Obama styður mótmælin gegn Trump: „Bandarísk gildi eru í húfi“ atli ísleifsson skrifar 30. janúar 2017 20:02 Barack Obama og Donald Trump Vísir/afp Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist styðja þau mótmæli sem beinast gegn Donald Trump í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu sem Obama sendi frá sér í dag gagnrýnir hann nýlega tilskipun Trump og segir að verið sé á mismuna einstaklingum á grunni trúar. „Bandarísk gildi eru í húfi,“ segir Obama. Í frétt Washington Post er haft eftir Kevin Lewis, talsmanni Obama, að forsetinn álíti mótmælin, sem nú eiga sér stað víðs vegar um landið, vera uppörvandi. Þá hafnaði hann jafnframt að tilskipun Trump hafi verið byggð á stefnu Obamastjórnarinnar. Þetta er fyrsta yfirlýsing sem Obama hefur sent frá sér frá því að hann lét af embætti þann 20. janúar síðastliðinn. Bandarískir forsetar hafa jafnan haft hægt um sig fyrstu dagana eftir að þeir láta af störfum og leyfa arftaka sínum að eiga sviðið. Samkvæmt nýlegri tilskipun Trump hefur öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens verið meinuð innganga í Bandaríkin. Bannið gildir einnig um þá sem hafa varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Töluverð ringulreið skapaðist á flugvöllum í Bandaríkjum um helgina, skömmu eftir að tilskipunin tók gildi og festust fjölmargir ríkisborgarar þessara ríkja á flugvöllunum eftir að þeim var ekki hleypt inn í Bandaríkin á grundvelli tilskipunarinnar. Donald Trump Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11 Hvaðan fær Trump valdið til að setja forsetatilskipanir? Eitt af því sem fylgir því að vera forseti Bandaríkjanna er að geta sett tilskipanir sem ríkisstjórnin og ríkisstofnanir vinna eftir. 30. janúar 2017 14:00 Íslenskum ríkisborgara meinað að fara til Bandaríkjanna Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran. 30. janúar 2017 19:32 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist styðja þau mótmæli sem beinast gegn Donald Trump í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu sem Obama sendi frá sér í dag gagnrýnir hann nýlega tilskipun Trump og segir að verið sé á mismuna einstaklingum á grunni trúar. „Bandarísk gildi eru í húfi,“ segir Obama. Í frétt Washington Post er haft eftir Kevin Lewis, talsmanni Obama, að forsetinn álíti mótmælin, sem nú eiga sér stað víðs vegar um landið, vera uppörvandi. Þá hafnaði hann jafnframt að tilskipun Trump hafi verið byggð á stefnu Obamastjórnarinnar. Þetta er fyrsta yfirlýsing sem Obama hefur sent frá sér frá því að hann lét af embætti þann 20. janúar síðastliðinn. Bandarískir forsetar hafa jafnan haft hægt um sig fyrstu dagana eftir að þeir láta af störfum og leyfa arftaka sínum að eiga sviðið. Samkvæmt nýlegri tilskipun Trump hefur öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens verið meinuð innganga í Bandaríkin. Bannið gildir einnig um þá sem hafa varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Töluverð ringulreið skapaðist á flugvöllum í Bandaríkjum um helgina, skömmu eftir að tilskipunin tók gildi og festust fjölmargir ríkisborgarar þessara ríkja á flugvöllunum eftir að þeim var ekki hleypt inn í Bandaríkin á grundvelli tilskipunarinnar.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11 Hvaðan fær Trump valdið til að setja forsetatilskipanir? Eitt af því sem fylgir því að vera forseti Bandaríkjanna er að geta sett tilskipanir sem ríkisstjórnin og ríkisstofnanir vinna eftir. 30. janúar 2017 14:00 Íslenskum ríkisborgara meinað að fara til Bandaríkjanna Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran. 30. janúar 2017 19:32 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11
Hvaðan fær Trump valdið til að setja forsetatilskipanir? Eitt af því sem fylgir því að vera forseti Bandaríkjanna er að geta sett tilskipanir sem ríkisstjórnin og ríkisstofnanir vinna eftir. 30. janúar 2017 14:00
Íslenskum ríkisborgara meinað að fara til Bandaríkjanna Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran. 30. janúar 2017 19:32