Stjörnurnar táruðust þegar Meryl Streep hélt tilfinningaþrungna ræðu á Golden Globe Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2017 10:15 Söngleikjamyndin La La Land kom sá og sigraði á Golden Globes hátíðinni sem fram fór í nótt. Hún hlaut alls sjö verðlaun en engin önnur kvikmynd hefur unnið til eins margra verðlauna á hátíðinni. La La Land var tilnefnd til sjö verðlauna og hirti þau öll. Golden Globes verðlaunahátíðin er jafnan talin mælistika á velgengni kvikmynda á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer síðar á árinu. The Crown var valin besta dramasjónvarpsþáttaröðin og Atlanta var valin besti gamanþátturinn. Meryl Streep fékk heiðursverðlaun á hátíðinni en í ræðu sinni gagnrýndi hún nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Streep var raddlaus þegar hún hélt ræðuna og baðst hún afsökunar á því. „Hollywood er troðfull af útlendingum og utanaðkomandi og ef við rekum þá alla í burtu þá verður ekkert til að horfa á nema fótbolti og blönduð bardagalist,“ sagði Streep sem gagnrýndi Trump harkalega í ræðunni. Streep var í raun í erfileikum með að flytja ræðuna, tilfinningarnar voru miklar. Hún sagði að leikarar hafi sýnt ótrúlega frammistöðu á síðasta ári en ein frammistaðan hafi verið betri en önnur. „Það var ein frammistaða sem algjörlega greip mig heljartökum, ekki útaf því að hún var góð, heldur hún var raunveruleg og skilaði sínu. Þá sáum við fólk fólk hlægja og sína tennurnar. Það var þegar maðurinn sem sóttist eftir æðsta embætti Bandaríkjamanna gerði grín að fötluðum blaðamanni.“ Donald Trump varð fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann hæddist að fötlun blaðamanns á kosningafundi undir lok ársins 2015. Það gerði hann þegar hann var að verja ummæli sín um að hafa séð þúsundir múslima fagna því í New Jersey þegar flugvélum var flogið á tvíburaturnana í New York árið 2001. Lögregluþjónar og yfirvöld í New Jersey segja þetta ekki vera satt.„Þetta braut hjartað í mér og ég skil þetta í raun og veru ekki ennþá, því þetta var ekki í bíómynd. Þessi maður hefur í raun fengið leyfi til að niðurlægja og gera lítið úr fólki. Þegar svona valdamikill maður sýnir öðru fólki svona mikla vanvirðingu mun það bara hafa það í för með sér að fólk mun almennt sýna öðrum meiri vanvirðingu. Ofbeldi skapar einnig bara meira ofbeldi. Þegar þeir valdamiklu nota aðstöðu sína til að gera lítið úr öðrum töpum við öll.“ Streep sagði það mikilvægt að fjölmiðlar fengu frið og tækifæri til að sinna sínu hlutverk eins vel og mögulegt er. „Við sem leikarar þurfum að minna hvort annað á að það eru forréttindi að fá að vinna sem leikarar en við þurfum einnig að minna okkur alltaf á það að sýna samkennd með öðrum og deila þeim boðskapi.“At tonight's #GoldenGlobes we honor Hollywood legend Meryl Streep with the prestigious Cecil B. Demille Award. pic.twitter.com/dxpeCDNXY6— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 9, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Tengdar fréttir Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Stjörnurnar klæddust sínu fínasta pússi á rauða dreglinum í gær. 9. janúar 2017 08:30 La La Land fékk sjö verðlaun og sló met Enginn fengið fleiri verðlaun á einu bretti á Golden Globes hátíðinni en söngleikjamyndin La La Land. 9. janúar 2017 08:04 Golden Globes: Textavélin bilaði þegar Fallon flutti upphafsræðuna Jimmy Fallon var kynnir Golden Globe hátíðarinnar sem fram fór í nótt. 9. janúar 2017 08:20 Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Það voru ekki allir sem hittu í mark á dreglinum í gær. 9. janúar 2017 09:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira
Söngleikjamyndin La La Land kom sá og sigraði á Golden Globes hátíðinni sem fram fór í nótt. Hún hlaut alls sjö verðlaun en engin önnur kvikmynd hefur unnið til eins margra verðlauna á hátíðinni. La La Land var tilnefnd til sjö verðlauna og hirti þau öll. Golden Globes verðlaunahátíðin er jafnan talin mælistika á velgengni kvikmynda á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer síðar á árinu. The Crown var valin besta dramasjónvarpsþáttaröðin og Atlanta var valin besti gamanþátturinn. Meryl Streep fékk heiðursverðlaun á hátíðinni en í ræðu sinni gagnrýndi hún nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Streep var raddlaus þegar hún hélt ræðuna og baðst hún afsökunar á því. „Hollywood er troðfull af útlendingum og utanaðkomandi og ef við rekum þá alla í burtu þá verður ekkert til að horfa á nema fótbolti og blönduð bardagalist,“ sagði Streep sem gagnrýndi Trump harkalega í ræðunni. Streep var í raun í erfileikum með að flytja ræðuna, tilfinningarnar voru miklar. Hún sagði að leikarar hafi sýnt ótrúlega frammistöðu á síðasta ári en ein frammistaðan hafi verið betri en önnur. „Það var ein frammistaða sem algjörlega greip mig heljartökum, ekki útaf því að hún var góð, heldur hún var raunveruleg og skilaði sínu. Þá sáum við fólk fólk hlægja og sína tennurnar. Það var þegar maðurinn sem sóttist eftir æðsta embætti Bandaríkjamanna gerði grín að fötluðum blaðamanni.“ Donald Trump varð fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann hæddist að fötlun blaðamanns á kosningafundi undir lok ársins 2015. Það gerði hann þegar hann var að verja ummæli sín um að hafa séð þúsundir múslima fagna því í New Jersey þegar flugvélum var flogið á tvíburaturnana í New York árið 2001. Lögregluþjónar og yfirvöld í New Jersey segja þetta ekki vera satt.„Þetta braut hjartað í mér og ég skil þetta í raun og veru ekki ennþá, því þetta var ekki í bíómynd. Þessi maður hefur í raun fengið leyfi til að niðurlægja og gera lítið úr fólki. Þegar svona valdamikill maður sýnir öðru fólki svona mikla vanvirðingu mun það bara hafa það í för með sér að fólk mun almennt sýna öðrum meiri vanvirðingu. Ofbeldi skapar einnig bara meira ofbeldi. Þegar þeir valdamiklu nota aðstöðu sína til að gera lítið úr öðrum töpum við öll.“ Streep sagði það mikilvægt að fjölmiðlar fengu frið og tækifæri til að sinna sínu hlutverk eins vel og mögulegt er. „Við sem leikarar þurfum að minna hvort annað á að það eru forréttindi að fá að vinna sem leikarar en við þurfum einnig að minna okkur alltaf á það að sýna samkennd með öðrum og deila þeim boðskapi.“At tonight's #GoldenGlobes we honor Hollywood legend Meryl Streep with the prestigious Cecil B. Demille Award. pic.twitter.com/dxpeCDNXY6— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 9, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Tengdar fréttir Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Stjörnurnar klæddust sínu fínasta pússi á rauða dreglinum í gær. 9. janúar 2017 08:30 La La Land fékk sjö verðlaun og sló met Enginn fengið fleiri verðlaun á einu bretti á Golden Globes hátíðinni en söngleikjamyndin La La Land. 9. janúar 2017 08:04 Golden Globes: Textavélin bilaði þegar Fallon flutti upphafsræðuna Jimmy Fallon var kynnir Golden Globe hátíðarinnar sem fram fór í nótt. 9. janúar 2017 08:20 Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Það voru ekki allir sem hittu í mark á dreglinum í gær. 9. janúar 2017 09:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira
Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Stjörnurnar klæddust sínu fínasta pússi á rauða dreglinum í gær. 9. janúar 2017 08:30
La La Land fékk sjö verðlaun og sló met Enginn fengið fleiri verðlaun á einu bretti á Golden Globes hátíðinni en söngleikjamyndin La La Land. 9. janúar 2017 08:04
Golden Globes: Textavélin bilaði þegar Fallon flutti upphafsræðuna Jimmy Fallon var kynnir Golden Globe hátíðarinnar sem fram fór í nótt. 9. janúar 2017 08:20
Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Það voru ekki allir sem hittu í mark á dreglinum í gær. 9. janúar 2017 09:30