Traust er forsenda góðs samstarfs Elín Björg Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2017 07:00 Ástæða er til að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í þeim mörgu mikilvægu verkefnum sem framundan eru á þessu kjörtímabili. Það er gott til þess að vita að stjórnin ætli sér að styðja aðila vinnumarkaðarins í vinnu við umbætur á íslenska vinnumarkaðslíkaninu. Því miður verðum við hjá BSRB að líta svo á að það séu orðin tóm, enda öll slík vinna á ís um fyrirsjáanlega framtíð. Lykilforsendan fyrir því að hægt sé að gera slíkar breytingar er að traust ríki milli þeirra sem að þeim vinna. Stjórnvöld brugðust því trausti gagnvart opinberum starfsmönnum þegar þau ákváðu að fara ekki að samkomulagi sem gert var við bandalög opinberra starfsmanna um lífeyrismál. BSRB tók fullan þátt í þeirri vinnu, en ávallt á þeim forsendum að áunnin réttindi sjóðfélaga yrðu jafn verðmæt fyrir og eftir breytingarnar. Í samkomulagi sem undirritað var þann 19. september síðastliðinn var skýrt kveðið á um að svo ætti að vera. Þrátt fyrir það samþykkti Alþingi frumvarp fjármálaráðherra þar sem ekki var staðið við þau fyrirheit. Það tekur langan tíma og mikla vinnu að byggja upp traust en aðeins eitt augnablik að glata því niður. Hafi ný ríkisstjórn einhvern áhuga á því að auka efnahagslegan og félagslegan stöðugleika með því að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga er ljóst hvert fyrsta skrefið þarf að vera. Nýr fjármálaráðherra þarf að koma í gegn breytingum á lögum um lífeyrismál opinberra starfsmanna þannig að þær skerðingar á áunnum réttindum sem Alþingi samþykkti fyrir jól verði leiðréttar og að staðið verði að fullu við samkomulagið frá 19. september. Það þarf ekki að vera flókið og ætti ekki að taka langan tíma. Það eitt og sér að gera þessa breytingu vinnur ekki upp það traust sem glataðist þegar stjórnvöld og Alþingi ákváðu að hafa að engu skýr ákvæði í samkomulagi sem þáverandi fjármálaráðherra, nú forsætisráðherra, undirritaði. En það væri gott fyrsta skref að bæta fyrir skaðann. Þegar það er komið má skoða framhaldið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ástæða er til að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í þeim mörgu mikilvægu verkefnum sem framundan eru á þessu kjörtímabili. Það er gott til þess að vita að stjórnin ætli sér að styðja aðila vinnumarkaðarins í vinnu við umbætur á íslenska vinnumarkaðslíkaninu. Því miður verðum við hjá BSRB að líta svo á að það séu orðin tóm, enda öll slík vinna á ís um fyrirsjáanlega framtíð. Lykilforsendan fyrir því að hægt sé að gera slíkar breytingar er að traust ríki milli þeirra sem að þeim vinna. Stjórnvöld brugðust því trausti gagnvart opinberum starfsmönnum þegar þau ákváðu að fara ekki að samkomulagi sem gert var við bandalög opinberra starfsmanna um lífeyrismál. BSRB tók fullan þátt í þeirri vinnu, en ávallt á þeim forsendum að áunnin réttindi sjóðfélaga yrðu jafn verðmæt fyrir og eftir breytingarnar. Í samkomulagi sem undirritað var þann 19. september síðastliðinn var skýrt kveðið á um að svo ætti að vera. Þrátt fyrir það samþykkti Alþingi frumvarp fjármálaráðherra þar sem ekki var staðið við þau fyrirheit. Það tekur langan tíma og mikla vinnu að byggja upp traust en aðeins eitt augnablik að glata því niður. Hafi ný ríkisstjórn einhvern áhuga á því að auka efnahagslegan og félagslegan stöðugleika með því að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga er ljóst hvert fyrsta skrefið þarf að vera. Nýr fjármálaráðherra þarf að koma í gegn breytingum á lögum um lífeyrismál opinberra starfsmanna þannig að þær skerðingar á áunnum réttindum sem Alþingi samþykkti fyrir jól verði leiðréttar og að staðið verði að fullu við samkomulagið frá 19. september. Það þarf ekki að vera flókið og ætti ekki að taka langan tíma. Það eitt og sér að gera þessa breytingu vinnur ekki upp það traust sem glataðist þegar stjórnvöld og Alþingi ákváðu að hafa að engu skýr ákvæði í samkomulagi sem þáverandi fjármálaráðherra, nú forsætisráðherra, undirritaði. En það væri gott fyrsta skref að bæta fyrir skaðann. Þegar það er komið má skoða framhaldið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun