar til 31 manns og voru þau lög samþykkt. Í samtali við RÚV þakkaði Pawel Bartoszek nýkjörinn þingmaður Viðreisnar Steingrími J. Sigfússyni forseta þingsins fyrir að hafa greitt atkvæði með ríkisborgararétti sínum og móður sinnar fyrir 19 árum síðan, árið 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×