Árásarmaðurinn í Quebec: Þekktur fyrir öfgar og þjóðernishyggju Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2017 10:51 Íbúar hafa lagt blómvendi við moskuna í Quebec. Vísir/AFP Fransk-kanadíski háskólaneminn Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og fimm morðtilraunir. Hann er sakaður um að hafa skotið á hóp manna í mosku í Qubec í Kanada á sunnudaginn. Minnst sex karlmenn létu lífið og 19 særðust. Fimm voru fluttir á sjúkrahús í alvarlegu ástandi og eru tveir af þeim enn í alvarlegu ástandi.Bissonnette var þekktur fyrir öfgafullar skoðanir sínar varðandi þjóðernishyggju. Þá hafði hann verið duglegur við að lýsa yfir stuðningi sínum við Marie Le Pen í Frakklandi og Donald Trump í Bandaríkjunum á samfélagsmiðlum. Hann hafði einnig lýst yfir stuðningi sínum samtökin „Génération Nationale“ sem meðal annars setja sig alfarið gegn „fjölmenningu“ svokallaðri. Yfirvöld í Kanada líta á árásina sem hryðjuverk og verður Bissonnette mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. AP fréttaveitan segir frá því að Bissonette hafi verið þekktur á meðal aðila sem hafa eftirlit með öfgasamtökum í Quebec. Hann hafði þó ekki vakið athygli lögreglu áður.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í KanadaSamkvæmt CBC í Kanada var Bissonnette að leigja íbúð með bróður sínum nærri moskunni sem hann réðst á. Nágrannar lýsa honum sem „lokuðum“. Hann var handtekinn um hálftíma eftir árásina, en hann hringdi í Neyðarlínuna til að gefa sig fram. Þá lagði hann bíl sínum í um fimm kílómetra fjarlægð frá moskunni og beið þar til lögregluþjónar handtóku hann. Annar maður var handtekinn skömmu eftir árásina, en honum var síðan sleppt. Hann hafði flúið undan vopnuðum lögregluþjónum þegar hann var handtekinn, en hann segist hafa hlaupið þar sem hann óttaðist að árásarmaðurinn hafði snúið aftur. Í Quebec búa rúmlega 500 þúsund manns og er glæpatíðni þar frekar lág. Til að mynda voru tvö morð framin þar árið 2015. Þá eru skotárásir sjaldgæfar í Kanada, en þar eru lög um skotvopn umtalsvert strangari en í Bandaríkjunum. Donald Trump Tengdar fréttir Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16 Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14 Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Tveir menn myrtu sex og særðu á annan tug í skotárás á mosku í Quebec í fyrrakvöld. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Í Bandaríkjunum hafa þrjár moskur brunnið á síðustu vikum. 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Vinstriblokkin með nauman meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Sjá meira
Fransk-kanadíski háskólaneminn Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og fimm morðtilraunir. Hann er sakaður um að hafa skotið á hóp manna í mosku í Qubec í Kanada á sunnudaginn. Minnst sex karlmenn létu lífið og 19 særðust. Fimm voru fluttir á sjúkrahús í alvarlegu ástandi og eru tveir af þeim enn í alvarlegu ástandi.Bissonnette var þekktur fyrir öfgafullar skoðanir sínar varðandi þjóðernishyggju. Þá hafði hann verið duglegur við að lýsa yfir stuðningi sínum við Marie Le Pen í Frakklandi og Donald Trump í Bandaríkjunum á samfélagsmiðlum. Hann hafði einnig lýst yfir stuðningi sínum samtökin „Génération Nationale“ sem meðal annars setja sig alfarið gegn „fjölmenningu“ svokallaðri. Yfirvöld í Kanada líta á árásina sem hryðjuverk og verður Bissonnette mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. AP fréttaveitan segir frá því að Bissonette hafi verið þekktur á meðal aðila sem hafa eftirlit með öfgasamtökum í Quebec. Hann hafði þó ekki vakið athygli lögreglu áður.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í KanadaSamkvæmt CBC í Kanada var Bissonnette að leigja íbúð með bróður sínum nærri moskunni sem hann réðst á. Nágrannar lýsa honum sem „lokuðum“. Hann var handtekinn um hálftíma eftir árásina, en hann hringdi í Neyðarlínuna til að gefa sig fram. Þá lagði hann bíl sínum í um fimm kílómetra fjarlægð frá moskunni og beið þar til lögregluþjónar handtóku hann. Annar maður var handtekinn skömmu eftir árásina, en honum var síðan sleppt. Hann hafði flúið undan vopnuðum lögregluþjónum þegar hann var handtekinn, en hann segist hafa hlaupið þar sem hann óttaðist að árásarmaðurinn hafði snúið aftur. Í Quebec búa rúmlega 500 þúsund manns og er glæpatíðni þar frekar lág. Til að mynda voru tvö morð framin þar árið 2015. Þá eru skotárásir sjaldgæfar í Kanada, en þar eru lög um skotvopn umtalsvert strangari en í Bandaríkjunum.
Donald Trump Tengdar fréttir Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16 Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14 Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Tveir menn myrtu sex og særðu á annan tug í skotárás á mosku í Quebec í fyrrakvöld. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Í Bandaríkjunum hafa þrjár moskur brunnið á síðustu vikum. 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Vinstriblokkin með nauman meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Sjá meira
Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16
Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14
Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Tveir menn myrtu sex og særðu á annan tug í skotárás á mosku í Quebec í fyrrakvöld. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Í Bandaríkjunum hafa þrjár moskur brunnið á síðustu vikum. 31. janúar 2017 07:00