Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 19:30 Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. Fasteignaverð á landinu hefur hækkað umtalsvert á undanförnum árum og nýlega kom fram að byggja þarf að lágmarki 8 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Þessi húsnæðisskortur kemur einna verst niður á fólki á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað mikið og framboðið er lítið.Fimm svör við hundrað póstum „Mér fannst þetta erfitt fyrir ári síðan, en þetta er miklu verra núna. Planið var að íbúðin sem ég er í núna yrði í langtímaleigu en svo fékk ég að vita í lok desember að hún yrði sett á sölu. Tveimur vikum síðar var hún seld og verður afhent núna um mánaðarmótin,“ segir Þórhildur Löve. Hún á tvö börn, tveggja og fjögurra ára. Þrátt fyrir að geta borgað tvö hundruð þúsund krónur á mánuði í leigu, og vera með tryggingu upp á hálfa milljón, gengur ekkert að finna íbúð. „Ég held ég hafi fengið undir fimm svörum við kannski hundrað póstum. Þá eru svörin að íbúðin sé leigð. Þeir sem ég hef farið að skoða hjá segja mér að þeir fái hundrað til tvö hundruð pósta við auglýsingunni. Þeir hafa ekki við því að svara, þeir hafa ekki einu sinni við því að lesa þetta allt saman. Þetta er bara orðið bilun,“segir Þórhildur.Ráðlagt að fara á gistiheimili Fjölskyldan er á biðlista eftir húsnæði hjá Félagsbústöðum en þrátt fyrir það gæti hún þurft að bíða eftir félagslegri íbúð í marga mánuði, jafnvel ár. „Svarið sem ég fékk um daginn var að ég þyrfti bara að fara á gistiheimili. Á ég að fara á gistiheimili með tveggja og fjögurra ára gömul börn? Hver ætlar að borga geymslu fyrir búslóðina og gistiheimilið?,“ segir hún. Leitar að húsnæði í fæðingarorlofi Eydís Björk Ólafsdóttir er í svipaðri stöðu. Hún er einstæð með tvö börn en missir húsnæði sitt, sem hún leigir með tveimur öðrum, í vor. Hún er líka með tryggingu upp á nokkur hundruð þúsund og mánaðarlega greiðslugetu upp á 200 þúsund. „Ég er búin að vera að leita, hafa augun opin, skoða og auglýsa og það er bara ekkert. Ég finn bara ekki neitt og ég þarf að vera komin út hérna eftir tvo til þrjá mánuði,“ segir Eydís.Erfitt að rífa börnin úr skóla „Ég er með dóttur mína hér í skóla, og ég vil síður taka hana úr honum því henni líður vel þar. Svo er ég með sjö mánaða dreng og ég get ekki sótt um leikskóla því ég veit ekki hvar ég enda.“ Hún segir ástandið valda sér miklum kvíða. „Ég er mjög stressuð og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera. Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna á morgnanna er að fara og skoða hvort það séu komnar einhverjar nýjar auglýsingar, en svo fær maður engin svör þegar maður finnur eitthvað. Bara að íbúðin sé farin.“ Húsnæðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. Fasteignaverð á landinu hefur hækkað umtalsvert á undanförnum árum og nýlega kom fram að byggja þarf að lágmarki 8 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Þessi húsnæðisskortur kemur einna verst niður á fólki á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað mikið og framboðið er lítið.Fimm svör við hundrað póstum „Mér fannst þetta erfitt fyrir ári síðan, en þetta er miklu verra núna. Planið var að íbúðin sem ég er í núna yrði í langtímaleigu en svo fékk ég að vita í lok desember að hún yrði sett á sölu. Tveimur vikum síðar var hún seld og verður afhent núna um mánaðarmótin,“ segir Þórhildur Löve. Hún á tvö börn, tveggja og fjögurra ára. Þrátt fyrir að geta borgað tvö hundruð þúsund krónur á mánuði í leigu, og vera með tryggingu upp á hálfa milljón, gengur ekkert að finna íbúð. „Ég held ég hafi fengið undir fimm svörum við kannski hundrað póstum. Þá eru svörin að íbúðin sé leigð. Þeir sem ég hef farið að skoða hjá segja mér að þeir fái hundrað til tvö hundruð pósta við auglýsingunni. Þeir hafa ekki við því að svara, þeir hafa ekki einu sinni við því að lesa þetta allt saman. Þetta er bara orðið bilun,“segir Þórhildur.Ráðlagt að fara á gistiheimili Fjölskyldan er á biðlista eftir húsnæði hjá Félagsbústöðum en þrátt fyrir það gæti hún þurft að bíða eftir félagslegri íbúð í marga mánuði, jafnvel ár. „Svarið sem ég fékk um daginn var að ég þyrfti bara að fara á gistiheimili. Á ég að fara á gistiheimili með tveggja og fjögurra ára gömul börn? Hver ætlar að borga geymslu fyrir búslóðina og gistiheimilið?,“ segir hún. Leitar að húsnæði í fæðingarorlofi Eydís Björk Ólafsdóttir er í svipaðri stöðu. Hún er einstæð með tvö börn en missir húsnæði sitt, sem hún leigir með tveimur öðrum, í vor. Hún er líka með tryggingu upp á nokkur hundruð þúsund og mánaðarlega greiðslugetu upp á 200 þúsund. „Ég er búin að vera að leita, hafa augun opin, skoða og auglýsa og það er bara ekkert. Ég finn bara ekki neitt og ég þarf að vera komin út hérna eftir tvo til þrjá mánuði,“ segir Eydís.Erfitt að rífa börnin úr skóla „Ég er með dóttur mína hér í skóla, og ég vil síður taka hana úr honum því henni líður vel þar. Svo er ég með sjö mánaða dreng og ég get ekki sótt um leikskóla því ég veit ekki hvar ég enda.“ Hún segir ástandið valda sér miklum kvíða. „Ég er mjög stressuð og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera. Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna á morgnanna er að fara og skoða hvort það séu komnar einhverjar nýjar auglýsingar, en svo fær maður engin svör þegar maður finnur eitthvað. Bara að íbúðin sé farin.“
Húsnæðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira