Þaggað niður í gagnrýni á dómsmálaráðherraefni Trump Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2017 19:45 Nefnd öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum staðfesti í dag útnefningu Donald Trump á nýjum dómsmálaráðherra, sem hefur verið sakaður um að vera haldinn kynþáttafordómum og andúð á múslimum. Öldungardeildarþingmanni demókrata var meinað að tjá sig um hinn útnefnda. Donald Trump útnefndi Jefferson Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra Alabama ríkis, til að verða næsti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Þegar útnefning hans var rædd í öldungadeildinni í gær hóf einn þekktasti öldungardeildarþingmaður demókrata, Elizabeth Warren, að lesa bréf frá Coretta Scott King, ekkju Martin Luther King frá árinu 1986. En bréfið skrifaði hún þá til að mótmæla tilnefningu Sessions í embætti alríkisdómara vegna þess að hann hefði komið í veg fyrir að svartir Bandaríkjamenn gætu kosið. Í það skipti fékk Sessions ekki dómaraembættið en nú þegar republikanar ráða lögum og lofum í báðum deildum Bandaríkjaþings var leiðin greið. Þegar Warren hóf að lesa bréfið stöðvaði meirihluti Republikana lesturinn og meinaði henni að tjá sig frekar um útnefninguna.Jeff Sessions, dómsmálaráðherraefni Donald Trump.Vísir/afp„Herra forseti (öldungadeildarinnar), það kemur mér á óvart að orð Corettu Scott King séu ekki viðeigandi í umræðum í öldungadeildinni. Ég óska eftir því að öldungadeildin leyfi mér að halda ræðu minni áfram,“ sagði Warren. En atkvæði voru greidd um að þagga niður í Warren og brá hún þá á það ráð að lesa það í beinni útsendingu utan þingsalar á Facebook og horfðu að minnsta kosti fimm milljónir manna á hana gera það. Atkvæðagreiðslan um Sessions fór síðan fram í dag og var útnefning forsetans á honum staðfest. Patrick Leahy öldungadeildarþingmaður demókrata í Vermont gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Við þurfum dómsmálaráðherra sem myndi hindra mismunun vegna trúarskoðana,ekki mann sem styður slíkt.Og trúið mér, þær yfirlýsingar gegn múslimum sem berast frá þessari stjórn skapa mikla hættu fyrir sumt besta fólkið í þessu landi,“ sagði Leahy. Fulltrúar republikana segja demókrata hins vegar ekki geta sætt sig við úrslit forsetakosningana. „Ég er þess fullviss að Jeff Sessions mun sem dómsmálaráðherra framfylgja landslögum. Og allur sá pólitíski stefnuágreiningur af hálfu kollega okkar hinum megin held ég að endurspegli fyrirlitningu þeirra og óánægju með að Trump forseti skyldi vinna kosningarnar en ekki frambjóðandinn sem þeir vildu,“ sagði John Cornyn öldungadeildarþingmaður republikana frá Texas. Donald Trump Tengdar fréttir Auðkýfingar í lykilstöður í stjórn Donalds Trump Donald Trump hefur fengið tvo þekkta fjárfesta til að vera fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn sinni. 2. desember 2016 06:00 Betsy DeVos: Hvað skýrir óvinsældir hennar? Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær DeVos í embætti menntamálaráðherra, þar sem varaforsetinn þurfti að greiða úrslitaatkvæðið. 8. febrúar 2017 11:47 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Nefnd öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum staðfesti í dag útnefningu Donald Trump á nýjum dómsmálaráðherra, sem hefur verið sakaður um að vera haldinn kynþáttafordómum og andúð á múslimum. Öldungardeildarþingmanni demókrata var meinað að tjá sig um hinn útnefnda. Donald Trump útnefndi Jefferson Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra Alabama ríkis, til að verða næsti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Þegar útnefning hans var rædd í öldungadeildinni í gær hóf einn þekktasti öldungardeildarþingmaður demókrata, Elizabeth Warren, að lesa bréf frá Coretta Scott King, ekkju Martin Luther King frá árinu 1986. En bréfið skrifaði hún þá til að mótmæla tilnefningu Sessions í embætti alríkisdómara vegna þess að hann hefði komið í veg fyrir að svartir Bandaríkjamenn gætu kosið. Í það skipti fékk Sessions ekki dómaraembættið en nú þegar republikanar ráða lögum og lofum í báðum deildum Bandaríkjaþings var leiðin greið. Þegar Warren hóf að lesa bréfið stöðvaði meirihluti Republikana lesturinn og meinaði henni að tjá sig frekar um útnefninguna.Jeff Sessions, dómsmálaráðherraefni Donald Trump.Vísir/afp„Herra forseti (öldungadeildarinnar), það kemur mér á óvart að orð Corettu Scott King séu ekki viðeigandi í umræðum í öldungadeildinni. Ég óska eftir því að öldungadeildin leyfi mér að halda ræðu minni áfram,“ sagði Warren. En atkvæði voru greidd um að þagga niður í Warren og brá hún þá á það ráð að lesa það í beinni útsendingu utan þingsalar á Facebook og horfðu að minnsta kosti fimm milljónir manna á hana gera það. Atkvæðagreiðslan um Sessions fór síðan fram í dag og var útnefning forsetans á honum staðfest. Patrick Leahy öldungadeildarþingmaður demókrata í Vermont gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Við þurfum dómsmálaráðherra sem myndi hindra mismunun vegna trúarskoðana,ekki mann sem styður slíkt.Og trúið mér, þær yfirlýsingar gegn múslimum sem berast frá þessari stjórn skapa mikla hættu fyrir sumt besta fólkið í þessu landi,“ sagði Leahy. Fulltrúar republikana segja demókrata hins vegar ekki geta sætt sig við úrslit forsetakosningana. „Ég er þess fullviss að Jeff Sessions mun sem dómsmálaráðherra framfylgja landslögum. Og allur sá pólitíski stefnuágreiningur af hálfu kollega okkar hinum megin held ég að endurspegli fyrirlitningu þeirra og óánægju með að Trump forseti skyldi vinna kosningarnar en ekki frambjóðandinn sem þeir vildu,“ sagði John Cornyn öldungadeildarþingmaður republikana frá Texas.
Donald Trump Tengdar fréttir Auðkýfingar í lykilstöður í stjórn Donalds Trump Donald Trump hefur fengið tvo þekkta fjárfesta til að vera fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn sinni. 2. desember 2016 06:00 Betsy DeVos: Hvað skýrir óvinsældir hennar? Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær DeVos í embætti menntamálaráðherra, þar sem varaforsetinn þurfti að greiða úrslitaatkvæðið. 8. febrúar 2017 11:47 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Auðkýfingar í lykilstöður í stjórn Donalds Trump Donald Trump hefur fengið tvo þekkta fjárfesta til að vera fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn sinni. 2. desember 2016 06:00
Betsy DeVos: Hvað skýrir óvinsældir hennar? Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær DeVos í embætti menntamálaráðherra, þar sem varaforsetinn þurfti að greiða úrslitaatkvæðið. 8. febrúar 2017 11:47
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila