CES 2017: Vélmennin voru fyrirferðarmikil Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2017 16:30 Fjölmörg vélmenni voru til sýnis á ráðstefnunni. Vísir/GETTY Vélmenni, bæði ný og gömul, voru mjög fyrirferðarmikil á CES 2017 ráðstefnunni sem fór fram í Las Vegas um helgina. Vélmennin voru af öllum mögulegum gerðum, hvort sem þau slá gras, hella upp á kaffi, aðstoða aldraða, vakta heimili og reka hunda úr sófum. Mörg þeirra eru raddstýrð og svara skipunum eigenda sinna.Vélmennið Pepper frá SoftBank Robotics vakti mikla athygli. Pepper er markaðssett sem nokkurs konar aðstoðarvélmenni og það skilur 20 tungumál. Vélmennið notast við raddstýringu og getur tengst snjalltækjum á heimili eigenda og framfylgt beiðnum þeirra um drykki og fleira. Hér að neðan má sjá blaðamann CNN fara á stefnumót með Pepper, sem veit meira að segja svarið við tilgangi lífsins, alheimsins og alls.Lynx er vélmenni frá fyrirtækinu Ubtech Robotics. Það notast við raddstýringu Amazon, Alexa, og getur gengið um, dansað og jafnvel kennt jóga. Vélmennið getur spilað tónlist í gegnum Amazon Music, Spotify og aðrar veitur. Þar að auki getur vélmennið tekið niður minnispunkta, minnt eigendur á fundi og annað og lesið tölvupósta fyrir eigendur sína. Á höfði vélmennisins er myndavél og þekkir Lynx andlit og myndir. Einnig er hægt að streyma úr myndavél Lynx svo eigendur geta vaktað heimili sín þegar þeir eru ekki heima eða talað við aðra fjölskyludmeðlimi í gegnum vélmennið. Kuri, er vélmenni frá fyrirtækinu Mayfield Robotics, en það er í raun ekki ósvipað Lynx. Það tengist netinu og öðrum tækjum á heimilum í gegnum þráðlaust net eða Bluetooth og er með myndavél sem nota má til að vakta heimilið og jafnvel reka hunda úr sófum. Hægt er að stilla vélmennið til að láta eigendur sína vita ef hundar eða önnur gæludýr fara upp í sófa og sendir Kuri tilkynningu til eigandans. Sá getur þá skipað hundinum, í gegnum hátalara Kuri, að hunskast úr sófanum. Kuri notar lasergeisla til að kortleggja heimilið og ferðast um það af mikilli nákvæmni. LG kynnti Hub vélmennið sem einnig notast við raddstýringuna Alexa, eins og svo margt annað á CES. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða nokkurs konar miðstýringu fyrir nettengd heimilistæki og önnur netstýrð tæki. Það er ekki mikið sem liggur fyrir um getu vélmennisins, en mögulega eru ár í að það komi á markað. Það mun þó læra af notendum sínum og hægt er að koma mörgum eintökum fyrir á hverju heimili sem vinna saman. Þá gaf LG í skyn að vélmennið myndi þekkja notendur sína.Fleiri vélmenni voru kynnt á CES þetta árið en hægt er að sjá yfirlit yfir þau öll hér á vef CNET. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Vélmenni, bæði ný og gömul, voru mjög fyrirferðarmikil á CES 2017 ráðstefnunni sem fór fram í Las Vegas um helgina. Vélmennin voru af öllum mögulegum gerðum, hvort sem þau slá gras, hella upp á kaffi, aðstoða aldraða, vakta heimili og reka hunda úr sófum. Mörg þeirra eru raddstýrð og svara skipunum eigenda sinna.Vélmennið Pepper frá SoftBank Robotics vakti mikla athygli. Pepper er markaðssett sem nokkurs konar aðstoðarvélmenni og það skilur 20 tungumál. Vélmennið notast við raddstýringu og getur tengst snjalltækjum á heimili eigenda og framfylgt beiðnum þeirra um drykki og fleira. Hér að neðan má sjá blaðamann CNN fara á stefnumót með Pepper, sem veit meira að segja svarið við tilgangi lífsins, alheimsins og alls.Lynx er vélmenni frá fyrirtækinu Ubtech Robotics. Það notast við raddstýringu Amazon, Alexa, og getur gengið um, dansað og jafnvel kennt jóga. Vélmennið getur spilað tónlist í gegnum Amazon Music, Spotify og aðrar veitur. Þar að auki getur vélmennið tekið niður minnispunkta, minnt eigendur á fundi og annað og lesið tölvupósta fyrir eigendur sína. Á höfði vélmennisins er myndavél og þekkir Lynx andlit og myndir. Einnig er hægt að streyma úr myndavél Lynx svo eigendur geta vaktað heimili sín þegar þeir eru ekki heima eða talað við aðra fjölskyludmeðlimi í gegnum vélmennið. Kuri, er vélmenni frá fyrirtækinu Mayfield Robotics, en það er í raun ekki ósvipað Lynx. Það tengist netinu og öðrum tækjum á heimilum í gegnum þráðlaust net eða Bluetooth og er með myndavél sem nota má til að vakta heimilið og jafnvel reka hunda úr sófum. Hægt er að stilla vélmennið til að láta eigendur sína vita ef hundar eða önnur gæludýr fara upp í sófa og sendir Kuri tilkynningu til eigandans. Sá getur þá skipað hundinum, í gegnum hátalara Kuri, að hunskast úr sófanum. Kuri notar lasergeisla til að kortleggja heimilið og ferðast um það af mikilli nákvæmni. LG kynnti Hub vélmennið sem einnig notast við raddstýringuna Alexa, eins og svo margt annað á CES. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða nokkurs konar miðstýringu fyrir nettengd heimilistæki og önnur netstýrð tæki. Það er ekki mikið sem liggur fyrir um getu vélmennisins, en mögulega eru ár í að það komi á markað. Það mun þó læra af notendum sínum og hægt er að koma mörgum eintökum fyrir á hverju heimili sem vinna saman. Þá gaf LG í skyn að vélmennið myndi þekkja notendur sína.Fleiri vélmenni voru kynnt á CES þetta árið en hægt er að sjá yfirlit yfir þau öll hér á vef CNET.
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent