Obama styður mótmælin gegn Trump: „Bandarísk gildi eru í húfi“ atli ísleifsson skrifar 30. janúar 2017 20:02 Barack Obama og Donald Trump Vísir/afp Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist styðja þau mótmæli sem beinast gegn Donald Trump í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu sem Obama sendi frá sér í dag gagnrýnir hann nýlega tilskipun Trump og segir að verið sé á mismuna einstaklingum á grunni trúar. „Bandarísk gildi eru í húfi,“ segir Obama. Í frétt Washington Post er haft eftir Kevin Lewis, talsmanni Obama, að forsetinn álíti mótmælin, sem nú eiga sér stað víðs vegar um landið, vera uppörvandi. Þá hafnaði hann jafnframt að tilskipun Trump hafi verið byggð á stefnu Obamastjórnarinnar. Þetta er fyrsta yfirlýsing sem Obama hefur sent frá sér frá því að hann lét af embætti þann 20. janúar síðastliðinn. Bandarískir forsetar hafa jafnan haft hægt um sig fyrstu dagana eftir að þeir láta af störfum og leyfa arftaka sínum að eiga sviðið. Samkvæmt nýlegri tilskipun Trump hefur öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens verið meinuð innganga í Bandaríkin. Bannið gildir einnig um þá sem hafa varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Töluverð ringulreið skapaðist á flugvöllum í Bandaríkjum um helgina, skömmu eftir að tilskipunin tók gildi og festust fjölmargir ríkisborgarar þessara ríkja á flugvöllunum eftir að þeim var ekki hleypt inn í Bandaríkin á grundvelli tilskipunarinnar. Donald Trump Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11 Hvaðan fær Trump valdið til að setja forsetatilskipanir? Eitt af því sem fylgir því að vera forseti Bandaríkjanna er að geta sett tilskipanir sem ríkisstjórnin og ríkisstofnanir vinna eftir. 30. janúar 2017 14:00 Íslenskum ríkisborgara meinað að fara til Bandaríkjanna Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran. 30. janúar 2017 19:32 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist styðja þau mótmæli sem beinast gegn Donald Trump í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu sem Obama sendi frá sér í dag gagnrýnir hann nýlega tilskipun Trump og segir að verið sé á mismuna einstaklingum á grunni trúar. „Bandarísk gildi eru í húfi,“ segir Obama. Í frétt Washington Post er haft eftir Kevin Lewis, talsmanni Obama, að forsetinn álíti mótmælin, sem nú eiga sér stað víðs vegar um landið, vera uppörvandi. Þá hafnaði hann jafnframt að tilskipun Trump hafi verið byggð á stefnu Obamastjórnarinnar. Þetta er fyrsta yfirlýsing sem Obama hefur sent frá sér frá því að hann lét af embætti þann 20. janúar síðastliðinn. Bandarískir forsetar hafa jafnan haft hægt um sig fyrstu dagana eftir að þeir láta af störfum og leyfa arftaka sínum að eiga sviðið. Samkvæmt nýlegri tilskipun Trump hefur öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens verið meinuð innganga í Bandaríkin. Bannið gildir einnig um þá sem hafa varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Töluverð ringulreið skapaðist á flugvöllum í Bandaríkjum um helgina, skömmu eftir að tilskipunin tók gildi og festust fjölmargir ríkisborgarar þessara ríkja á flugvöllunum eftir að þeim var ekki hleypt inn í Bandaríkin á grundvelli tilskipunarinnar.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11 Hvaðan fær Trump valdið til að setja forsetatilskipanir? Eitt af því sem fylgir því að vera forseti Bandaríkjanna er að geta sett tilskipanir sem ríkisstjórnin og ríkisstofnanir vinna eftir. 30. janúar 2017 14:00 Íslenskum ríkisborgara meinað að fara til Bandaríkjanna Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran. 30. janúar 2017 19:32 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11
Hvaðan fær Trump valdið til að setja forsetatilskipanir? Eitt af því sem fylgir því að vera forseti Bandaríkjanna er að geta sett tilskipanir sem ríkisstjórnin og ríkisstofnanir vinna eftir. 30. janúar 2017 14:00
Íslenskum ríkisborgara meinað að fara til Bandaríkjanna Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran. 30. janúar 2017 19:32