Klamydía í frímínútum Óskar Steinn Ómarsson skrifar 8. febrúar 2017 00:00 Þegar ég var í menntaskóla fékk ég allar námsbækur sem ég þurfti ókeypis. Skólinn gaf mér fartölvu sem ég greiddi fyrir um 15 þúsund krónur á ári og mátti svo eiga að lokinni útskrift. Þá fékk ég 30 þúsund króna styrk mánaðarlega fyrir það eitt að vera í skóla. Allt var þetta gert til að jafna stöðu okkar nemenda og láta okkur líða sem best í skólanum. Nemendur komu allir að sama borði, voru lausir við áhyggjur af námskostnaði og útskrifuðust flestir á tilsettum tíma. Mikilvægust fannst mér þó heilsugæslan sem starfrækt var innan veggja skólans. Þangað gátu nemendur skólans og önnur ungmenni í bænum sótt þjónustu og ráðgjöf sérfræðinga. Þangað leitaði maður þegar manni leið illa og þurfti einhvern til að tala við. Þar gat maður sótt eins marga smokka og maður þurfti og stúlkur fengu lyfseðil fyrir getnaðarvarnarpillum. Eftir annasama helgi gat maður svo bankað upp á í frímínútunum og tekið kynsjúkdómapróf ef svo bar undir. Allt var þetta að sjálfsögðu nemendum að kostnaðarlausu. Svona er þjónustan við nemendur í Kongsberg videregående skole í Noregi, þar sem ég lærði til stúdentsprófs. Svona er þetta ekki á Íslandi. Í flestum íslenskum framhaldsskólum eru ekki hjúkrunarfræðingar. Enginn sálfræðingur til að tala við ef manni líður illa og hvorki hægt að nálgast getnaðarvarnir né athuga hvort maður hafi nælt sér í klamydíu. Á sama tíma er sjálfsmorðstíðni ungmenna óásættanlega há hér á landi, útbreiðsla kynsjúkdóma með því hæsta sem gerist í allri Evrópu og brottfall úr skólum mikið. Stjórnvöld verða að bregðast við þessu með því að gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri fyrir ungmenni. Í framhaldsskólum gætu hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar unnið að forvörnum og veitt ýmsa aðstoð á sviði geð- og kynheilbrigðis og hjálpað nemendum með áfengis- og vímuefnavanda, svo eitthvað sé nefnt. Í dag fer það algjörlega eftir fjárhagsstöðu skólanna og forgangsröðun skólastjórnenda hvort slík þjónusta sé í boði og því sitja ekki allir nemendur við sama borð hvað þetta varðar. Stjórnvöld eiga að forgangsraða í þágu heilbrigðis ungs fólks og tryggja að í öllum framhaldsskólum sé þessi þjónusta í boði. Með auknu aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu gætum við dregið úr útbreiðslu kynsjúkdóma, bætt geðheilsu ungmenna og minnkað brottfall úr skólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var í menntaskóla fékk ég allar námsbækur sem ég þurfti ókeypis. Skólinn gaf mér fartölvu sem ég greiddi fyrir um 15 þúsund krónur á ári og mátti svo eiga að lokinni útskrift. Þá fékk ég 30 þúsund króna styrk mánaðarlega fyrir það eitt að vera í skóla. Allt var þetta gert til að jafna stöðu okkar nemenda og láta okkur líða sem best í skólanum. Nemendur komu allir að sama borði, voru lausir við áhyggjur af námskostnaði og útskrifuðust flestir á tilsettum tíma. Mikilvægust fannst mér þó heilsugæslan sem starfrækt var innan veggja skólans. Þangað gátu nemendur skólans og önnur ungmenni í bænum sótt þjónustu og ráðgjöf sérfræðinga. Þangað leitaði maður þegar manni leið illa og þurfti einhvern til að tala við. Þar gat maður sótt eins marga smokka og maður þurfti og stúlkur fengu lyfseðil fyrir getnaðarvarnarpillum. Eftir annasama helgi gat maður svo bankað upp á í frímínútunum og tekið kynsjúkdómapróf ef svo bar undir. Allt var þetta að sjálfsögðu nemendum að kostnaðarlausu. Svona er þjónustan við nemendur í Kongsberg videregående skole í Noregi, þar sem ég lærði til stúdentsprófs. Svona er þetta ekki á Íslandi. Í flestum íslenskum framhaldsskólum eru ekki hjúkrunarfræðingar. Enginn sálfræðingur til að tala við ef manni líður illa og hvorki hægt að nálgast getnaðarvarnir né athuga hvort maður hafi nælt sér í klamydíu. Á sama tíma er sjálfsmorðstíðni ungmenna óásættanlega há hér á landi, útbreiðsla kynsjúkdóma með því hæsta sem gerist í allri Evrópu og brottfall úr skólum mikið. Stjórnvöld verða að bregðast við þessu með því að gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri fyrir ungmenni. Í framhaldsskólum gætu hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar unnið að forvörnum og veitt ýmsa aðstoð á sviði geð- og kynheilbrigðis og hjálpað nemendum með áfengis- og vímuefnavanda, svo eitthvað sé nefnt. Í dag fer það algjörlega eftir fjárhagsstöðu skólanna og forgangsröðun skólastjórnenda hvort slík þjónusta sé í boði og því sitja ekki allir nemendur við sama borð hvað þetta varðar. Stjórnvöld eiga að forgangsraða í þágu heilbrigðis ungs fólks og tryggja að í öllum framhaldsskólum sé þessi þjónusta í boði. Með auknu aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu gætum við dregið úr útbreiðslu kynsjúkdóma, bætt geðheilsu ungmenna og minnkað brottfall úr skólum.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun