Þaggað niður í gagnrýni á dómsmálaráðherraefni Trump Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2017 19:45 Nefnd öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum staðfesti í dag útnefningu Donald Trump á nýjum dómsmálaráðherra, sem hefur verið sakaður um að vera haldinn kynþáttafordómum og andúð á múslimum. Öldungardeildarþingmanni demókrata var meinað að tjá sig um hinn útnefnda. Donald Trump útnefndi Jefferson Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra Alabama ríkis, til að verða næsti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Þegar útnefning hans var rædd í öldungadeildinni í gær hóf einn þekktasti öldungardeildarþingmaður demókrata, Elizabeth Warren, að lesa bréf frá Coretta Scott King, ekkju Martin Luther King frá árinu 1986. En bréfið skrifaði hún þá til að mótmæla tilnefningu Sessions í embætti alríkisdómara vegna þess að hann hefði komið í veg fyrir að svartir Bandaríkjamenn gætu kosið. Í það skipti fékk Sessions ekki dómaraembættið en nú þegar republikanar ráða lögum og lofum í báðum deildum Bandaríkjaþings var leiðin greið. Þegar Warren hóf að lesa bréfið stöðvaði meirihluti Republikana lesturinn og meinaði henni að tjá sig frekar um útnefninguna.Jeff Sessions, dómsmálaráðherraefni Donald Trump.Vísir/afp„Herra forseti (öldungadeildarinnar), það kemur mér á óvart að orð Corettu Scott King séu ekki viðeigandi í umræðum í öldungadeildinni. Ég óska eftir því að öldungadeildin leyfi mér að halda ræðu minni áfram,“ sagði Warren. En atkvæði voru greidd um að þagga niður í Warren og brá hún þá á það ráð að lesa það í beinni útsendingu utan þingsalar á Facebook og horfðu að minnsta kosti fimm milljónir manna á hana gera það. Atkvæðagreiðslan um Sessions fór síðan fram í dag og var útnefning forsetans á honum staðfest. Patrick Leahy öldungadeildarþingmaður demókrata í Vermont gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Við þurfum dómsmálaráðherra sem myndi hindra mismunun vegna trúarskoðana,ekki mann sem styður slíkt.Og trúið mér, þær yfirlýsingar gegn múslimum sem berast frá þessari stjórn skapa mikla hættu fyrir sumt besta fólkið í þessu landi,“ sagði Leahy. Fulltrúar republikana segja demókrata hins vegar ekki geta sætt sig við úrslit forsetakosningana. „Ég er þess fullviss að Jeff Sessions mun sem dómsmálaráðherra framfylgja landslögum. Og allur sá pólitíski stefnuágreiningur af hálfu kollega okkar hinum megin held ég að endurspegli fyrirlitningu þeirra og óánægju með að Trump forseti skyldi vinna kosningarnar en ekki frambjóðandinn sem þeir vildu,“ sagði John Cornyn öldungadeildarþingmaður republikana frá Texas. Donald Trump Tengdar fréttir Auðkýfingar í lykilstöður í stjórn Donalds Trump Donald Trump hefur fengið tvo þekkta fjárfesta til að vera fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn sinni. 2. desember 2016 06:00 Betsy DeVos: Hvað skýrir óvinsældir hennar? Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær DeVos í embætti menntamálaráðherra, þar sem varaforsetinn þurfti að greiða úrslitaatkvæðið. 8. febrúar 2017 11:47 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Nefnd öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum staðfesti í dag útnefningu Donald Trump á nýjum dómsmálaráðherra, sem hefur verið sakaður um að vera haldinn kynþáttafordómum og andúð á múslimum. Öldungardeildarþingmanni demókrata var meinað að tjá sig um hinn útnefnda. Donald Trump útnefndi Jefferson Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra Alabama ríkis, til að verða næsti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Þegar útnefning hans var rædd í öldungadeildinni í gær hóf einn þekktasti öldungardeildarþingmaður demókrata, Elizabeth Warren, að lesa bréf frá Coretta Scott King, ekkju Martin Luther King frá árinu 1986. En bréfið skrifaði hún þá til að mótmæla tilnefningu Sessions í embætti alríkisdómara vegna þess að hann hefði komið í veg fyrir að svartir Bandaríkjamenn gætu kosið. Í það skipti fékk Sessions ekki dómaraembættið en nú þegar republikanar ráða lögum og lofum í báðum deildum Bandaríkjaþings var leiðin greið. Þegar Warren hóf að lesa bréfið stöðvaði meirihluti Republikana lesturinn og meinaði henni að tjá sig frekar um útnefninguna.Jeff Sessions, dómsmálaráðherraefni Donald Trump.Vísir/afp„Herra forseti (öldungadeildarinnar), það kemur mér á óvart að orð Corettu Scott King séu ekki viðeigandi í umræðum í öldungadeildinni. Ég óska eftir því að öldungadeildin leyfi mér að halda ræðu minni áfram,“ sagði Warren. En atkvæði voru greidd um að þagga niður í Warren og brá hún þá á það ráð að lesa það í beinni útsendingu utan þingsalar á Facebook og horfðu að minnsta kosti fimm milljónir manna á hana gera það. Atkvæðagreiðslan um Sessions fór síðan fram í dag og var útnefning forsetans á honum staðfest. Patrick Leahy öldungadeildarþingmaður demókrata í Vermont gerði grein fyrir atkvæði sínu. „Við þurfum dómsmálaráðherra sem myndi hindra mismunun vegna trúarskoðana,ekki mann sem styður slíkt.Og trúið mér, þær yfirlýsingar gegn múslimum sem berast frá þessari stjórn skapa mikla hættu fyrir sumt besta fólkið í þessu landi,“ sagði Leahy. Fulltrúar republikana segja demókrata hins vegar ekki geta sætt sig við úrslit forsetakosningana. „Ég er þess fullviss að Jeff Sessions mun sem dómsmálaráðherra framfylgja landslögum. Og allur sá pólitíski stefnuágreiningur af hálfu kollega okkar hinum megin held ég að endurspegli fyrirlitningu þeirra og óánægju með að Trump forseti skyldi vinna kosningarnar en ekki frambjóðandinn sem þeir vildu,“ sagði John Cornyn öldungadeildarþingmaður republikana frá Texas.
Donald Trump Tengdar fréttir Auðkýfingar í lykilstöður í stjórn Donalds Trump Donald Trump hefur fengið tvo þekkta fjárfesta til að vera fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn sinni. 2. desember 2016 06:00 Betsy DeVos: Hvað skýrir óvinsældir hennar? Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær DeVos í embætti menntamálaráðherra, þar sem varaforsetinn þurfti að greiða úrslitaatkvæðið. 8. febrúar 2017 11:47 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Auðkýfingar í lykilstöður í stjórn Donalds Trump Donald Trump hefur fengið tvo þekkta fjárfesta til að vera fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn sinni. 2. desember 2016 06:00
Betsy DeVos: Hvað skýrir óvinsældir hennar? Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær DeVos í embætti menntamálaráðherra, þar sem varaforsetinn þurfti að greiða úrslitaatkvæðið. 8. febrúar 2017 11:47